Skólablaðið - 01.06.1913, Síða 5
SKÓLABLAÐIÐ
85
samnefndarmanna sinna. Hann stjórnar umræðum á fundum
og skýrir frá efnahag og starfsemi félagsins á aðalfundi. Hann
hefir atkvæðisrétt á fundum.
9. gr.
Skrifari annast um ritstörf, félagsins undir umsjón formanns.
10, grein.
Féhirðir innheimtir tekjur félagsins og greiðir gjöld þess.
Hann semur ársreikning félagsins, en aðalfundur úrskurðar hann.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
11. gr.
Tillögur til lagabreytinga skal bera upp á aðalfundi og ná
þær staðfestingu, ef ajH þeirra atkvæða, sem greidd eru á fundi,
eru með þeim.
Tugamálsheitin.
Mig langar til að gera nokkrar athugasemdir við grein hr.
Klemens Jónssonar um tugamálsheitin (SkbL 2. þ. á.). Hann virðist
skoða frakknesku eða »alþjóðlegu«. heitin eins og eitthvert lista-
verk eða jafnvel helgidóm, sem vér íslendingar þurfum endilega
að binda oss við, annaðhvort halda heitunum óbreyttum eða þýða
þau á vofa tungu, en hví skyldum vér þurfa þess, þótt vér höf-
um sömu skiftingu á mæli og vog og Frakkar og fleiri þjóðir?
Hver þjóð hefir sín heiti á tölastöfunum, þótt þeir sé sjálfir
alþjóðlegir, og Grikkir hafa t, d. sérheiti á tlestum einingum
frakkneska tugakerfisins, en ekki hin sem algengust eru í útlönd-
um, þótt mörg þeirra sé af grískum stofni. Þeir kalla t. d. meter
»pibi« (d; alin), hektoliter »kilo«, og kilometer »staction«. Hoi*
lendingar, sem standa oss niiklu nær, hafa líka sérStök tugamáls-
heiti af sinni tungu. Það er kunnugt, að þá er hér var breytt
peningareikningi fyrir nálægt 40 árum, og tugaskifting tekin þar
upp, komu í stað dals og skildings króna og eyrír, gömul heiti
á gangsitfri (með öðru gildi), og olli það engum rugling', enda
sættu menn sig fljótt við það. Sama er að segja um það,