Skólablaðið - 01.11.1916, Page 5
SKÓLABLAÐIÐ
16S
Kennaraskólinn settur 1. vetrardag.
(Úr ræðu skólameistarans.)
Þaö er sannast aö segja, aö tíminni er stuttur, sem þiö hafið
til undirbúnings undir kenslutímana. En þar er ekki gott viö
að gera. Námsárin eru fá og kenslutíminn stuttur i skólanum,
en námsgreinarnar á hinn bóginn margar, sem nauösyn þykir,
aö kennaraefni beri kensl á. Það hefur verið hreytt ónotum
að skóla þessum fyrir það, hversu margar námsgreinar hann
hefur í takinu, og þess þá auðvitað vænst honum til niörunar,
að nám og kensla sé kák eitt til málamynda. Það veit og finnur
trauðlega nokkur annar betur en eg, að kenslan og námið hlýtur
í öllum greinum að verða af helst til skornum skamti. En þegar
eg hugsa til efnahags þeirra, sem skólann sækja, og atvinn-
unnar, sem hann veitir aðgang að eftir á, þá hika eg viö aö
heimta námstímann lengdan, og má hver lá það sem vill. Þegar
eg aftur lít yfir námsgreinarnar, sem skólinn veitir tilsögn i,
þá finst mér ekki heldur, að nein þeirra megi missa sig. Meira
að segja finst mér ekki, að nokkurt kennaraefnið megi slá
slöku við neina þeirra eftir því sem hér hagar til, því að
flestallir kennarar verða einir síns liðs, þegar þeir taka til
kenslustarfa, þurfa þvi að kunna alt það, sem i skólunum er
kent, og vera jafnvígir á kenslu í öllum greinum.
Vera má að ykkur, sem eruð að byrja skólanám, finnist
all-langt aö horfa fram á þriggja vetra nám — svo fer oft
ungum mönnum — og virðist hægt að læra næsta mikið á svo
löngum tíma, en hins get eg þó, aö annað veröi efst á baugi
um þaö er lýkur, og aö ykkur finnist hann þá hafa veriö lielst
til stuttur og margt ónumið af því, er þið bæði vilduð og
þyrftuð. Svo hlýtur þaö aö verða. Skólinn ætlar sér ekki þá
dul, að gera ykkur að þaullæröum mönnum í þeim greinum, er
hann hefur um hönd. Hitt vill hann reyna, aö byggja hjá
ykkur trausta undirstöðu, er þiö megið siðan byggja ofan á eftir
því sem hagur og ástæður leyfa. Þá nær hann tilgangi sínum,
ef hann getur leiðbeint ykkur og hjálpað til áframhaldandi
hollrar sjálfsmentunar, þó að hann geti ekki veitt ykkur yfir-