Skólablaðið - 01.11.1916, Page 16
176
SKÓLABLAÐIÐ
og reyna aö fá þingmenn sína til þess aS hugsa rækilega um
fræðslumálin.
Skýrsla um gagnfræðaskólann í Flensborg 1915-16
barst rétt nýlega. Hún ber gleSilégt vitni um aö sá skóli
stendur í góSum blóma, þó aS nemendur hafi stundum verið
þar fleiri; þeir voru síöastl. vetur 56, en 16 sem sótt höfSu
um skólavist, komu ekki ýmsra hluta vegna. Bókasafn nem-
enda (Skinfaxi) auögast, Nemendasjóður skólans vex, er nú
um 700 kr.; Dánargjöf GuSmundar Grímssonar er nú oröin
yfir 3000 kr.; hún er gefin til styrktar nemendum skólans.
í heimavist voru síöastl. vetur 24 piltar. Húsnæöi hafa
þeir ókeypis í gamla skólahúsinu, en fæöi, ljós, hiti og þjón-
usta varö 86 aurar á dag. Þetta er furöu litið í annari
eins dýrtíö og var í fyrra. En margt var gert til span&ðar,
hrossaket haft í staö sauðakets — og skyldu fleiri gert hafa —,
piltar bjuggu sjálfir um rúm sin og burstuðu skó sína.
Kenslukraftar við skólann eru í besta lagi. Tíu nemendur
tóku burtfararpróf síðastl. vor, og þrír þeirra luku þvínæst
gagnfræðaprófi við hinn almenna mentaskóla meö hárri ein-
kunn. Bendir það til aö Flensborgarskólinn standi ekki að baki
hinum gagnfræöaskólunum.
Kaupendur Skólablaðsins eru mintir á, að gjalddagi þessa
árgangs var 30. júní í sumar, og er vinsamlega mælst til að
þeir greiði andvirði hans sem fyrst. Dýrtíöin (hækkað verð á
pappir og prentun) veldur þvx að nauöugur er einn kostur að
ganga eftir yngri og eldri skuldum við blaðið í haust. Ánægju-
legt væri að sem flestir tækju ómakið af útgefanda með því að
greiða skuld sína ókrafðir. Sérstaklega væntir blaðið þess, að
allar fræðslunefndir greiði skuldir sínar í haust.
Útgefandi: Jón Þórarinsson. — Prentsmiðjan Rún.