Sovétvinurinn - 01.09.1934, Síða 5
[Sovétvin u ri n 11
Sveitaþorpið
Naltsjik í lýð-
veldinu Kabar-
dino- Balkaria.
Myndin sýnir
gömlu og nýju
byggingarnar í
þorpinu.
verkamannabústaðir, skólar, barnaheimili, menningarhallir, leikhús,
sjúkrahús, hvarvetna í þessu frjósama, jarðefnaríka landi uxu mann-
virkin fram eins og örlátur jurtagróður, og hrifning fjöldans af af-
rekum sínum var blátt áfram áfeng, hjartsýnin, trúin á framtíðina,
trúin á leiðsögu kommúnistaflokksins. Asamt nokkrum frönskum
og belgiskum ferðamönnum sat ég í þessu landi veizlur með óbreytt-
um úkrainskum verkamönnum, — þar á meðal einhverja ríkmann-
legustu veizlu, sem ég hef nokkurntíma setið (í nýiðjuborginni Gor-
lofka). Ég var þar viðstaddur leiksýningar, hljómleika, danssýning-
ar, — dansinn er nefnilega þjóðlist, sem er óaðskiljanleg rússnesk-
um þjóðum, enda þótt Mgbl. segi, að dans hafi verið þar harð-
bannaður, unz Rússar fengu fast sæti í ráðinu. — Rússar hafa fræg-
asta ballett heimsins, á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum eru
iistdansar, í menningargörðunum svokölluðu dansar almenningur,
börn og fullorðnir, ég hefi meira að segja séð Rússa dansa í járn-
brautarvagni. Dansbannið í Rússlandi er m. ö. o. samskonar öfug-
mæli og bannið gegn landafræði, sem Mgbl. segir að hafi ríkt í
RÚ88landi, þangað til nú, að Rússar fengu fast sæti í ráðinu. All-
Ur heimurinn veit nefnilega, að bolsar bafa gert víðtækari land-
fræðirannsóknir og landkannanir en nokkur þjóð önnur síðan þeir
tóku við völdum. Flotar rússneskra vísindamanna hætta lífi sínu á
ári hverju í rannsóknum á norðurhjara veraldar, Síberíu og Mið-
Asíu, — sbr. Tsjeljuskin. Yfirleitt má segja, að bolsar séu tölu-
vert sterkari í landafræði en Morgunblaðið.
Sem sagt, þetta var hungursneyðin í Ukraine 1932. — Samt hefir
því alilrei verið neitað, að einmitt það ár, síðasta ár fyrstu 5-ára-
áætlunarinnar, hafi verið vöruskortur t landinu, verksmiðjur áætl-
unarinnar voru að fullsmíðast, og enn ekki farnar að framleiða að
ráði, og baráttan við sveitaburgeisana gegn samyrkjunni olli í bili
margskonar óreglu, töfum og erfiðleikum.
Aðal-»hungursneyðin í Ukraine* var aftur í fyrrahaust, eins og
minnugir blaðalesendur kannast við frá hungursögnum Morgun-
Idaðsins og andsvörum mínum í Alþýðublaðinu. Það er í þeirri
hungursneyð, sem Mgbl. »drepur nú í framhjáhlaupi* aðeins sex
milljónir inanna. Þá átti allt að vera í dauðateygjunum i Ukraine,
en ráðstjórnin að hafa bannað blaðamönnum að ferðast um landið.
Uni |ietta leyti í fyrra ferðast nú samt einn viðurkenndasti og sann-
söglasti blaðamaður lieimspressunnar, Walter Duranty, um Ukraine
og Norður-Kákasus, hungurlöndin. Hann er fregnritari auðvalds-
hlaðsins New York Times, hel'ir annast Rússlandsfregnir þessa stór-
hlaðs síðan 1921, og nýtur mikillar virðingar, jafnvel hjá stjórn
Bandaríkjanna, enda þótt hann ferðist að jafnaði eftir jörðinni,
hefir verið ráðunautur Roosevelts forseta í Rússlandsmálum. Hann
er um allan heim talinn fyrsta flokks heimild um Sovét, þekkir
hið nýja ríki út og inn, sögu þess og þróun, bæði í menningarefn-
um og almennri þjóðmegun. Hann er óhlutdrægur og ástríðulaus
fregnritari, kaldur og skýr. Safn af Rússlandsgreinum hans hefir
verið gefið út í stóru bindi, Russia Reported 1921—1933 (evrópisk
útgáfa hjá Gollancz, London). Hann skýrir þannig frá hungursneyð-
inni í Ukraine og Norður-Kákasus í fyrra, þar sem Mgbl. lét sig
ekki muna um að sálga sex milljónum:
I miðjum september, um það leyti sem hungurfregnirnar voru
háværastar: »Ég hefi nú verið í 200-mílna bifreiðarferð um hjarta
Ukraine, og get fullyrt, að uppskeran er afbragðs góð og allt hung-
urtal er hlægilegt , . . íbúarnir, frá börnum til gamalmenna, hafa
heilbrigt útlit, og virðast vera vel nærðir«.
Nokkru síðar: »Ég dreg saman í eitt ábrif mín af ferðalaginu
og af samtölum mínura við tugi af bændum og héraðsstjórnum. Sam-
yrkjuhreyfingin var ekki vinsæl af öllum, það var mikil óvirk
mótstaða árið sem leið, og þeir sem börðust á móti urðu fyrir
þungum búsifjum. En nú er engin mótstaða framar, og þeir sem
störfuðu samkvæmt fyrirmælum Kremls, eru nú farnir að njóta
góðs af árangrinum. 1 stuttu máli, vélgengi og samyrkja rússnesks
landbúnaðar hefir haldið innreið sína fyrir fullt og fast í landinu,
°g Kreml hefir sigrað. *
Seinna í september: »Eftir tíu daga ferð mína um Norður-Káka-
sus og Ukraine, þar sem ég naut meira frjálsræðis á ferðum mín-
um, en búizt liafði verið við, endurtek ég þá skoðun, að Kreml
hafi unnið úrslitasigur í baráttunni fyrir samnýtingu Iandbúnað-
arins*.
Walter Duranty er síðan á mánaðarferð um Vestur-Evrópu og
mætir þar hinum ægilegu hungurfregnum um Rússland, sem þá
var verið að skipuleggja í Þýzkalandi og Austurríki (Hitler, Innitzer
kardínáli). Síðan fer hann aftur til Rússlands. í desember, eftir að
hann hefur fullvissað sig um, að hungurhéruð Mbl. eru birgð upp
að vistum, farast honum svo orð (um leið og hann birtir skýrsl-
urnar):
»Þessi útkoma réttlætir bjartsýni þá, sem héraðsstjórnir létu í
ljósi við mig á ferð minni um Ukraine og Norður-Kákasus, —
bjartsýni, sem stóð í svo hrópandi mótsögn við horfellissagnir þær
um Ráðstjórnarríkin, sem útlireiddar voru í Berlín, Riga og Vín-
arborg, og settar voru saman af aðilum, fjandsamlegum ráðstjórn-
inni, í því augnamiði að koma á elleftu stundu í veg fyrir viður-
kenningu Bandaríkjanna á Ráðstjórnarríkjunum, með því að upp-
mála Káðstjórnarríkin sem land! þar sem allt væri í rústum og ör-
vinglun«.
Þessum æðrulausa sérfræðingi amerísku auðvaldsblaðanna um
hungursneyðina miklu í Rússlandi 1933, þar sem Mgbl. felldi sex
milljónir manna með svo mikilli sigurgleði, — þannig farast lion-
um orð.
Það er óhætt að óska Morgunblaðinu til hamingju með yfir-
standandi hungursneyð í haust og komandi hungursneyð í vetur.
5