Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 4

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 4
[Sovétvinurinn] í auðvaldsheiminum. Upphæð )sú, sem varið er til þjóðfélagstrygginga, hefir sjöfaldazt og rúmlega það. Samyrkjuhreyfingin hefir sigrað meðal bænd- anna og skapað gagngerða byltingu í lífsháttum þeirra og högum, fært þeim aukin lífsþægindi og menningarskilyrði. Menntunarástand fjöldans hefir tekið slikum framförum, að slíks liafa livergi þekkzt dæmi. Kunnáttuleysi í lestri og skrift hefir að íullu ver- ið útrýmt. 1 barnaskólunum eru nú 25 milljónir barna, sem njóta kennslu 600.000 kennara. Tala milliskólanna hefir tífaldazt á sex árum. 1.300.000 stúdentar eru á þessu ári við nám á háskólum og tekniskum háskólum. (Samsvarar því, að 800 íslenzkir stúdentar væru við nám á ári hverju!!). Snilldarverk bókmenntanna eru prentuð í upplög- um, sem nema tugum milljóna. Þykk og þungskil- in visindaleg rit eru gefin út og lesin í tugþús- unda upplögum. Upplög blaðanna hafa stigið úr 8.8 milljónum 1928 i 38.5 milljónir árið 1931. Þá minnist hann á VII. Sovétþingið, sem liald- ið var á síðastliðnum vetri og hinar stórmerku ákvarðanir þess um hinn jafna, beina og leyni- lega kosningarétt. Lenin sagði, að Sovétskipulagið væri æðsta form lýðræðisins og þar að auki byrj- unarstigið að lýðræðinu í sinni sósialistisku mynd. Ákvarðanir VII. Sovétþingsins voru drjúgt spor í þessa átt, sem hægt var að stiga einmitt vegna hins gagngerða sigurs sósíalismans yfir hugum fjöldans. Takmarkið, hið stéttlausa þjóðfélag, nálg- ast óðfluga. Að lokum talar Manuilski um áhrif þau, sem sigur sósialisinans í Sovétrikjunum mun liafa og hefir nú þegar á afstöðu verkalýðs og millistétta um allan heim. Milljónir manna i auðvaldslönd- unum eru að týna trúnni á eilífð auðvaldsskipu- lagsins, er þær horfa á sigurför sósialismans. Fleiri og fleiri eru að komast að raun um, að þarna er leiðin út úr ógöngunum. Yfirstétt auðvaldsland- anna er hvarvetna að missa taumhaldið á verka- lýðnum, sem nýbygging sósíalismans vekur til vit- undar um hlutverk sitt og mátt. Verkalýður alls heimsins sér hinn aukna mátt Sovétríkjanna, og það styrkir trú hans á sinn eigin mátt. Þessi ein- ing milli hins sigrandi sósíalisma og frelsisbar- áttu verkalýðsins í rikjum auðvaldsins tryggir framtíðarsigur sósíalismans um allan heim. Styrk- ur og glæsilegur árangur Sovétríkjanna er ekki séreign rússnesku þjóðarinnar, heldur sameign hinna vínnandi og kúguðu stétta allra landa, án tillits til kvnþátta, tungu eða trúarjátningar. Þess vegna lita hinir undirokuðu allra landa á Sovétríkin sem sitt sanna föðurland. Kínverska byltingin. Eftir Hendrik J. S. Ottósson. Eins og áður er getið, hafði myndazt innlend borgarastétt, sem aðallega studdist við verzlun og framleiðslu, síðustu áratugi 19. aldarinnar. Eftir aldamótin reis upp iðnaður á vestræna vísu, en mestur hluti lians var í höndum erlendra kapi- talista, cn þó liöfðu kinverskir stóreignamenn nokkur ítök í honum. Þessir innlendu kapitalist- ar, sem að vísu vildu nota verkalýð og bændur til að reka burtu erlenda keppinauta sína, urðu nú hræddir um öryggi sitt, er þeir sáu framgang Kuomintang. Þeir réru því öllum árum að því að hola kommúnistum burtu úr flokknum. Þeir bund- ust samtökum við Tjang-Kai-Sjek um að flæma þá burtu og berja niður alla verkalýðshreyfingu. Snemma sumars 1927 lét Tjang handtaka ýmsa lielztu foringja verkalýðsins, og alll árið voru kom- múnistar og verkalýðssinnar brytjaðir niður, eink- um þó í Sjanghai, — en þar var miðstöð verk- lýðshreyfingarinar. Rússneskir ráðunautar Kuo- mintang-flokksins voru ofsóttir og hraktir úr stöð- um sínum, enda þótt þeir hefðu átt drjúgan þátt í sigri flokksins, „diplomatisku“ sambandi við So- vét-lýðveldin slitið og rússneskir þegnar myrtir. Kuomintang hafði lofað bændunum skiptingu jarðeigna og öðrum fríðindum, en stóreignamenn þeir, sem nú komust til valda, samhliða kapitalist- um og bankaeigendum, hindruðu efndir þessa. Bændur þóttust illa sviknir og liófu uppreisnir viðs- vegar um landið. Verkalýðurinn, sem sá, að þessir nýju kúgarar voru engu betri en hinir erlendu, revndi einnig að hefjast lianda, t. d. í Kanton í desemher 1927. Enda þótt verkamenn héldu völd- um aðeins skamma hríð, var þó „Kanton-kommún- an“ glæsilegur vottur um byltingarhug og frelsis- viðleitni verkalýðsins. Blóðsúthellingar þær, sem Kuomintang og foringi hans, Tjang-Kai-Sjek, efndu til, eru með slíkuin fádæmum, að vart er trúandi. Um 2(M).0(K) verkamenn voru teknir af lífi, þar af um 25.ÍMK) kommúnistar. Þrátt fyrir öll þessi hermdarverk heppnaðist Kuo- mintang þó ekki að brjóta á bak aftur frelsis- hreyfingu bænda, og vorið 1928 tókst uppreisnar- mönnum úti á landi, undir forystu kommúnist- anna, að ná fótfestu í nokkrum fylkjum í Suður- og Mið-Kína. Héldu þeir uppi hernaði á móti stjórnarhernum og varð vel ágengt. Það varð þeini til hjálpar, að allur landslýður var löngu þreyttur 4

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.