Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 10

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 10
[Sovétvinurinn] og frelsi — og sósialistiskri samhyggju. Þar fer hið nýja fólk, hér vex það upp, hróast. Hið fullkomna öryggi um framtíðina mótar ef til vill æskulýð Sovétlýðveldanna meir en flest annað. Öryggisleysið grípur um kverkar æskulýðsins i auð- valdsheiminum og svæfir og kæfir getu hans og eldmóð. Sovétæskulýðurinn fær að beita kröftum sínum óhindrað og þekkir ekki atvinnuleysið og það kapphlaup um stöður, sem því fylgir né þann kvíða og þau ólieilindi i annara garð, sem stöðukeppnin hefir í för með sér. Hæfnin, iðnin, viljakrafturinn ráða öllu um lífsstarf og framför unga fólksins í landi sem hefir varpað af sér okinu, sem er að sliga menningu auðvaldsheimsins. Þar sem fram fara skapandi störf; þar sem byggð er upp ný menning á nýjum grunni, með aðstoð hins bezta frá eldra tíma- bili, þar er þörf fyrir æskuna, þar þarf ekki að gera starfið að kvaðavinnu eða æskumennina að slátur- fénaði í annari heimsálfu. — Þar er kallað á krafta unga fólksins. 1. sept. fagnar frjáls æska alþjóða æskulýðsdegin- um í böfuðborg Sovétlýðveldanna. Hún fagnar sigri feðranna á því böli, sem hún þekkir ekki nema af afspurn, en sem þjakar og heftir æskulýð auðvalds- iandanna. Hún fagnar sínu eigin frelsi en er þó jafn- framt ljóst hlutverk sitt í frelsisbaráttu allrar æsku vcraídar. Hún sýnir með lífi sínu, lífskjörum sínum, árangri viðleitni sinnar og starfs síns, hvað frjáls æska í frjálsu landi getur áorkað.Hún er sósialistisk æska í sósialistisku landi, það er blysið, sem hún bregður á loft framundan iiinni kúguðu æsku kapí- lalistiskra landa. Æskulýður Sovétlýðvcldanna gefur æskulýð auð- valdslandanna nýjar vonir - og nýjar skyldur, því að sá sem eygir lífvæni nýrra lifsvona þúsundanna og hefst ekki að, bregðst skyldum sínum. Alþjóða æskulýðsdagurinn er sameiginlegur baráttudagur æskunnar fyrir sínum eigin lífsskilyrðum. í sjötta hluta heims hefir sigur náðzt í þeirri baráttu. Fimm sjöttu hlutar eru eftir. Þar ríkir vonleysið og oft ómarkviss barátta og leit. Mistökin opna augun, kapítalisminn og kúgunin grafa sér sjálf gröf. Æskan vill frá þeim leik ganga og til nýs og yngra lífs. En er til nokkurs.... Atvinnuleysi, kvaðavinna, lokun skóla, bóka- hrennur: Þýzkaland. Atvinnuleysi, hernaðarbrjálæði, menningarhrun, múgslátrun: Ítalía. Atvinn uleysi, úrræðaleysi, vonleysi, getuleysi, menntunarleysi: Auðvaldsheimurinn í heild. Er til nokkurs að vera ungur í auðvaldsríki? Jú, vegna .... Lærdómsríkt dæmi um óskir æskulýösins. 1. sept., alþjóðaæskulýðsdaginn, var mikið um dýrðir í Moskva, höfuðborg verklýðsrikisins, þar sem æskan á landið, framtíðina, tækifærin og tækn- ina. Æskulýðurinn í Sovétrikjunum er hamingju- samur. Hann þarf ekki að jarða óskir sínar og ætlan- ii í örbirgð atvinnuleysis. Hann þarf ekki að beygja bak undir ok áþjánar og fasisma, hann er djarfasti, frjálsasti og athafnamesti æskulýður heimsins. Sovétríkið er eina ríkið i heiminum, sem getur veitt æskunni óskorið athafnafrelsi. Af hverju? Vegna þess, að ríkisvald auðvaldslanda þarf að hafa taum- bald á æskunni, til þess að hún verði ekki ríkinu hættuleg. Með hverju hættuleg? Með því nýja lífi, sem óspillt æska og ókiiguð jafnan býr yfir. En það nýja líf, það nýja, sínýja frjómagn er sál Sovét- skipuiagsins. Sovétmenningin byggir tilveru sína á nýju lífi, nýju fólki — og skapar nýtt fólk. Æsku- lýður Sovétlýðveldanna er að verða æ meir frábrugð- inn æskulýð hinna þrautpíndu, kapítalistisku landa. Ahugaefni og sálfar æskunnar i þessum tveim heim- um söniu jarðar bera ljósan vott hins mikla mis- munar þcirra. Gott dæmi — og um leið átakanlegt — þessa mis- munar fer hér á eftir. Er það tekið úr frásögn og lýs- ing frá síðasta alþjóðaæskulýðsdeginum í Moskva. Fyrir skemmstu var sýnd viðsvegar um heim ný kvikmynd „Hinn ósýnilegi“ (tekin eftir sögu H. G. Wells). Hún var sýnd hæði í Póllandi og í Rússlandi. Pólskum kennara datt þá í hug að láta öll skölabörn i Wilna svara sömu spurningunni: „Hvað myndi eg gera, ef eg gæti orðið ósýnilegur?“ Þess var vand- lega gætt, að bvergi kæmi í ljós nafn hvers einstaks svaranda, eða annað, sem gæti hent til, hver hann væri, svo að það gæti engin áhrif baft á svör barn- anna. Svörin voru átakanleg. Allmörgum skólabörnum þótti girnilegast að nota tækifærið og hnupla kökum Stórkostlegustu atvinnuframkvæmdir mannkyns- sögunnar, sífjölgun skóla og endurbætur uppeldis- mála, aukning bókaútgáfu og blaða, frelsi, festa og samheldni í starfi, öryggi um afkomu, nýsköpun, orka, blómgun lista og vísinda, nýtt fólk: Sovétlýð- veldin. Það er til einhvers að vera ungur í sósialistisku riki! Og þess vegna er ekki mcð öllu vonlaust nú ungu fólki í auðvaldsríki. 10

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.