Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 9

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 9
[Sovétvinurinn ] Skólabörn í Moskva. Eins og sést á svip þeirra, eru þau að glima við erfitt verkefni, sem þau reyna mörg í félagi að finna lausn á. miðstéttar-æskulýðsins, sem hinn svokallaði „lýð- ræðis“ kapitalismi trakaði á? — Hlægilegt! Og þýzki fasisminn gaf ekki æskunni landið, fram- fíðina og völdin. Hann gerði atvinnu að ahnennri- starfsskyldu æskunnar „i þágu föðurlandsins“.fe Landshjálpin! Æskulýður bæjanna (þ. e. a. s. ör-| eigaæskulýður bæjanna) í skylduvinnu í þjónustu einhvers auðjötunsins eða stórbóndans, sem gjarnan gat þegið ódýran eð ókevpis vinnukraft „i þágu föðurlandsins“. Svona eignaðist þýzka æskan föðurlandið!! Sá, sem neitaði þessum skylduflutningi, fékk þá að sjá um sig sjálfur, atvinnulaus og styrklaus. Þannig liefir tekizt að svifta um IV2 millj. æsku- manna einföldustu lífsskilyrðum. Atvinnuleysingjar i viðbót, sem þó hvergi — sökurn óþekktar — eru skráðir á atvinnuleysisskýrslur, ásamt þjáninga- bræðrum sínum, sem „föðurlandið“ fann ekki rúm fyrir hjá hinum hjartagóðu jarðeigendum og auð- mönnum! —- Svona fékk þýzka æskan að byggja framtíð sína!! Og ítalski fasiminn hefir ekki önnur ráð með æskuua þar í landi, en koma henni af sér, eins og einhverjum vandræðum, sem steðja að heima fyrir. Þúsundir æskumanna sendir austur til Afríku, til þess að farast þar úr sjúkdómum eða falla fyrir vopnum abessiniskra æskumanna, sem eiga hendur sínar að verja — eða fella bá. Til hvers er að vera ungur i fasistaríki? Eru þá æskulýðnum öll sund lokuð? Er ekkert fram undan nema hrun? villimennska, kúgun, myrkur? Er með öllu útilokað, að fá að neyta krafta sinna í þágu skapandi lifs, vöxturinn fordæmdur, þroskinn hlekking og ekki til neins að vera ungur lengur — nema til þess að verða sláturdýr eða arð- ránsfyrirlæki ? Tuttugasti og fyrsti alþjóðlegi æskulýðsdagurinn í íiMoskva 1. sept. 1935! Lifi baráttudagur verklýðs- læsku allra landa gegn fasisma og striði fyrir friði og sósialisina! Höfuðborgargötu Sovétlýðveldanna berg- málar fótatak æskulýðsins, sem er að streyma til skól- anna að nýju. Og hvað beið verklýðsæskunnar „á þessum erfiðu tímum“? Sjötíu og tvær — 72 — nýj- ar skólabyggingar reistar á tæpum fjórum — 4 mánuðum í Moskva einni! Æskulýðurinn boðinn vel- kominn heim frá livildardvöl sumarleyfisins, boðinn velkominn til nýs skólaárs, boðinn velkominn, ekki með algengu orðagjálfri, heldur með nýjum skólum, með fullkomnasta útbúnaði, og nýrri skólaskipan, sein eykur kröfur til námshópsins um leið og honum eru fengin betri námsskilyrði! Þessi æskulýður er endurfæðingarvon mannkyns- ins og menningarinnar. Það eru þá ekki öll sund lokuð æskunni. Það er þá til land, þar sem rúm er fyrir æskulýðinn, ríki, þar sem æskulýðurinn fær öll skilvrði til þess að njóta orku sinnar og innsæis í þágu lifandi sköpunar. Þar sem æskulýðurinn á landið og framtiðina. Það var ekki þjökuð, kúguð og úrræðalaus æska, sem hélt 1. sept — alþjóða æskulýðsdaginn — hátið- legan í Sovétlýðveldunum. Það var hamingjusöm æska, sem ekki þekkir þröngsýni afvegaleiddrar föðurlandsástar, heldur vex upp í öfgalausri alþjóða- hyggju, hatri á villimennsku fasismans, ást á friði 9

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.