Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 8

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 8
[Sovélvinurinn] oíslaájfiwJwt L Soité£}iílýuwtm, Til livcrs er að vcra ungur í auðvaldsríki? Atvinnuleysi og æska — hrópleg mótsögn, að æskulýðurinn skuli þekkja böl atvinnuleysis. Upp- cldisfræðin segir: látið börnin fyrst og fremst bafa nóg fyrir stafni. Og góður nútímaskóli reynir af frcmsta megni að blýða þeirri meginreglu. En börn- in yfirgefa skólann og þroskaárin byrja. Ungir menn og ungar stúlkur leita sér verkefna. Boðorð uppeldis- fræðinnar gildir enn: Látið æskulýðinn um fram allt bafa eittbvað fyrir stafni. Iieftið ekki athafnir lians, gefið ungu fólki lækifærin, svigrúm til at- bafna. En nú er þjóðfélaginu að mæta og æskulýður- inn verður beinlínis eða óbeinlínis að spyrja ríkið „silt“: Hvar kemst eg fyrir með mína bæfni og minn starfsvilja? Hvar get eg æft krafta mina, þroskast? Og þá kemur mótsögnin hróplega, sem knýr fram spurninguna, til hvers sé að vera ungur: Þjóðfélagið hefir ekki rúm fyrir unga fólkið, ekki þörf fyrir slarfsorku þess. Það eru vondir tímar núna, það er atvinnuleysi. Það batnar vonandi bráð- um, viljið þið ekki vera róleg á meðan, góðir liálsar, það er svo dýrðlegt að vera ungur og njóta lífsins. En góðu tímunum seinkar, vonleysi alþýðunnar vex, afkomuörðugleikarnir þyngjast og æskulýður er af mörgu ríkari en biðlund. Og brátt verður stað- reyndin auðsæ og auðfundin ungu fólki, sem þarf og vill vinna, en hefir fæðst af alþýðufólki: Það er enga vinnu að fá, það „borgar sig“ ekki að láta Eftir Eirík Magnússon, kennara okkur vinna, það er ekki til neins að vera ungur í auðvaldsríki og vera undirstéttarbarn, miklu sárs- aukaminna að fæðast gamall, orkurýr, viljasnauður. En þetta er ofmikið rof á lögmálum lífsins til þess að hefna sín ekki á lögmálsrofunum: auðvaldsskipu- laginu. Útskúfaður og fjötraður æskulýður biður ekki „rólegur á meðan“. Æskulýðnum skilst, að ríkið „hans“ sé óvinur bans og að það sé auðvalds- riki og að þess vegna sé það einmitt slíkur óvinur, sem það er. Og æskulýðurinn heimtar svigrúm, betra skipu- lag. Hann lælur ekki góðfúslega loka sig inni frá lifi og leik. Hann getur ekki sætt sig lengi við staðnað og úrræðalaust skipulag, sem neitar um lífsskilyrði, að ekki sé minnzt á góð lífsskilyrði. — Hvað skal þá? Fasisminn — æskan!! Jú það stóð ekki svo litið til! Hvað sögðu ekki þýzku nazistarnir við æsku- lýðinn: Vinnið ykkar eigið land! Byggið sjálf og tryggið ykkar eigin framtíð! Þið verðið að taka vöíd- in i ykkar eigin hendur! Þetta lætur ekki illa í eyrum. Þetta eru sjálfar óskir æskunnar. Góður maður Hitler að styðja æsk- una svona vel!!! — En svo kom að efndum fallegu orðanna. Hvernig gat siðasta og siðlausasta skeið kapitalismans uppfyllt þær líl'sóskir undirstéttar- og 2. allsherjar íþróttamót verklýðs- félaga Sovétríkjanna var haldið í Moskva 30. júlí í sumar á íþrótta- vellinum „Dynamo". í sambandi við mótið voru mikil hátíðahöld, og stóð jjað til 6. ágiist. 3500 manns tóku þátt i mótinu. — Myndin er tekin af áhorfendasviðinu, þegar íþróttamennirnir ganga inn á völl- inn. — 8

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.