Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 3

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 3
[Sovétvinurinn] Sigur sósíalisraans. Eftir átján sumur gróandi vaxtar er nú hægt að segja með fullkomnu öryggi: Sósíalisminn iief- ir sigrað i Sovétríkjunum! Þetta er liið sanna fagnaðarerindi, sem boðað er öllum þjóðum, fagnaðarerindi sósíalismans. Sósí- alisminn er ekki lengur spámannlegur draumur um fjarlæga framtíð, heldur veruleiki í hraðfara sköpun, lifandi staðreynd tugmilljóna þjóðar. Þessi sannleikur er snilldarlega fram settur í ræðu þeirri um nj'byggingu sósíalismans í Sovét- ríkjunum og hinn óviðjafnanlega árangur undan- farinna átján ára, sem Manuilski, þjóðfulltrúi Sov- étríkjanna, hélt á VII. heimsþingi III. Alþjóðasam- handsins í Moskva. Manuilski byrjar með því að lýsa fortíðinni, tím- um keisarastjórnarinnar: „Á Rússlandi var verka- lýðurinn arðrændari, réttlausari og kúgaðri, ltænda- stéttin snauðari og undirokaðri en annars staðar í Evrópu. Rússland var land farsótta, úrkynjunar, drykkjuskapar og barnadauða, land menningar- leysis, hjátrúar og fákunnáttu, land trúarlegs of- stækis, þjóðernishaturs og Gyðingaofsókna, þar sem Armeníumenn og Tatarar voru murkaðir nið- ur af hermönnum stjórnarinnar og minnihluta- þjóðirnar heittar miskunnarlausri kúgun.“ Aðeins átján ár skilja á milli nútíðarinnar og þessarar hræðilegu fortiðar, og af þeim fóru tiu i það að endurreisa framleiðslutæki þau, sem striðið og gagnbyltingin höfðu lagt i auðn. Fyrir átta árum var því starfi lokið, og framleiðslan hafði náð sama stigi og 1913. Nú gat hin raun- verulega nýbygging sósíalismans hafizt. Þá var um tvær leiðir að velja: Annaðhvorl að hverfa aftur í tímann, til endurreisnar auð- valdsþjóðfélagsins, eða stíga sporið fram til sósíal- ismans. I mjög harðri haráttu við Trotzki, Sinov- jeff og áhangendur þeirra, sem trúðu ekki á sig- ur sósíalismans í einstöku landi og óttuðust hinn uiikla hraða iðnaðarnýbyggingarinnar, sigraði stefna Stalins, byggð á kenningum Lenins. Reynslan hefir nú sýnt, að það var rétt stefna, sum tekin var, að sósíalisminn getur staðizl i ein- stöku landi, umkringdu af auðvaldsríkjum, að liin braðrekna bylting fyrstu fimmára áætlunarinnar 1 iðnaði og landbúnaði var skilyrði fyrir þvi, að Eftir Bjöpxi Franzson. verkalýðsríkið gæti eflzt svo á skömmum tíma, að það væri færl um að standast árásir utan að. Stórkostlega örðugleika varð að sigra, áður en sköpuð yrði nútíma stóriðja, sem kæmist til jafns við og færi fram úr iðnaðarlöndunum fyrir vest- an. Með fyrstu fimmára áætluninni var ráðizt i framkvæmd þessa hlutverks. Nú er svo komið, að Sovétríkin eru, að því er iðnaðarframleiðslu snertir, komin fram úr ötlum löndum Evrópu, og það meira að segja, þó að ekki sé miðað við fram- leiðslu þessara landa á liinum síðustu krepputím- um, heldur framleiðslu þeirra 1929, meðan hún var mest. Randaríkin eru eina landið, sem enn standa Sovétríkjunum framar i þessu efni. Sovét- ríkin eiga nú 40.000 stóriðjustöðvar og 300.000 smærri verksmiðjur. Eftir að hafa lýst eldmóði verkalýðsins og bænda- stéttarinnar, sem ruddu úr vegi öllum örðugleik- um, framkvæmdu fyrstu fimmára áætlunina á fjór- um árum og eru nú vel á vegi um framkvæmd þeirrar næstu, fer Manuilski að tala um efnaleg- an hag fjöldans og lýðræði öreiganna. Hann minnist á hið nýja kjörorð Stalins um að nú sé tími til kominn að beina aðalathyglinni að manninum, eftir að hinn vélræni grundvöllur hefir verið lagður. „Hér eftir getum við gert mann- inn, i öllum sínum mikilleik, að miðdc])Ii allra okkar áætlana. Maðurinn er ekki, eins og fasism- inn staðhæfir, skarn á lióla veraldarsögunnar, hann er ekki viðskeyli auðvaldsvélarinnar, sem á að skapa fámennum hópi mannfélagsómaga þægilega tilveru í hóglifi og munaði. Maðurinn er sinnar eigin gæfu og sögu smiður. Hið stórfenglega tak- mark sósíalismans cr einmitt maðurinn sjálfur.“ Efnaleg og menningarleg lífsskilyrði liins vinn- andi fjölda hafa þegar tekið stórfelldum breyting- um til batnaðar, eins og sjá má t. d. á því, að síðan 1928 hefir tala verkamanna og starfsfólks í Sovétríkjunum tvöfaldazt, en heildarupphæð greiddra vinnulauna hefir fimmfaldazt. Samtíinis hefir launaupphæðin fallið um allt að helmingi 3

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.