Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 13
[Sovétvinurinn]
Sjötti sagði (eldri kona, ekkja, sem vinnur við barna-
hæli) : „Eg spara mér fyrir pianói.“
Þannig voru svörin, sem blaðamaðurinn fékk. Enginn
sparaði af ótta við kreppu, enginn til þess að kaupa í
„braski“ eða öðruvísi eignir annara rnanna, en allir spör-
uðu bara til þess að fegra líf sitt og auka þægindi.
Hér er einnig rétt að geta um aðra orsök þess, að menn
spara sarnan nokkra peninga í Sovétríkjunum. Það eru
innanríkislánin.
Þau eru tvenns konar.
Onnur tegund þessara lána er lík þeim, sem eru al-
gengust í auðvaldslöndunum, Jiannig, að menn rita sig
fyrir láninu, og þeim eru greiddir ákveðnir vextir af því.
Og svo eru lánin „dregin út“ eftir vissum reglum og
greidd að fullu með nafnverði.
Hin tegundin eru hin svo nefndu verðlaunalán; þá er
tvisvar til þrisvar á ári dregin út eins konar verðlauna-
bréf, og greitt fyrir þau allt að 10.000 rúblur. Þessa pen-
inga er heldur ekki hægt að nota á annan hátt en áður
er um getið.
Það hefir verið reynt víða í auðvaldsfrásögnum, að koma
því inn hjá fólki, að þessi lán væru þvingunarlán, og
stjórnin skipaði mönnum að leggja fram fé til þeirra.
Þetta er ekki rétt; þar á engin þvingun sér stað eða laga-
boð. En þvi skal ekki neitað, að þegar þörf er á slíkum
lánum, er „agiterað" mjög fyrir þeim, og áfrýjað til fólks-
ins, að það sé heiðursmál, að leggja fram fé til hinna nyt-
sömustu fyrirtækja sósíalismans.
Fólk er jafn frjálst í þvi að taka hluti í slíkum lánum
í Sovétríkjunum, eins og við að kaupa hluti í Happdrætti
Háskólans. Munurinn er sá, að sú ppphæð, sem eg hefi
skrifað mig fyrir í láninu, er dregin af kaupi mínu við
fvrirtækið, sem eg vinn við, eftir vissum reglum, því féð
verður að koma inn, svo hægt sé áð Standa við áætlan-
irnar. Ef eg t. d. skrifa mig fyrir 1000 rúblum, þá er upp-
hæðin greidd smátt og smátt mánaðarlega. Á þennan hátt
hefir lánið liagfelldar verkanir. Fyrst og fremst eru lagð-
ir fram peningar lil almennra fyrirtækja og menningar
fyrir þjóðina, og svo í öðru lagi er ríkið eins og spari-
baukur fyrir fólkið, þar sem það borgar ekki nema svo
lítið í einu af launum sínum, að það verður varla vart
við það. —
Þá er það spurningin um rentuna. í auðvaldslöndunum
er það ein aðalhugsun manna, að eiga svo mikið fjár-
magn, að rentan ein geti haldið eigandanum uppi um tíma
og eilífð. Kapitalistarnir segja því: „Rússar greiða háa
vexti af peningum, þeir geta þvi orðið auðinenn.“ En
þeir góðu herrar hugsa grunnt og skilja illa, eins og þeir
gera sig oft seka í, og einnig í þessu efni.
Vextirnir i Sovétríkjunuin eru meira sem verðlaunaform
og hvatning, en lind til auðsöfnunar. Flf maður t. d. legg-
ur fram 100 rúblur í ríkislán, verður viðkomandi að greiða
það inn með 10 rúblum á mánuði. Vextirnir eru því sem
þóknun fyrir að leggja peninga fram til fyrirtækisins fljótt
og vel, á meðan þörf er á aö fá peninga inn til uppbygg-
ingarinnar á þennan hátt. Menn geta aldrei orðið „kapi-
talistar“ með þessu lagi!
En nú skulum við gera ráð fyrir því, að einhver verka-
maður ætti 10 ríkislánsbréf og væri svo heppinn, að ein-
mitt hans bréf væru „dregin út“ og hann fengi 10.000
rúblna verðlaun fyrir hvert, þ. e. 100.000 rúblur; þá gæti
hann samt sem áður ekki orðið „kapitalisti“. Ef hann legði
Peningana inn í bankann og fengi 5%, það væru 5000
rúblur á ári, myndi hann ef til vill hugsa sem svo, að nú
væri hann nógu ríkur, til þess að lifa á peningarentun-
um. — En hvað skeður þá? Hann missir öll réttindi sin
sem sovétborgari á vinnustaðnum, og kemur til að falla
undir allt önnur lög i Sovétrikjunum. Hann fær ekki að
kaupa nauðsynjar sínar í samvinnuverzlununum, en verð-
ur að greiða miklu hærra verð fyrir þær á öðrum mark-
aði. Hann fellur undir háskattakerfi ríkisins, ef hann
greiddi t. d. áður 60 rúblur á mánuði i skatt, þá yrði
hann nú að greiða 3000 rúblur. Slíkur maður myndi bráð-
lega sannfærast um það, að ekki borgaði sig að vera
fyrir utan sosialis'tiska þjóðfélagið. Hann myndi, sem
skiljanlegt er, fremur kjósa að vinna sem frjáls maður
með félögum sínutn, með öllum þeim réttindum og hlunn-
indutn, sem verkamenn njóta, og ráða yfir sínum vinnu-
laanum, en að vera skoðaður sem sníltjudýr á þjóðar-
búinu, af þvi að hann lifði á rentu og ynni ekki. Hann
myndi bráðlega komast að raun um, að slík skipti borg-
uðu sig ekki, hvorki andlega né efnalega.
Nei, lang iiklegast er, að engin hætta sé fyrir hendi
í Sovétrikjunum, að þar séu að myndast „kapitalistar",
eins og í auðvaldslöndunum; hvorki í gegn um banka-
inneignir manna eða rentutekjur af ríkislánum. Það fyrir-
komulag peningamála, sem Rússar hafa nú, er þess eðlis,
að gera peninga það, sem þeir eiga í raun og véru að
vera: Skiptimynt. Peningarentan ein í Sovétrikjunum
getur ekki skapað „kapitalista“, þar sem engar eignir er
hægt að kaupa fyrir rentuna. Enda er liklegt, að henni
verði smásaman breytt eða hún verði afnumin, eftir þvi
sem ríki sósíalismans fullmyndast.
Spariskildingarnir og ríkislánin hjálpa til þess, áð rnenn
geti eignazt ýntsa hluti til fullkomnunar lífinu. Fjöldi
ntanna notar skildinga sina til ferðalaga; þeir, sem búa
suðurfrá, ferðast norður að sjá „hina björtu nótt“ og
þeir, sent búa við „norður hvel“ ferðast til „sólheitra
suðrænna landa“. Það er nú hægt að draga saman í tvær
setningar höfuðkjarna þessarar greinar. Spurningin var:
Hvort menn gætu ekki orðið „kapitalistar“ í Sovétríkj-
ununi? Og svarið verður að vera neitandi; í 1. lagi af
því, að einkaeignarétturinn er afnuminn, og í 2. lagi af
því, að það borgar sig ekki að lifa fyrir utan þjóðfé-
lagið á starfi annara manna.
Peningar hafa því annað gildi í Sovétríkjunufn1 en á
Vesturlöndum. Þeir verða handhægt „tæki“ til þess áð
dreifa verðmætunum milli þegna ríkisins, og ekki til
annars hæfir. En hver veit, nema þeir tímar kotni seinna
meir, að þeir verði einnig óþarfir til þessa.
Hár. S. Éoröd.