Sovétvinurinn - 01.01.1937, Qupperneq 5
[Sovétríkin 20 ára]
Friðarmálin og fólkið.
„Bara að friðurinn héldist! Þá myndi ég geta
verið rólegur og notið lífsins eins og frjáls
maður.“
Brotið land, hls. 113.
I bókinni „Brotið land“ eftir Maurice Hindus,
sem út kom á íslenzku fyrir nokkrum árum, í þýð-
ingu Yilmundar Jónssonar landlæknis, segir höf.
frá þvi meðal annars, er liann eftir margra ára
fjarveru kom aftur heim i sveitina sína i afskekktu
héraði á Rússlandi. Þetta gerist á eftir stjórnar-
hyltingunni og eftir það, að sovjetin hafa tekið
við stjórn landsins. Lítill kafli í þessari ágætu hók
hefir fest sig svo í vitund minni, að hann rifjast
upp fyrir mér aftur og aftur, með krafti þess sem
lifir, af því að það er satt. En vitanlega gefa lika
athurðir þeir, sem alltaf eru að gerast í heiminum,
tilefni til þess, að þessi minning helzt við.
Þessi kafli, sem ég á við, er viðtal höfundarins
við frænda sinn, rússneskan hónda, sem leitar
hans í næturkyrrðinni, þegar aðrir sofa, til þess
að spyrja hann um álit hans á því, livort Rúss-
land muni fá að vera í friði fyrir árásarstriði ann-
ara þjóða. Fram af mæddum vörum lians hrýzl
setningin, sem ég hefi valið fyrir inngangsorð að
þessari smágrein: „Rara að friðurinn héldist!“
Síðan lieldur liann áfram og talar i nafni rúss-
nesku bændanna, rússneska fólksins um skelfing-
ar ófriðarins, sem alltaf ganga fyrst og fremst úl
yfir fólkið, út yfir alþýðuna, og hann spyr: „Fyrir
livað er hægt að ásaka okkur? Fyrir livað er hægt
að ásaka Hönnu mína, eða mig eða litlu dreng-
ina okkar, éða hændurna, þeirra Hönnur og þeirra
börn? Því þegar Pólverjarnir koma, þá eru það
við, Hönnur okkar og litlu hörnin okkar, sem þeir
misþyrma.“
Svona liefir það verið, er það og verður það,
það er alltaf alþýðunni, fólkinu, sem blæðir i
styrjöldunum, fyrst og fremst.. Það er alþýðan,
sem fyrst verður hungursneyðinni að hráð, alþýð-
an, sem vcrður að sitja heima og þola ógnir styrj-
aldanna, þegar aðall _ og auðmenn yfirgefa hið
sökkvandi skip og flýja landið. Jafnvel alþýða
þeirra landa, sem sigra, hefir venjulega ekki ann-
Eftir AÐALBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR
að upp úr styrjöldunum en það, að sjá á hak sín-
um hraustustu sonum og verður að þola hungur
og allskonar liarðrétti, til þess að halda hernað-
inum við. Hin gullnu loforð um auð og velsæld,
sem ávöxt styrj aldanna, uppfyllast aldrei, að því
er alþýðuna snertir, það er ekki einu sinni að neinu
ráði séð um þá menn, sem farlama verða í hern-
aðinum.
Frá mínu sjónarmiði er það því svo, að hin ein-
asta von um varanlegan lieimsfrið hyggist á al-
heimssamtökum alþýðunnar. Alþýða allra landa er
líka þegar byrjuð að sjá það, að verkamaðurinn
og bóndinn ver hezt sitt eigið lieiinili, með því að
taka höndum saman við verkamenn og hændur
annarra landa, í stað þess að lierja á þá og leggja
þeirra heimili i rústir. Hvers vegna skyldu verka-
menn og bændur óska eftir liernaði? Hvers vegna
skyldu þeir vilja yfirgefa friðsamlegt starf til þess
að drepa og vera drepnir? Það eru hvort sem er
æfinlega þeir, sem sendir eru forsendingar þessar.
Ég var í París í sumar og sá þar heimssýning-
una. Einhverir liafa ef lil vill vonað, að hún yrði
til þess að draga þjóðirnar saman og tryggja frið-
inn í heiminum. Ekki hefi ég neina trú á, að svo
verði, en eitt sá ég þar þó, sem nú eftir á hefir
i huga mínum mótazt sem táknmynd möguleikans
fyrir heimsfriði. Það var líkneskið mikla, sem gnæf-
ir á burst rússneska sýningarskálans. Likneskið
sjálft er fullkomið listaverk, hver lína er fullkom-
in fegurð, að manni finnst. Á kvöldin gat ég stað-
ið tímunum saman og horft á það hera við dökk-
an næturliimininn; risavaxinn verkamaður og kona
með stvrkleik og ákveðinn tilgang meitlað í hverja
línu. Þá var sem mér fyndist þau reiðubúin að
leggja út í baráttuna, að leggja undir sig alla jörð-
ina, ekki með sverði og stáli, heldur með þeim frið-
samlegu starfstækjum, sem þau héldu í höndunum.
Og ég sagði við sjálfa mig: Ef draumurinn um
heimsfrið á nokkurn tíma að rætast, þá hljóta það
að verða samtök alþýðunnar, verkamannsins og
bóndans um allan heim, sem bera hann fram til
sigurs.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.