Sovétvinurinn - 01.01.1937, Page 12
[Sovétríkin 20 ára].
Rússneski flugleiðangurinn, sem leitar heimskautsfarans Levanevskis. Á myndinni sést líka flugvélin „N-209“,
sem notuð er við leitina. Rriðji maður frá hægri er stjórnandi flugvélarinnar A. D. Alexejev.
Leitin ad
Levanevsky.
Einn af fremstu fluggörpum Sovétríkjanna, Sig-
ismund Levanevsky, hóf 12. ágúst s.l. för sína frá
Moskva, og var ferðinni heitið yfir Norðurheims-
skautið til Bandaríkjanna. Flugferð þessi átti að
verða hámark þetta ár i tilraunum Sovétstjórnar-
innar um flug á norðurvegum, og hafði allt geng-
ið að óskum fram að þessu. Áður höfðu prófessor
Schmidt og félagar hans reist aðsetur á Norður-
pólnurn, og Chkalov og Gromov og áhafnir þeirra
höfðu lokið flugi vfir lieimskautið án viðkomu.
Nú fóru þeir Levanevskv og menn hans á þyngri
flugvél og þurftu að koma við á leiðinni sökum
eldsneytis. Ætlunin var að auka við þekkingu þá
á skilyrðum norðurhjarans, sem fyrirrennarar
þeirra höfðu þegar aflað. En 13. ágúst sendn þeir
frá sér skeyti um vélabilun, ein vélin vann illa, og
þeir voru staddir skammt frá heimskautinu Ame-
ríku megin.
Seinna náðust skeyti í Rússlandi, en dauf og ó-
greinileg og gáfu ekkert til kynna um hag flug-
mannanna. En þau bentu allótvirætt á, að óhætt
myndi að vona að þeir væru enn í lifenda tölu.
Rökin voru í stuttu máli þessi: í fvrsta lagi reynd-
ist það þvi nær óyggjandi, að skeytin væru frá
Levanevsky, á það benti m. a. öldulengd skevta-
sendinganna, hvenær þau voru send og sum orð-
in, sem náðust. Allt stóð þetta heima við leyni-
legar ákvarðanir, sem Levanevsky gekk frá áður
en hann fór. í öðru lagi virtist harla líklegt, þar
eð skeytin voru svo dauf og slitrótt, að þau væru
send með rafhlöðuafli, sem aftur benti til þess, að
sendendur væru staddir á (ísnum, er þau voru
send, og þá auðvitað komizt klakklaust af úr lend-
ingunni. Og i þriðja lagi gefur daufleiki skevtanna
til kvnna, að Hkindi séu til þess að rafhlöðurnar
séu nú gengnar til þurrðar, og sé því þögn flug-
mannanna eðlileg, þó að þeir séu enn heilir á húfi.
Veðurfar á norðurleiðum og ástand íssins var
hvorutveggja um þetta leyti svo illt og óhagstætt,
sem verða má á þessum slóðum og um þetta leyti,
að því er menn þekkja til. En þrátt fyrir það eru
þeir, sem bezt þekkja til, vongóðir um, að hann
og félagar hans séu enn lifandi — og her þrennt
til: 1 Levanevsky var margreyndur í ferðum og
störfum á norðurvegum og var mjög gætinn og
skýr maður; þvi er rétt að geta þess til, að hann
hafi með fyrirhyggju leitað lendingar, jafnskjótt
sem vélabilunar varð vart, en ekki treyst á nauð-
12