Sovétvinurinn - 01.01.1937, Síða 19
[Sovétríkin 20 ára]
RÉTTARFAR OG AFBROT I SOVÉTRÍKJUNUM.
Frh. af hls. 2.
Auk þeirra dómstóla, er taldir voru, eru ýmsir
sérdómstólar, t. d. sérstakir dómstólar, er rann-
saka afbrotamál harna, dómstólar, er fara með
mál út af brotmn á verksmiðjulöggjöfinni, og hin-
ir svonefndu „félagsdómar", sem menn kjósa sér
á vinnustað, samyrkjubúi eða verkamannabústöð-
um, lil að skera úr öllum smærri þrætum, og ágrein-
ingsmálum, er upp kunna að koma á slíkum stað.
Eru dómar þessir mjög útbreiddir, og gegn um
starfið í þeim hljóta hundruð þúsunda verkamanna
og bænda náin kynni af réttarfari og lögum og
mikla æfingu í dómstörfum.
Ég liefi talið nauðsynlegt að gefa þetta stutta
yfirlit um dómstólana, áður en eg tek fyrir aðal-
efni þessarar greinar, til þess að benda á þá stað-
reynd, að með hinni lifandi þátttöku fjöldans í
dómstörfum er fyrir það girt, að skapazt geti eða
haldizt í Sovétlýðveldunum lagafyrirmæli eða
dómvenjur, sem eru andstæð réttarmeðvitund al-
þýðunnar á hverjum tíma.
Skoðun réttarfræðinga i Sovétríkjunum á þess-
um málum er sú, að löggjöf og dómstólar eigi að
vera lifandi og starfandi tæki í höndum fólksins,
lil uppeldis i félagshyggju og menningarsambúð,
og til öryggis og varnar því nýja mannfélagsskipu-
lagi, sem alþýða Sovétlýðveldanna er að skapa sér.
II.
Sá þáttur Sovétlaganna, sem fjallar um þjóðfé-
lagslegar yfirsjónir, er sennilega eitt merkasta
menningarfyrirbrigði vorra tíma, og alveg tvimæla-
laust viturlegasta og mannúðlegasta „refsilöggjöf",
sem sett hefir verið í nokkru landi.
Á Islandi og í öðrum auðvaldslöndum er þessi
löggjöf mestmegnis upptalning á viðurlögum við
afbrotum á móti hagsmunum yfirstéttanna, og refsi-
rétturinn byggist enn að mestu á þeirri aldagömlu
reginfirru, að andsvar hins opinbera við vfirtroðsl-
um laga eigi að vera refsing, endurgjald illra verka,
ákveðið böl eða þjáning, eins konar makleg mála-
gjöld — í stuttu máli: hefnd. Shr. hugtökin: hegn-
ing, refsiréttur, hegningarhús, hegningarvinna o.
s. frv. — Uað er ekki vandséð ættarmótið með slik-
um ráðstöfunum og hlóðhefndinni gömlu eða hoð-
orðinu: „auga fvrir auga, tönn fyrir tönn“. — Lög-
in og fræðimennirnir gera heint og öbeint ráð fvrir
sérstakri manntegund: „glæpamanninum“, sem
eigandi laganna, auðmannastéttin, á i heilögu stríði
við. Það lætur að líkum, að fátt er í slíkri löggjöi
talið til glæpa, annað en það, sem rekst á hinn
heilaga eignarrétt auðstéttanna eða önnur vfirráo
þeirra. Hinsvegar eru flestar tegundir arðráns með
öllu refsilausar, þótt þær steypi miklum fjölda
manna i fátækt og bágindi. Hegningarlögin í auð-
valdslöndunum eru, i augum auðvaldsheimspek-
inga, nokkurskonar verðlisti, þar sem „glæpamað-
urinn“ getur sannfært sig um livað „glæpurinn“
„kostar", og hvort „viðskiptin“ muni „borga sig“.
I sem stytztu máli: Refsilöggjöf og „vísindi“ okk-
ar og annara auðvaldslanda eru, jirátt fyrir smá-
vægilegt endurbótakák, gegnsýrð af rangsnúnum
og villimannlegum hugsunarhætti, sem ætti að vera
grafinn og gleymdur fyrir mörgum öldum, í félagi
siðaðra manna.
Sovétlýðveldin liafa algerlega sagt sig úr lögum
við slíka heimspeki. Löggjöf þeirra um þessi efni
hefir þann eina tilgang, að ala þjóðfélagsborgar-
ana upp í frjálsri samhúð og félagshvggju, og
vernda verklýðsrikið fyrir árásum og tjóni. Þær
ráðstafanir, sem ríkið gerir gegn afbrotamönnum
eru því jafnan þjóðfélagslegar öryggisráðstafanir,
en aldrei refsing eða persónubundin hefnd. Orðið
refsing er aldrei nefnt á nafn í öllum lögunum,
sem viðurlag við afbroti.
Ráðstafanir Sovétlaganna gagnvart afhrota-
mönnum miða fyrst og fremst í þá átt, að útrýma
orsökum til afhrota, með þvi að byg'gja, upp þjóð-
félag, þar sem liver maður getur notið liæfileika
sinna til fulls í þjóðnýtu starfi. En hafi einhver
framið tiltekið afhrot, þá grípur hið opinbera til
einhverra þeirra varúðarráðstafana, sem taldar
eru nægja, til að afstýra frekari hættu. 6. grein
laganna er þannig: „Hinar þjóðfélagslegu öryggis-
ráðstafanir eiga að liafa þann tilgang:
a. að afstýra brotum yfirleitt;
b. að hindra þá, sem framið hafa hættulegar
samfélagsyfirsjónir, i því, að fremja fleiri;
c. að uppala þá, sem framið liafa yfirsjónir, í
frjálsri sambúð við hið vinnandi fólk.
Hinar þjóðfélagslegu öryggisráðstafanir megal
aldrei hafa þann tilgang að vera líkamleg þjáning
eða særa tilfinningar mannsins, og því síður endur-
gjakl eða refsing.“
I þessari grein eru lögfestar þær skoðanir, sem
hinir víðsýnustu og frjálslyndustu vísindamenn
liafa barizt fyrir með sorglega litlum árangri í
auðvaldslöndunum.
Um stefnu Sovétríkjanna í afhrotamálum segir
dómsmálafulltrúinn Krylenko: „Dómstóll verka-
lýðsins verndar ríkið og einstaklingana aðeins gegn
athöfnum og mönnum, sem gera samfélaginu tjón
og skaða cða gætu skaðað verklýðsríkið. Athafnir,
sem eru samfélaginu hættulausar, eru með öllu
Frh. á hls. 22.
19