Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 20
[Sovétríkin 20 ára].
Nýjustu fréttir.
Jósep Stalin.
Hinn risastóri isbrjótur Jósep Stalin hljóp af
stokkunum fyrir nokkrum dögum i Leningrad.
Hann á að verða flaggskip i austurhöfum. Nettó
tonn 11 .(XX), 1(K) metra langur, 23,2 breiður og 20
metra djúpur. Hefir 9 katla og 3350 hestöfl, geng-
ur 15% milu. Skipið er eins sterklega byggt og
nokkur kostur er á. Kolarúm er fyrir 4000 smálest-
ir, og vatnsgeymir stærri en áður þekkjast, fyrir
langar ferðir i íshafinu. Hefir útbúnað til að létta
sig og þyngja eftir þörfum. Dælurnar afkasta um
1500 smálestum á klukkustund. Öll rannsóknar og
skipstjórnartæki eru af nýjustu og fullkomnustu
gerð. Meðferðis hefir hann stóra sjóflugvél og tvær
minni flugvélar. Hann liefir einnar kilówatts stutt-
bylgju-útvarpsstöð, sem nær hvert hann vill um
íshafið og lil Moskva, ennfremur 2 kílówatta lang-
hylgjustöð í þjónustu veðurfræðinnar. Skipið er
liið fullkomnasta í „civilflota" Sovétrússlands.
Iþróttamótið í Kiev.
Til staðar voru 40 þús. áhorfendur og fjöldi
Sovét-rússneskra meta sett. Ennfremur var sett
heimsmet í kringlukasti. Zoja Sinizkaja setti heims-
met með kringlu 74.23 metr. (hægri liendi 43.13
metr.). Heimsmetið var 67.82 og sett af Pólverj-
anum Zeisik.
Nýjustu tölur um kornupp-
skeru o. fl. í Sovétríkjunum.
Opinberar skýrslur frá land-
búnaðarráðuneytinu segja þetta
um jarðargróðann í ár í Sovét-
rikjunum: I kornframleiðslu
hefir verið sett met. Meðalupj)-
skera af liektara liefir orðið 70
pud (rúml. 16 kg.) eða sama
sem 1150 kg.
Afrakstur korns á ríkisbú-
um og samyrkjubúum hefir
orðið í ár meira en 7 milljarð-
ar puda, eða um 120 millj. smá-
lesta! — Ef nú uppskerunni er
jafnað á hvern verkamann
þessara búa, þá koma um 90
pud, eða 1440 kilogr. á mann,
en fyrir stríð 1914 ekki nema
22 pud eða 352 kg. á mann.
Sykurframleiðslan hefir orð-
ið y3 meiri en i fvrra; uppsker-
an í ár verður um 960.000 smá-
lestir, fram yfir árið 1936.
Jarðeplauppskeran hefir auk-
ist um 59% samanborið við
1936, eða um 100.000 smálestir.
Bómullar- og linframleiðsla
fór langt fram úr áætlun. —
Framleiðsla þessa árs færir
samyrkjubændunum — á
bvern virkan dag — helmingi
meira korn og helmingi meiri
peninga en 1936.
H. N.
20