Alþýðublaðið - 28.02.1965, Qupperneq 2
Kltstjórar: Gylfi Grönflal (áb.) og Beneöikt Gröndal. — KitstjómarfuU-
«rul : Eiður Guönason. — simar: 149UU-14S03 — Auglj'slngasiml: 14906.
Utgetandi: Albýðuflokkurinn
AOsetur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiaja Alþýðu-
tolaðslns. — Askriftargjald kr. 60.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
MEIRA FÉ TIL VERKA-
MANNABÚSTAÐA
EIN AF hugsjónum jafnaðarmanna er á þá
lund að ríki og sveitarfélögum beri að tryggja
öllu landsfólki sómasamlegt húsnæði. Af þessu
leiðir, að gera þarf sérstakar ráðstafanir til aðstoð
ar þeim, sem hafa minnst efni og lægstar tekjur.
Þetta var gert með lögunum um verkamannabú-
staði á sínum tíma.
Þegar þjóðin komst til bjargálna eftir heims-
styrjöldina, hætti mörgum ríkisstjórnum til að
gleyma nauðsyn verkamannabústaða, og smám
saman var lögð minni áherzla á byggingu þeirra.
Lögin urðu úrelt vegna verðbólgu og á tímabilinu
1950—1956 má segja, að verkamannabústaðakerf
ið hafi nær lognazt út af.
Alþýðuflokkurinn lagði á það megináherzlu
í núverandi stjórnarsamstarfi, að verkamannabú-
staðakerfið yrði endurlífgað. Voru lögin um þær
byggingav endurskoðuð og þau sniðin við hjálp fyr
ir þau 10% þjóðarinnar, sem hafa lægstar tekjur.
Síðan var allmiklu fé beint til þessara mála og hóf
ust byggingar verkamannabústaða um land allt.
i Enda þótt mikið átak hafi verið unnið á þessu
sviði, telur Alþýðuflokkurinn brýna nauðsyn bera
til að gera enn betur. Um land allt bíða mörg
hundruð fjölskyldur eftir tækifæri til að eignast
íbúðir innan ramma laganna um verkamannabú-
staði, en fé vantar enn til frekari lána en unnt
hefur verið að veita.
Núverandi ríkisstjórn hefur gert mesta átak,
sem gert hefur verið í húsnæðismálum íslenzku
þjóðarinnar. En því miður hefur ekki tekizt að
hreinsa húsnæðismálin af óhóflegri gróðastarf-
semi, og virðist til dæmis lóðaúthlutun í Reykja-
vík beinlínis vera við það miðuð að hjálpa þeim
aðilum, sem hafa húsnæðisskortinn að féþúfu. Það
er á almanna vitorði, að braskarar græði eitt til tvö
hundruð þúsund á hverri meðalíbúð, sem þeir
koma upp og selja hálfgerða. Engin tilraun virðist
gerð af bæjaryfirvöldum til að stöðva þessa sví-
virðu. Jafnframt því sem íbúðaverð er skrúfað
upp, meðal annars vegna þessarar okurstarfsemi,
hækkar leiga íbúða, svo að meðalfjölskylda kemst
varla í húsaskjól fyrir minna en 5—7 000 krónur á
mánuði.
Þegar ástand húsnæðismálanna er svona, þrátt
fyrir stórátök ríkisins, er nauðsynlegra en nokkru
sinni að beina meira fé til verkamannabústaða, sem
leysa þörf hinna tekjuminnstu.
m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm^^^^mmmmmmmmmmmmmm
Kúlup ennar
skrifa betur — endast lengur.
Skrifar um
leið og odd-
urinn snertir
pappírinn.
10 000 METRAR
Það er furðulegt en þó satt að blekhylkið
1 BALLOGRAF - Epoca pennunum endist
til að draga rétta línu sem er tíu kílómetra
löng og alltaf er þessi langa lína hrein og skýr.
Tilkynníng
Samkvæmt samningum milli Vörubílstjórafélags ins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveitendasam-
band íslands og samningum annarra sambands félaga verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá
og með 1. marz 1965 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér segir:
Dv. Ev. Nætur og hdv
Fyrir 2Vz tonna vörubifreiðar pr. klst. kr. 122,60 141,70 160,90
Fyrir 2V2 — 3 tonna hlassþ. pr. klst. kr- 137,00 156,20 175,30
Fyrir 3 — 3i4 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 151,50 170,70 189,80
Fyrir ZV2 — 4 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 164,70 183,80 203,oq
Fyrir 4 — 4V£ tonna lilassþ. pr. klst. kr. 176.80 195,90 215,10
Fyrir 4>/2 — 5 tonna hfassþ. pr. klst. kr. 186,50 205,60 224,70
Fyrir 5 — Wz tonna hlassþ. pr. klst. kr. 194,80 214.00 233,10
Fyrir ðVá — 6 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 203,30 222,50 241,60
Fyrir 6 — 6V2 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 210,50 229,70 248,80
Fyrir 6V2 — 7 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 217,80 236,90 256,00
Fyrir 7 — V/2 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 225,00 244,20 263,30
Fyrir IV2 — 8 tonna hlassþ. pr. klst. kr. 232,30 251,40 270,50
Landssamband vöruhifreiðastjóra.
2 28. febrúar 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ