Alþýðublaðið - 28.02.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1965, Blaðsíða 3
MWWWW«WWWMWMtlMWWMIWWWWHIWWWMWWW>%M»WWWW»W%WWWWWWWMWWWWWW>WWMMWj Á bókamarkað KAÐ var þröng á þingi í Lista- r mannaskálanum á föstudag þar sem bóksalar opnuðu árleg- an bókamarkað sinn. Þeir hafa ekki útsölu hver fyrir sig eins og aðrir kaupmenn heldur fara allir saman undir einn hatt. Nema Helgafell sem hefur eig- in bókamarkað á Veghúsastígn um og auglýsir í kapp við þenn an. Bókamarkaðir hafa orðið fá- skrúðugri ár frá ári og líklega fágæt kjarakaup þar núoröið; þó er aldrei svo að ekki beri eitthvað skemmtilegt fyrir augu. En núverandi markaður virtist við fljótlega yfirsýn með allra fátæklegasta móti. Skáld- sögudeildin er líklega fyrii’- ferðarmest á markaðnum, all- margar bækur íslenzkar og mikill söfnuður þýddur; dálít- ið af ljóðum og smásögum; mikið af allskonar þjóðlegum fróðleik; ferðasögur; barna- bækur. En fátt er þarna um hina heldri höfunda og íslenzk bókagerð ekki upp á marga fiska ef markaðurinn væri réttmætt sýnishorn hennar. Að mestu leyti eru það sömu gömlu kunningjarnir sem koma þarna saman ár eftir ár, dálítið lasnari og lúðari kann- ski en í fyrra. Eigulegar eldri bækur á bókamarkaði týna töl- unni ár frá ári án þess aðrar komi í staðinn; lítið kemur þar af nýlegum bókum sem nýtileg- ar séu. Það væri haganiegt af bóksölum að koma einhverri fastri skipan á útsijlur sínar, þannig að bók sem ekki gengi upp á einhverjum tilteknum tíma kæmi þá á útsölu og með verulega hiðursettu verði. Á þessum markaði virtist verð- lagning oft í óbilgjarnasta lagi, ýmsar bækur með óbreyttu verði, óverulegur afsláttur af öðrum. Sú tíð er bersýnilega liðin gð hægt sé að fá sér á bókamarkaði einhverja veru- lega lesningu gegn óverulegu gjaldi. Samt var mikið verzlað í Listamannaskálanum og þótt- ust víst ýmsir fara út með góð- an feng. Og svo verður eflaust. Sjálfur varð ég fyrir þeirrl reynslu að hver pési sem ég tók til mín kostaði 16 krónur, og skipti þá engu hvers háttar hann var, nýlegur eða gamall. Og ekki er það mikið fé. RLA er von að fornbóksöl- um líki vel þessi samkeppni í Listamannaskálanum, sízt þeim sem bjóða sömu vöru við sama verði og jafnvel vægara. Líklega gætu mestöll viðskipti á bókamarkaðnum farið fram í ' fornbókaverzlunum. Hér er oft talað um að bækur séu dýrar, og bókaverð fer hækkandi eins og annað; því hlýtur að mega reka blómlega verzlun með not- aðar bækur. En til að vel sé þarf fombókaverzlun rúmgott húsnæði, til geymslu og til að sýna vöru sína, og viðskiptavin- urinn til að skoða bækurnar og hug sinn. Ekki ætti gjafasiður- inn, sem hér stuðlar að mikilli bókagerð, að draga úr. En flest- ir fornbóksalar dúsa í þröng- um kytrum og höndla með fá- gæti við safnara, fúkkaða reyf- ara við aðra. Bóksali sagði mér að það væri óvænlegur atvinnuvegur að selja bækur. Ef þetta á að ganga bjarglega, sagði hann, verður eigandinn að vinna sjálfur og leggja nótt við dag; hann má ekki hafa meira um- leikis en bráðnauðsynlegt er, húsnæði eða bókakost. Stærri verzlanir en þetta eru allar á heljarþröm, sagði hann. Ekki væri á að lítast ef þetta reynd- ist rétt; en stórar og myndar- EFTIR ÓLAF JÓNSSON legar bókaverzlanir í bænum mæla reyndar gegn þessari kenningu með einni saman til- vist sinni. Rétt rekin bókaverzl- un er menningarstofnun í hverju þjóðfélagi sem nauð- syn er að fái að njóta sín. Áskriftarsölur bókafélagann^ hér eru háskalegar ef þær venja fólk af því að nota sér bókaverzlanir; það er einn galli þeirra söluaðferðar þó að hún gefist vel og njóti vin- sælda. Hins vegar er bókaverzl- un líklega meira vandaverk en flest önnur, og stendur sízt á sama hvernig hún er rekin. Óvistlegar, illa birgar bóka- verzlanir með ónógri þjónustu eru ákaflega gagnslítið fyrir- tæki og fátæktarblettur á vel- gengnisþjóðfélagi. INNFLUTNINGUR erlendra * bóka er eitthvert mik- vægasta verkefni bókaverzl unar. Hver sómakær bóka búð hefur erlenda deild — þó að ekki sé nema fyrir dönsku blöðin og vasareyfara. En enn eru þær búðir heldur fágætar, sem hafa jafnaðarlega á að skipa fjölbreyttum erlendum bókmenntakosti og tímaritum öðrum en skemmtiblöðum. Eru þær tvær, kannski þrjár í Reykjavík? Sjálfsagt er það kostnaðar- og áhættusamt að kaupa inn mikinn bókakost þar sem viðskipti eru takmörkuð og söluvonir brigðular; hins vegar er það nauðsynleg og ómissandi þjónusta eigi bóka- verzlun að gegna menningar- legu hlutverki sínu. En erlent bókaval í búðunum hér virð- ist oft furðulega handahófs- kennt, eins og pantað sé beint út í bláinn. Og eftir því sjald- gæft að bókabúð sérhæfi si? á einhverju tilteknu svlði, hafi á boðstólum tilteknar tegundir bóka eða bókmennta, fylgist með nýjungum. Þvílíkar verzl- anir eiga hins vegar vís við- skipti og vinsældir; vel rekin erlend bókadeild er eins og gluggi út til umheimsins. Það er eitt dæmi þessarar fá- tæktar hversu lítið er um Norð urlandabókmenntir í verzlun- um hér, xiema þá helzt norskar bækur. Þannig var verðlauna- bók Olof Lagercrantz um Dante hvergi að hafa hér á dögunum þegar verðlaunin voru veitt — og er kannski ekki enn. Erlendar bækur eru sem kunnugt er fluttar inn toll- frjálst; efni til bókagerðar sæt- ir hins vegar allháum tolli. Að vonum hefur þetta mai'gsinnis verið gagnrýnt, þótt fyrir lítið komi; ætti þó að vera sjálfsagt mál að hlífa innlendri bókagerð við tollpíningu, mismuna ekki Framhald á 10 síðu. Spinash Asparagus Sour Pickles Mixed Pickles Sweet Pickles Relish Grean Peas Mixed Vegetable Salad Dressing Sandwich Spread Mayonnese Horseradish Sweet Onions Peanut Butter K* ctnfforf niiiroc Barnavinnaif .verður að minnlca HVERGI í siðmenntuðum lönd- um munu börn vera látin vinna eins mikið og hér á íslandi. Kveð ur svo rammt að þessu, að er- lenda gesti rekur í rogastanz, er þeir koma í frystihús eða ganga um bryggjur hér á landi, og sjá börn vinna störf, sem þeim væri harðbannað að koma nærri í öðr- um löndum. Þessir atvinnuhættir hafa leitt til margra og sorglegra slysa, svo sem þegar drengir innan við fermingu hafa beðið bana við uppskipun úr skipum. Þá er sem þjóðin blygðist sín skamma stund og blöðin skrifa fagrar hugvekjur — en svo fellur allt í sama farveg á ný. Ýmsar skýringar eru á hinni miklu barnavinnu á íslandi. Skammt er frá þeim tímum fá- tæktar, þegar brýn þörf var á hverri krónu, sem barn gat unn- ið fyrir. Þá var mikið af störf- um hinna yngstu úti, við hey- vinnu, fiskbreiðslu eða annað slikt. Nú á dögum er minna um fjárhagslega þörf, en meira um erfið og hættuleg störf. Skortur á vinnuafli freistar þó til þess, að lengra er gengið í barnavinnu en svo efnuð þjóð má fara. Takmarkanir á vinnu barna hafa verið í lögum um barna- vernd, en lítið um þær sinnt. Nú eru þessi lög til endurskoðunar verksmiðjuhúsa í þessu tilliti. Nú verður bætt við banni við því, að yngri börn en 15 ára stundi uppskipunarvinnu og byggingavinnu, og verður að vona, að þessum ákvæðum verði betur fylgt í framtíðinni. en hingað til. Þá leggur menntamálanefnd Benedikt Gröndal skrifar um helgina og hefur menntamálanefnd neðri deildar gert við þau breytinga- tillögur, sem stefna í rétta átt á þessu sviði. í mörg ár hefur það vex’ið bannað í lögum, að yngri börn en 15 ára værl tekin til vinnu í „verksmiðjum”. Verður að telja frystihús og annan fiskiðnað til til, að sett verði ákvæði um há- marksvinnutíma barna. Er vart hægt að fara fram á minna, þeg- ar börn eru látin vinna margs konar störf, sem jafnaldrar þeirra fengju aldrei að snerta á í öðrum löndum, en að vinnu- tíminn sé takmarkaður. Er lagt til að liámarksvinnutími barna innan 14 ára aldurs verði hálf áratala aldurs þeirra (t. d. 5 tím- ar fyrir 10 ára barn), en í 8 eða 10 tíma vinnu komi tveir flokkar barna á móti einum fulloi’ðnum. Þá verði hámarksvinnutími 14- 16 ára barna 8 stundir án undan- tekningar. Loks er tillaga þess efnis, að stefnt verði að útilok- un þess, að börn vinni með skóla námi, en læknar munu yfirleitt telja námið nógu mikið álag á flest ungmenni. Æskilegast væri að setja séi'- staka löggjöf um vinnuvernd barna. Meðan það er ekki gert, telur menntamálanefnd neðri deildar rétt að herða á ákvæð- um barnaverndarlaganna. í þess- um efnum þarf að verða hugar- barsbreyting og nútíma skilning ur verður að komast að. Að sjálfsögðu er hollt fyrir börn og unglinga að stunda vinnu sem er við þeirra hæfi. En menn- ingarþjóð getur ekki gengið eins langt í þessum efnum og hér er gert. Apple Jelly Coctail Sherries Cocktail Sauce Tomato Sauce Chili Sauce H. P. Sauce Barbegue Sauce Tomato Purre ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. febrúar 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.