Alþýðublaðið - 02.03.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 02.03.1965, Side 4
Sjáfcmg h.f. vantar strax flakara og pökkunarstúlkur í frystihúsið. Ennfremur flatningsmenn og fólk í skreiðaryinnu. Fólkið flutt að og frá vinnustað. Sjótang h.f. Sími 24980 og 20380. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur óskar cftir að komast í samband við heimili í Reykja- vík eða utan Reykjavíkur, sem vilja taka börn til dval- ar eða fóstur um lengri eða skemmri tíma. Nánar'. upplýsingar á skrifsofu barnaverndarnefndar Traðarkotssundi 6, Reykjavík, sími 15063. Framkvæmdastjórastarf Á komandi vori verður ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu. Væntanlegir umsækjendur sendi umsóknir sínar til stjórnar Hrafnistu ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf fyrir lok marz-mánaðar. Stjórnin. HÖFUM TIL SÖLU Verzlunar- og veitingabifreið, með kaffitækjum, frysti- kistum íssölutækjum, pylsuafgreiðslutækjum, vatns- kerfi fyrir kalt og heitt vatn og hillur fyrir söluvarn- ing. Bifreiðfh er t. d. hentug á síldarsöltunarstöðvum. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Eignaréttur Framhald af 3. síðu Jóhann Hafstein vék nokkrum orðum a)B stóriðjumálunum og þá einkum hugsanlegri alúminíum verksmiðju, og .sagði hann að um «lík mál mundu gerðir sérsamning ar, sem Alþingi hlyti að fjalla sérstaklega um. Eysteinn Jónsson (F) gagnrýndi <að ekki skyldi hér um leið hafa verið fjallað um réttindj útlend- inga til atvinnufceksturs hér á landi og taldi jafnframt að setja : hefði átt ákvæði um hlutafélögin þannig að 60-80% hlutafjár yrði að vera í eigu íslenzkra aðila. Þórarinn Þórarinsson (F) taldi nauðsyn bera til að ,sett yrðu lög, 1 -stm bönnuðu útlendingum með öllu að eiga eða reka hér á landi fiskvinnslustöðvar. Einar Olgeirsson (K) lagði á- herzlu á 'að breyta bæri gildandi lögum um þessi efni- Benti hann á að jarðir hér á landi ættu eft ir að stiga mjög í verði á næstu árum, og bæri því að stemma stigu við því að útlendingar gætu keypt upp jarðir hér. á landi. Málinu var að því búnu vísað til 2. umræðu og nefndar. Merkjasala Frb. af 16. sfðu. lagsins. Þau munii einnig bjóða til sölu sérstakár lyklakippur, með snortum rauðum krossi. Merkin kosta 10 kr., lyklakippumar 25. Rauði krossinn treystir því 'að borg arbúar taki vel á móti bðrnunum, og þeir er búa í stórhýsum og hafa dyrasíma, eru vinsamlega beðnir að greiða götu þeirra, svo að þau komist inn. Frá rithöfunda- samb. islands Reykjavík, 18. feb. 1965. AF marggefnu tilefni og vegna stöðugs misskilnings um félags samtök rithöfunda vill stjórn Rit höfundasambands íslands vekja athygli á því, að sambandið er heildarsamtök íslenzkra rithöf- unda og Rithöfundafélag íslends Er Rithöfundasambandið mál- svari beggja félaganna út á við og annast sameiginlega málefni rithöfunda. Sambandið hefur skrifstofu á Klapparstíg 26, og er hún opin daglega kl. 3-5.30 e.h. Starfsmað ur sambandsins er Kristinn Ö. Guðmundsson hdl- Veitir hann allar upplýsingar um félagssam tökin, fyrir rithöfunda varðandi réttindamál þeirra og skyld efni. Er rithöfundum frjálst að snúa sér til skrifstofunnar, ef þeim er einhver vandi á höndum, sem þeir télja, að hún geti leyst úr. F.U.J. Klúbbfundur í kvöld.með Guð jóni B. Baldvinssyni ritara verka lýðsmálanefndar Alþýðuflokksins félögum er bent á að hann hefst kl. 9 stundvíslega. S-VÍETNAM Framh. af bls. 3. haldi í dag þremur leiðtongum búddahreyfingar, sem krefst vopna hlés í Suður-Vietnam. Þ.remenn- ingarnir voru handteknir eftir mótmælaðgerðir í gær. Hreyfingin er undir forystu búddamunksins Thich Quang Lien, sem hlaut menntun sína í Vale- háskóla í Bandaríkjunum. Hann sagði í dag, að þeir þrímenning- arnir hefðu ekki verið handteknir þar eð þeir væru í samtökum hans heldur þar eð þeir væru fé lagar í svokallaðri Sjálfsákvörðun árréttarfylkingu. Þessi hreyfing krefst einnig vopnahlés og lögreglan segir að hún sé kommúnistísk. Lien Sagði, að helztu leiðtogar búddatrúarmanna gætu sætt sig við friðarhreyfingu hans, en enn hefði hún ekki fengið opinberan stuðning. Hann kvaðst ræða við forsætisráðherrann um tillögu sína um, að styrjöldinni verði hætt og landið sameinað Norður-Víet- nam. Hann.kvaðst fús til að verða milligöngumaður stjórnanna í Sai gon og Hanoi, ef á það yrði falllzt. Hreyfing Liens vill að hermenn kommúnista og bandarískir her- menn fari frá Suður-V etnam og Rússar og Kínverjar fari frá Norð ur-Víetnam. Lesið Alþýðubiaðið Áskriffasíminn er 14900 Ekkert gjald hefur verið tekið fyrir slíka þjónustu. Sími skrif- stofunar er 13190. Stjórn Rithöfundasambands- íslands skipa nú: Stefán Júlíus- son formaður, Kristján Bender varaformaður, Indriði Indriðason ritari, Sigfús Daðason gjaldkeri og Ingólfur Kristjánsson með- stjórnandi. Varamenn eru: Matt hías Jóhannesson og Jón úr Vör- Barnavernd Framhald. af 16. siðu. tillögum nefndarinnar, en af þeim er þessar helztar: Lagt er til að hafa megi sam- eiginlegar barnaverndamefndir þar sem sveitarfélög eru lítil. Fellt er burt aldurshámark, sem gilt hefur um þá sem mættu starfa í barnaverndarnefndum. Lagt er til að barnaverndarráð verði hér eftir skipað af ráðherra án til- nefningar. Samkvæmt tillögu kennarasam- takanna er lagt til að komið verði á fót sérstofnunum fyrir börn sem ýmissa hluta vegna eiga ekki sam leið með jafnöldrum sínum. Á- kvæði um að samið skuli um með lag með börnum, sem barnavernd arnefndir ráðstafa skuli fellt nið ur, en í stað þess komi fastákveð in upphæð miðuð við barnalífeyri eins og hann er á hverjum tíma Þá eru í tillögum nefndarinnar ákvæði um liámarksvinnutíma- barna, en Benedikt benti á að um þetta efni þyrfti sérstaka löggjöf, ef vel ætti að vera. Breyting yrði smátt og smátt að eiga sér stað á barnavinnunni, og yrði hún að kom ast á skref fyrir skref. Sett eru ákvæði á þá lund um hámarks- vinnutíma barna yngri en 14 ára, að hann skuli vera helmingur af áratölu þeirra, en hámarksvinnu- tími unglinga 14—16 ára skull vera 8 stundir án undantekninga. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að börnum verði bannað að vinna við uppskipun og byggingarvinnu. Nefndin leggur til, að reglur um útivist barna verði samræmdar, og bætt er inn í ákvæði um að Ríkia útvarpið skuli bera ábyrgð á efnl þeirra kvikmyuda, sem sjónvarpað kann að verða. Ingvar Gíslason (F) kvaðst harma, að ekki skyldi að finna 1 tillögum nefndarinnar ákvæði um að kvikmyndaeftirlit skyldi einnig ná til sjónvarpsins í Keflavík. Benedikt Gröndal (A) kvaðst vera þeirrar skoðunar að ákvæðt um mál er vörðuðu varnarliðið ættu að vera í varnarsamningnum en ekki drehfð í íslenzkri löggjöf. Lúðvík Jósefsson (K) sagði mörg góð ákvæði í breytingartillögum nefndarinnar, en taldi að bæta þyrfti starfaðstöðu barnaverndar- nefnda, ef ákvæði um vinnutíma barna ættu að verða annað en laga bókstafur. Breytingartillögur nefndarinnar voru allar samþykktar og málinu vísað til 3. umræðu. ZORIN Framhald af 3. síðu. nýja Indó-Kína-ráðstefnu. Vinogra dov hafði afhent de Gaulle tillög una er þeir ræddust við á þriðju daginn og að sögn Peyrefitte upp lýsingaráðherra kvaðst forsetinn hlynntur sameiginlegum aðgerð- um landanna til að koma á friðl í Indó-Kína. Talið er, að franska svarinu sé í aðalatriðum tekið vel i sovézku tillöguna. * BILLINN Bent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 4 2. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.