Alþýðublaðið - 21.03.1965, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.03.1965, Síða 3
UM MENNTUN LÆKNA í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ ÞEIR læknar sem útskrifuðust um og eftir 1920 voru þá í eng- um vafa um að þeir hefðu aflað sér ágætrar þekkingar og þeir . væru fullkomlega færir um að inna störf sín af hendi, meðan þeim entist starfsaldur, að fræði- grein þeirra mundi taka á kom- andi árum framförum; vísinda- menn mundu uppgötva óþekkta sjúkdóma og grafast fyrir um or- sakir annarra þekktra sjúk- dóma. Þess vegna ályktuðu þeir, að meðferð á meinunum mundi líka breytast með tíð og tíma. En þeir héldu að þeir gætu fylgzt með þessum framförum; framfar- irnar, uppgötvanirnar yrðu að- eins rökrétt framhald af því sem áður var kunnugt. Þá óraði ekki fyfir, að þær yrðu fullkomin nýj-' Hjá sálfræðingi. ung, bylting, sem þyrfti að kynna sér rækilega og taka sér góðan tíma þar til. Ekkert væri eins barnalegt og hugsa á þennan máta í dag. Vita- skuld gat enginn læknir á þess- um tíma haft innsýn í þá öru þróun, seni síðar varð í grein þeirra; þróunin var ör og í dag er hún enn örari. Við hugsum sjaldnast um það, að meðhöndlun einhvers sjúkdóms í dag er ár- angur af áratuga rannsóknum á eðli hans og þeim áhrifum, sem lyfin hafa á hann. Okkur finnst þetta svo sjálfsagt. Lítum samt á nokkur dæmi. Myglulyfið Pensicilin fann Fleming upp 1928. En það er ekki fyrr en 1943, sem almennt er farið að nota það sem lyf við lungnabólgu og öðrum ban- vænum sjúkdómum. Menn héldu lika áfram að rannsaka áhrif myglulyfjanna á ýmsar bakter- íur og þær rannsóknir hafa í ljós efni, sem eru mjög vlrk í baráttunni gegn ákveðnum baktei-íuhópum. Þetta eru hin svokölluðu antibiotica efni. Og enn eru að finnast ný efni. Árið 1952 var sýnt fram á að efnahópurinn hefði hagstæð áhrif á ákveðna tegund geðsjúkdóma. Þessi upp- götvun gaf vísindamönnum byr undir báða vængi; þeir hófu enn víðtækari rannsóknir á áhrifum efna af sama efnaflokki á sömu geðsjúkdómum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Nú þekkja menn efnaflokk, psykofarmaka, en þessi efni hafa gerbylt með- höndlun ýmissa geðsjúkdóma. Ekki má skilja svo við fram- farirnar í læknavísindum, svo að látið sé undir höfuð leggjast að minnast á gleðilegustu bylting- una innan greinarinnar: tilfærslu líffæra, t. d. nýrna, á milli manna. Á þessu sviði má örugg- lega vænta enn meiri framfara. Allar þessar framfarir eru í sjálfu sér mjög gleðilegur; sér- hver nýjung boðar nú orðið betra heilsufar mannfólksins, og enn fleiri mannslífum verður bjargað úr greip sjúkdómanna. Samt sem áður er ekki hægt að loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd, að framfarirnar bjóða nýjum vanda málum heim. Nýir sjúkdómar finnast og þeir gömlu breyta eðli sínu, svo að fyrri baráttuaðferð- ir gagna ekki. Hvernig stendur svo læknir nú á dögum að vígi gegn hinum öru framförum í fræðigrein sinni? Allir þeir læknar, sem færa sér í nyt nýjungar í vísindum, verða ekki einungis að þekkja lyfið og verkanir þess, heldur og að geta metið hvaða læknisaðferð er sú rétta við hvert einstakt til- felli. Læknar hér áður fyrr gátu skorið úr um þetta af reynslu sinni, en nú á tímum, þegar breytingar eru stöðugt að gerast í vísindunum, getur enginn lækn- ir byggt einungis á sinni eigin reynslu, þegar hann þarf að skera úr um hvaða lyf eða hvaða aðferð sé bezt við þann sjúk- dóm. sem hann er að berjast við. Þeir verða að færa sér í nyt reynslu annari'a, en henni kynn- ast þeir í læknatímaritum eða á fyrirlestrum eða hjá starfs- bræðrum sínum, sem reynt hafa lyfið eða aðferðina. En hvernig hafa þeir tíma til alls þessa? Hafa þeir nokkurn tíma aflögu til þess að afla sér frekari mennt unar? Þessum spurningum má að vissu leyti svara játandi. Þeir Læknanemar í kennslustund. einmitt fólgin í því, að þeir kynnist þessum rannsóknum gjörla. Það eru ekki einungis læknar sem verða að þekkja þessar rann sóknir vel, heldur einnig lækna- stúdentar. Þeir læknar, sem út- skrifast í dag, verða að horfast í augu við þá staðreynd, að stöð- ugra framfara í greininni er að vænta fram undir árið 2000. — Hvað þá verður fundið upp, ja, það veit Þorlákur. Og sé reynt að gera ráð fyrir fræðslu lækna í framtíðinni, er fyrsta skrefið að koma kennslunni í það horf, að hún sé nægilega mikil og góð til þess, að læknirinn geti stöðugt fylgzt með nýjungum í grein sinni án teljandi fyrirhafn ar og aukanáms. Og slíku er að- eins hægt að hrinda í fram- kvæmd með því að auka enn vís- indalega kennslu í greininni og aukinni kennslu í grundvallar- greinum hennar, eins og t.d. efnafræði. Athugun á hæfni líkamans til geimferða. verða að gefa sér tíma til þess að afla sér frekari menntunar og fræðslu um allt það, sem komið hefur fram í grein þeirra og innan læknavísindanna er eins og í öðrum greinum til nokkuð sem heitir framhaldsmenntun (þ. e.a.s. eftir að menn hafa lokið öliu námi) og hún er í því fólg- in, að þeir setjast á .skólabekk um skamma hrið og haldnir eru umræðufundir um þær nýjung- ar, sem fram hafa komið í grein- inni. Nú kynni kannski einhver að halda, að með þessum námskeið- um fengi læknirinn tækifæri til að fylgjast með öllu, sem fram hefði komið og gæti framvegis fylgzt með. En því er ekki þann- ig farið. Venjulega fer mestur tími á þessum námskeiðum í að kynna læknunum það, sem á undan er komið og þó þeir hafi öðlazt staðgóða þekkingu á því efni, er ekki þar með sagt, að þeir geti fylgzt með þvi, sem á eftír kemur. Svo örar eru fram- farimar. Það er alkunna, að allar þær frámfarir, sem orðið hafa í tækjasmíði, em grandvallaðar á rannsóknum í efna- og eðlisfræði. Eins eru nýungar í grundvallaðar á rannsóknum í lyfja- og lífeðlisfræði. Þær rann- sökuð er bygging einstakra rannsóknastofum, þar sem rann sakaðar eru bygging einstakra fruma og vefja og starfsemi þeirra í sýktu og ósýktu ástandi. Það eru þessar rannsóknir sem eru undirstaða læknisfræðinnar; til þeirra má rekja flestar þær nýjungar, sem orðið hafa i grein inni. Ef læknir ætlar sér að kynnast nýjustu aðferðum í grein sinni og nýjustu lyfjum, verður hann að þekkja þær rannsóknir, sem liggja að baki þeim, þá fyrst getur hann metið þær til fulls. Og framhaldsmenntun lækna er Fyrsta skrefið til þess að þetta sé unnt er að leggja aukna á- herzlu á að kenna verðandi kenn Frh. á 10. síðu. Efnarannsóknir. TIZKAN OG KVENSKÖRNIR Á SÍÐUSTU árum hefir skó- fatnaður orðið æ nýtízkulegri og jafnframt hættulegri fyrir heilsuna, að dómi lækna. Á þetta einkum við um kvenmarms skó, en þó einnig um karl- mannaskó. í Þýzkalandi má enn sjá konur á eðlilega breiðum og hælalágum skóm, en í Sviss og Frakklandi kemur það naumast fyrir. Við læknar gerum ókkur jafn vel nú orðið ekki fulla grein fyrir hvernig skór eiga að vera . svo mjög hefir vaninn sljóvgað dómgreind okkar. Hin mjög svo algenga skekkja á stóru tánni (Hallux valgus) er ekki meðfæddur galli. Or sök hennar er langoftast skór- inn, stuttur eða frammjór skór eða skór með háum hælum. Gerð var athugun á fótum 500 kvenna á aldrinum 20 til 80 ára. Af þeim höfðu einar 10 alveg eðlilegar fætur, eða 2%. Langtíðustu gallarnir voru „hall ux valgus", ilsig, „hamartá“ (digtus malleus) og Qíkþorn. Af 200 karlmönnum höfðu 80 eða 40% eðlilega fætur, enda eru karlmannaskór miklum mun betri en kvenmannsskór, og a m. k. hafa þeir ekki háa hæla. En er þá fallegt að ganga á háum hælum? Ég fullyrði, að svo sé aldrei, jafnvel ekki þótt aðeins sé um hálfa hæla að ræða. Þetta getur ekki orkað tvímælis, ef menn bara virða fyrir sér göngulag kvenna með háa hæla. Horfi maður aftan frá á konu á hælaháum skóm, leynir sér ekki hve göngulagið er óstöðugt. Og frá hlið séð kem ur það í ljós, að konan er bog in í hnjáliðunum, bakhlutinn gengur óeðlilega langt aftur en mjóhryggurinn of langt fram. Þá eru það barnaskórnir. Oft ast eru Þeir of litlir, m.a. vegna þess að ekki er skipt nógu oft um skó, eftir því sem barnið vex. Þá er nú farið að framleiða frammjóa barnaskó, og afleiðing in er sú, að hjá 6 til 12 ára börnum sjást nú táskekkjur eins og hjá fullorðnum. Framhald á 10. siðu. ALÞÝÐUBLAÐlti - 21. marz 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.