Alþýðublaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 12
45. árg. - Miðvikudagur 24. marz 1965 — 69. tbl. um skútukaup Reykjavík, 23. marz. - OTJ. GLÆSILEG seg’lskúta, sem nokkrir íslendingar hafa keypt, er væntanleg til Iandsins um mánaðarmótin maí-júní. Eigend sem eru tuttugu og fjór- ir að tölu, mynda siglingaklúbb inn Oðinn, sem stofnaður var fyrir rúmu ári. Alþýðublaðið hafði í dag sam band við Ingimar Sveinbjörns- son, flugstjóra hjá Flugfélag- inu, en hann er formaður klúbbsins. Ingimar tjáði blað- inu, að snekkjan væri fimmtíu fet á lengd, ellefu fet á breidd, og um fimmtán tonn brúttó. Siglutré hennar er sextíu feta hátt og ber þúsund ferfet af seglum. í góðum byr skríður Framh. á 15. síðu. Meðalbrúttótekjur hækkuðu um nær fjóröung 1962-1963 Reykjavík, 23. marz. — EG. NÝÚTKOMIN Hagtíðindi greina #rá því, að hækkun meðalbrúttó- tekna frá 1962 tii 1963 hafi verið «ð meðaltali 23,7%. Er hér miðað við framtaldar tekjur samkvæmt Fagerholm forseti finnska þingsins Helsingfors, 23. marz. (ntb-fnb). Jafnaðarmaðurinn Karl-August Fagerliolm var I dag kjörinn for- seti finnska ríkisþingsins í stað Kauno Kleemola, sem lézt fyrir sköminu. Fagerholm var kjörinn f fyrstu atkvæðagreiðslu og hlaut 155 af 187 greiddum atkvæðum. Með kjöri Fagerholms er á ný tekin upp sú venja, að þingforseti og forsætisráðherra landsins séu ekki úr sama flokki. Þessi regla var brotin eftir að Kleemola, sem var úr Bændaflokknum, varð þing- forseti 1962. skattskrá 1964. í Reykjavík varð liækkunin að meðaltali 23,9%, í kaupstöðum 21,3% og í sýslum 25,3%. Þá er og að finna í Hagtíðiná um töflu yfir meðalbrúttótekjui kvæntra karla 25—66 ára á árinu 1963. Þar reynast læknar og tann- læknar tekjuhæstir að meðaltali með 260 þúsund, og er þar um að ræða 28,7% meðalhækkun frá fyrra ári. Næstir koma yfirmenn á fiskiskipum með 224 þúsund og 8,7% liækkun, svo kennarar og skólastjórar með 197 þúsund og 29,5% hækkun. Lægstar meðal- tekjur hafa lífeyrisþegar og eigna- fólk 88 þúsund krónur og nemur hækkunin hjá þeim 27,5%. Bænd- ur og gróðurhúsaeigendur hafa 118 þúsund króna tekjur að meðaltali og 19,2% hækkun. Ófaglærðir við fiskvinnslu 140 þúsund, hækkun 20,7%. Ófaglærðir við byggingar- störf og aðrar verklegar fram- kvæmdir 138 þúsund og 24,3% hækkun og ófaglærðir við flutn- ingastörf (hafnarverkamenn o. fl.) 153 þúsund og 25,4% hækkun og Frh. á 10. síðu. LOKAÐ fYRIR HORN 06 ILLFÆRT FYRIR LANGANES Reykjavík, 23. marz. — GO. SAMKVÆMT upplýsinguni Gúð- brandar Þorlákssonar, símstöðvar- stjóra á Djúpavík, lónaði ísinn út úr Reykjarfirði í vestanáttinni á föstudaginn, en hann rataði leið sína inn aftur um helgina. Aúð ræma er þó með ströndinni að norðanverðu og autt er undan Gjögri í dag. Þangað er nú fært skipum, en hins vegar er s'glinga- leiðin fyrir Horn lokuð og illfært fyrir Langanes. Vörubirgðirnar, sem áttu að fara á Strandir með Skjaldbreið, liggja enn á Hvamms- tanga. Enginn skortur er á Iífsnauð- synjum, nema kartöflum. Rauðmaganet voru lögð frá Gjögri um helgina, en ekki hefur fengizt kvikindi í þau og er Gjögur þó talinn mikill veiðistaður á rauð maga. Hér er hvasst á NA og kafalds- bylur, en aúð jörð að mestu. Frá lögreglunni í Hafnarfirði Reykjavík, 23. marz, STÚLKA varð fyrir bifreið klukk an 13,10 í dag nálægt stæði Land- leiða við Kársnesbraut. Bifreiðin, sem ók á stúlkuna, var Ijós að lit. Ökumaður bifreiðarinnar er góð- fúslega beðinn að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði og sömuleiðis sjónarvottar, ef ein- hverjir hafa verið. Brautryðjandi í alþjóðasiglingum EINS og kunnugt er, haslaði Hf. Eimskipafélag íslands sér vöU á erlendum flutningamarkaði á árinu 1961, þegar skip félagsins hófu áætlunarferðir milli Banda- ríkja Norður-Ameríku og Evr- ópu. Þetta er í fyrsta sinn í sigl- ingasögunni, að íslenzk skip halda uppi reglubundnum áætlunarsigl- ingtun milli erlendra hafna og því algjör brautryðjendastarf i al- þjóðasiglingum þjóðarinnar. Ferðum skipanna hefur verið hagað þannig, að þau hafa komið við í íslenzkum höfnum í báð- um leiðum, vestur og austur um hafið og flutt vörur að og frá landinu, jafnframt því að anna flutningum frystivara fyrir er- lenda aðila á þeim leiðum, sem að ofan eru nefndar, Þegar í upphafi ávann félagið sér gott orð á erlendum vettvangi og varð frystivöruflutningamagn- ið brátt allmikið, enda þótt það væri nokkuð árstíðabundið og háð' markaðssveiflum. Á tímabil- inu frá því í marz 1961 til Toka síðastliðins árs fluttu skip félags- ins samtals 101.070 tonn af frysti vöru milli erlendra hafna og nema brúttó gjaldeyristekjur af þeim flutningum sem svarar til 162 milljóna íslenzkra króna. Það verður ekki annað sagt, en Framh. á 9. síðu. Pasadena, 23. marz. (ntb-rt). í dag var gerð tilraun til að breyta stefnu tunglflaugarinnar Ranger 9. þannig, að flaugin Iendi nákvæmlcga á áætluðum staff á tunglinu, gígnum Alfonsus. Eitt af skipum Eimskipafélagsins á siglingu við New York.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.