Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 3
FJOilR UR KU KLUX KLAN GRUNAÐIR MORDID Washington, 26. marz. (NTB-REUTER). JOHNSON forseti tilkynnti í Bjónvarpssendingu frá Hvíta hús- inu í dag, að airíkislögreglan FBI hefði handtekið fjóra meðlimi kyn- þáttahatursfélagsins Ku Klux Klan vegna morðsins á hinni hvítu frú Viola Gregg Liuzzo á þjóðvegi einum í Alabama í gærkvöldi. — Johnson, sem aldrei fyrr hefur verið jafn alvarlegur í bragði og bitur á svip, lýsti yfir stríði á hendur Ku Klux Klan og tilkynnti Stjórnarkreppa í V-Þýzkalandi að hann myndi sjá til þess, að reglunni afar árangursríkt starf, Bonn, 26. marz. — (ntb-reuter). Ludwig Erhard kanzlari Vestur- Þýzkalands bað í dag Frjálsa De- mokrata er mynda samsteypu- stjórn með flokki kanzlarans Kristilegum Demokrötum, að til- nefna nýjan dómsmálaráðherra vegna al'sagnar Ewald Bucher dómsmálaráðherra er nýlega hefur Bagt af sér embætti vegna sam- þykktar vestur-þýzka sambands- þingsins um að framlengja fyrn- Ingarfrest á glæpum nazista. — Sagði hann af sér vegna þess að hann og flokkur hans eru þeirrar skoðunar, að lög þessi brjóti í bága við stjórnarskrána. Fréttamenn eru þeirrar skoðun- ar að tilnefning nýs dómsmáíáráð- herra geti ekki leyst stjórnar- kreppu: þessa vegna þess, — að flokkur frjálsra demokrata er all- ur andvígur lögunum af áður- greindri ástæðu. Hins vegar kom- tuvmutHmwmuwmw ast lögin ekki í framkvæmd nema dómsmálaráðherra undirriti þau. Bucher og Mende flokksformað ur frjálsra demokrata ræddu mál þetta við kanzlarann í morgun. Gefið var í skyn í Bónn að þeir félagar hefðu stungið upp á því að staða dómsmálaráðherra yrði látin standa auð fram yfir næstu kosningar, er verða eftir sex mán- uði en kanzlarinn mun hafa svar- að þeim því til að hann gæti ekki verið án dómsmálaráðherra allan þann tíma. Kvöðum Jétt af sovézkum bændum Moskva, 26. marz. (NTB-REUTER). Sovézka stjórnarmálgagn- ið Izvestía, sem er síðdegis- blað, kom ckki út í dag, og er ástæðan talin sú, að blað- ið eigi að bíða til morguns til að geta, samtímis öðrum sovézkum blöðum, birt ein- hverja áríðandi frétt eða yf- irlýsingu. Munu menn helzt vera á því, að skýra eigi frá þeirri tilkynningu Bresjnev á miðstjórnarfundi komm- únistaflokksins, að nú skuli bændum borgað helmingi meira fyrir korn en til þessa og jafnframt skuli dregið enn úr skyldukvöð þeirra um af- liendingu korns til ríkisins. Sagt er, að Bresjnev hafi sagt á miðstjórnarfundinum, að sovézki landbúnaðurinn væri staðnaður og væri eins gott að liorfast beint í augu við þá staðreynd. 1 Dr. Magnús Z. talar á Var$bergsfundi Reykjavík, 26. marz. — Dr. Magnús Z. Sigurðsson hag- fræðingur, heldur erindi á há- degisverðarfundi Varðbergs í Þjóðleikhúskjallaranum á laugar- dag (í dag). í erindinu mun hann meðal annars segja frá persónu- legum kynnum sínum af stjórn- arfari í löndunum austantjalds, en hann var búsettur í Tékkósló- vaktíu í mörg ár og ferðaðist mik ið austantjalds. Dr. Magnús var nýfluttur til Prag 1948, þegar kommúnistar náðu þar völdum, hann var staddur í Búkarest, þegar Stalin lézt og hann sá upphaf júní-uppreisnar- innar í Au-Berlín 1953. Hádegisfundurinn hefst kl. 12,30. lög yrðu sett sem fengju yfirvöld- unum í hcndur fullkomið vald á félagsskap þessum.' Ilann skýrði frá því, að Klan- meimirnir f jórir hefðu verið hand- teknir í bænum Birmingham í Ala bama. Væru þeir grunaðir tun „samsæri til að skerða borgara- rétt hinnar myrtu konu.” Hin 39 ára gamla frú Liuzzo var myrt er hún ók í bíl sínum frá Montgomery til Selma í Alabama á föstudagsnótt. Frúin hafði haft á hendi starfa við flutningamál kröfugöngunnar miklu, er farin hefur verið undanfarna daga und- ir forystu Dr. King frá Selma til Montgomery og er nú nýlokið. Er hún ók bifreið sinni eftir þjóðveg- inum ók annar bíll fram úr og skotið var úr honum á bíl frú- arinnar. Blökkumaður nokkur er með frúnni var.hinn 19 ára gamli Leroy Moton, faldi sig í bilnum er hinum bílnum var snúið við á veginum. Nokkrir menn komu að bií frúarinnar, lýstu inn í hann með vasaljósi og hurfu svo á braut. Segir hann að frúin hafi strax lát- izt af skothríðinni og bíllinn þá farið út af veginum. Frviin var gift og fimm barna móðir. Er Johnson forseti skýrði frá máli þessu í kvöld stóðu þeir við hlið hans, J. Edgar Hoover yfir- maður alríkislögreglunnar og dóms málaráðherrann Nicholas Katzen- bach. Forsetinn þakkaði alríkislög- en hún handtók fjórmenningana síðdegis á föstudag. Yfirlýsing for setans var í rauninni stríðsyfirlýs- ing á hendur Ku Klux Klan. Hann Framh. á 2. síðu. Sígarettum stolið Reykjavík, 26. marz. — ÓTJ. NOKKRUM lengjum af Camel sigarettum var stolið í nótt, í inn- broti, sem framið var í Brauð- húsið við Laugaveg 126. Einskis annars var saknað. MWWMmWMMWWMWMW Stúdentar heimta ,/ýð- ræð/ á Spárti Madrid, 26. marz. (NTB-REUTER). MEIRA en tvö þúsund stád- entar fóru í mótmælagöngu um miðbik Madrid-borgar í dag. Hrópuðu þeir „Ein- ræði nei, lýðræði já!” og „Félagsfrelsi!” Lögreglan notaði gúmmíkylfur til að dreifa þeim og handtók um fjörutíu þeirra. Ganga þessi í dag sýnir, að enn ríkir viss óánægja meðal stúdentanna, þrátt fyr- ir lýðræðislegar úrbætur, er gerðar hafa verið á högum þeirra og stúdentafélaganna upp á síðkastið. UHWUMWHMWHWUMWWUt Loftárásir enn á radarstöðvar Saigon, London og París. 26. marz. (NTB-REUTER). Meira en 40 orrustuþotur frá bandarísku flugvélamóðurskipun- um Hancock og Coral Sea gerðu í dag árásir á f jórar norður-vietnain ískar radarstöðvar. Ein þessara stöðva er aðeins 80 kílómetra frá Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam. Hafa bandarískar flugvélar ekki fyrr farið jafn lajngt norður í land til árása. Samtímis þessu óskaði Sovéf- stjórnin eftir því við Bretastjórn, að þær gæfu út sameiginlega. for dæmingu á árásum þessum., Jafn- framt yrði þess krafizt, að ajlir bandarískir hermenn skyldu fara frá Suður-Vietnam. Góðar heim- ildir í London segja, að brezka stjórnin muni vísa tilmælum þess- um á bug. Segja sömu heimildir, að Bretar styðji aðgerðir Banda- ríkjamanna af fullum hug og muni ekki samþykkja neina fordæm- ingu á aðgerðum Bandaríkjanoa þar. WMMWtWWWWWWWWWWV Lítill afli á heimamiðum Bolungarvík, 26. marz. ÍS.-GO. HÉR hefur verið kalt í veðri að undanförnu, en ekki höfum við orðið varir við ísinn. Stærri netabátarnir sækja alla Ieið suð'- ur í Breiðafjörð og hefur afli þeirra verið allmisjafn. Einn dag- inn fékk Einar Hálfdáns yfir 40 tonn, en aðra daga hefur verið minna. Allur er þessi fiskur 2ja nátta. Bátarnir sem róa hér á heima- miðum fá hins vegar lítið. Þó hef- ur einn línubátur verið með um 10 tonn í róðri. Veður er að hlýna, en mjög kalt hefur verið að undanförnu. JÓN GUNNARSSON OPNAR SÝNINGU Reykjavík, 26. marz. — OÓ. i lagsmyndir. Þetta er fyrsta einka JÓN GUNNARSSON opnaði í sýning Jóns í Reykjavík, en hann gær málverkasýningu í Bogasaln-1 hefur áður haldið sýningu í Hafn- um. Sýnir hann þar tuttugu oliu- arfirði, en Jón er þaðan. Auk þess málverk, öll gcrð á síðustu tveim- | hefur hann tekið þátt í mörgum ur árum. Myndir Jóns eru af sjó- j samsýningum í Reykjavík og víðar. mönuum við fiskveiðar, en einnig I Jón Gunnarsson stundaði sjó- eru á sýningunni nokkrar lands-' mennsku framan af ævinni, og bera myndir hans þess giögg merki. Síðar stundaði hann náau í Handíðaskólanum og er nú vil nám í prentmyndasmíði, en sturúl ar jafnframt málaralist í fríston® um sinum. Sýningin verður opin daglejfH kl. 2—22 til 4. apríl. , ALÞYBUBLAÐIÐ 27. marz 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.