Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 11
afrit sem einkaritari lögreglufor ingjans hafði tekið af segulband inu. — Á fyrri síðunni var: — Hvernig get ég spurt rödd á segulbandi að því hvort hún vilji giftast mér? En ég þarfn- ast þín Kerry. Ég elska þig. Þú verður að hætta og giftast mér. Við getum farið til annarrar borgar og hafið lífið á nýjan leik. Ég get ekki lifað án þín Kerry. Og á hinni örkinni stóð: Þetta er herra Brayton ungfrú O'Keefe. Ég hef ekvert eftir nema rödd þína Kerrv. Komdu aftur til mín. Við getum sigrazt á erfiðleikunum. Ég spyr þig aftur: Viltu giftast mér Kerry? Ég hef aldrei elskað fyrr, komdu til mín. Hún laut höfði. Þesar köldu vélrituðu setningar hlýjuðu henni um hjartarætur þegar hún las þær. Svo setti hún bréfin í skúffu og opnaði töskurnar. Þá var barið að dyrum. Hún leit i spegil og brosti. Trumper aftur til að vita hvort hún hefði skipt um skoðun. Hún vissi til hvers han nvar að koma — ekki til að- hún hætti heldur til að hún . héldi áfram. Þetta var aðferð hans til að telja í hana hug og liún hafði séð hann gera. það fyrr. — Bfddu bara vinur minn, hugsaði hún, settl töskuna inn í skápinn. gekk að soeglinum, greiddi sér málaðl á sér var irnar. Svo gekk hún ró- léga gegnum stofuna og gægð- ist út um gægjugatið á hurðinni IWWWMMWW*WW%W%WW SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjujn görnln sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- ojr gæsadúnssængur — oe kodda at ýmsum stærðum. Dtrv- OG FIÐURIIREINStTN Vatnsstíg 3. Sími 18740. |W%%%%%%%%%%%%%%%t%%%W%%%%%%W til að njóta þess hve óþolinmóð- ur hann væri orðinn og sá grá- klæddan mann, sem var að fara. —Ó! Hún reif upp dyrnar og hjarta hennar barðist ákaft. Johnny Brayton leit um öxl, andlit hans ljómaði og formyrkv aðist aftur. Hún hafði gleymt því. Hann hélt að hún væri ljóshærð .. . — Afsakið. Ég hélt að ung- frú O'Keefe . . . Hann nam staðar og undrun skein úr augum hans, — Kerry, Ó, Kerry. Hann snerti hana ekki. Hann hafði hugsað sér að faðma hana að sér, þegar hann hitti hana aftur eins og elskenda er siður. En þetta var ekki draumur held- ur raunveruleiki. Hann stóð graf kyrr og starði á hana þangað til hún hörfaði inn í forstofuna. Þá gekk hann hægt inn í stofuna, Hún lokaði dyrunum og gekk til hans. Hann leit á gluggatjöldin og veggina. — Ég hefði Stt að vita það, sagði hann. — Ljósblátt og ljós- bleikt á ekki við gult hár. Hann gekk fast að henni. — Þú ert fögur Kerry, sagði hann alvar- legur: Mjög fögur. Ég elska þig. Meira en ég hélt. Hann tók utan um hana og 'þrýsti henni að sér, varlega og blíðlega. — Ég hef saknað þfn Kerry", hvíslaði hann. Klukkan var orðin eitt, þegar hann fór. — Við skulum fara niður á ströndina á morgun Kerry og . . — Ég get það ekki Johnny. Hún reyndi að vera róleg. — Ég er að reyna að útvega niér vinnu, . ég held að ég viti, hvert ég á að snúa mér. Hann starði vantrúaður á hana. — Kerry. Þú getur ekki gert þetta. Hefurðu ekki lesið hlöð- in? Þeir eru að hreinsa til á knæpunum. Viltu lenda í fang- elsi aftur? Þú skilur þetta ekki. Skilurðu ekki, hvað þú hefur gert- Hann hrópaði að henni bitur,E ljót orð, sem hann meinti í raun® og veru ekki og hún varð reið.jg „Þegiðu! Hættu þessu. — Kinnar hennar brunnu af reiði og augu hennar voru niðamyrk. — Þú segist vilja giftast mér. Af hverju eigum við að lifa? Þú hefur fjörutíu dali í laun á viku. Þú sagðir mér að Grimes tæki aldrei unga lögfræðinga nema fjöldskylda þeirra vildi sjá fyrir þeim. Hvað á ég að gera? Hætta að vinna og gerast afgreiðslu- stúlka í búð svo ég geti borgað húsaleiguna? Er það nægilega virðuleg staða fyrir þig? Hún fór að gráta: — Ó, Johnny, ég meinti þetta ekki. En þú skalt bara fara, ef þú skamm ast þin svona mikið fyrir mig. Þú elskar fjölskylduna en ekki mig. Honum leið illa, en það var aðallega sjálfs sín vegna. Þetta, sem hún sagði var satt og því sveið það meira en ella. En hann vissi að þau myndu aldrei þurfa að hafa áhyggiur af fjárhagslegri hlið málsins. Ef amma hans sam þykkti hana myndi hún hjálpa þeim eins og hún hjálpaði Meg — ekki í óhófi heldur fyrir húsa leigunni, bifreiðinni og til að klæða þau og börnin. Þetta var í fyrsta skipti, sem Johnny Bray ton vissi hvað það var að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Amma hans myndi aldrei samþykkja að hann giftist Kerry. Hann tók utan um hana og þrýsti lienni að sér meðan hann beið þess að hún hætti að gráta. — Mér finnst þú alls ekki hræðileg Kerry. Og það er ekki vegna þess að ég elski fjölskyld una meira en þig ... — — Ég átti ekki heldur vlð það. Ég skil þetta allt .... — — En hitt var rétt hjá þér. Ég átti ekki að biðja þín fyrr en ég get séð fyrir þér fjárhagslega. En ég get fengið vinnu annars staðar. Grimes verður bara feg- inn. . .— — Nei, sagði hún snöggt. Þú ert ráðinn þar £ ár. Þú getur ekki farið og sagt, að þú hafir skipt um skoðun. — Hún þerraði tárin af ..innum sér. — Ég veit að þetta hljómar ekki vel Johnny. En það er alls ekki svo slæmt. Karlmennirnir ónáða mig ekki. Það var mun verra í boðunum hjá forstjórun um. En það skiptir heldur ekki máli. Þú verður að taka mig eins og óg er. Ef þú getur það ekki fór beina leið heim til hennar, þegar hann var búinn að vinna. En hann mátti ekki koma eftir sex. Á sunnudögum gátu þau ver ið saman allan daginn og allt kvöldið. Hann var ekki ham- ingjusamur, en þetta var betra en ekkert. Og hann vann meira og betur en hann hafði áður gert. Og fjölskyldan þagði því hann gekk ekki um eins og hann BOLTA buxurnar VIR Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkröfn Fljót afgreiðsla Guðm. Þorsteinsson gullsmlður Bankastræti 12.1 — Ég verð Kerry. Ég verð. Þangað til ég hef lokið þessu. Ég get ekki lifað án þín. Það hefur verið eins og að lifa í Víti meðan þú varst ekki hér. Þau sættust.. Það var nokk- urs konar vopnahlé. Hún sagði honum ekki hvar hún ynni og hann spurði hana ekki. Hann EFNALAUG AUSTURBÆJAR LátiS okkur hreinsa og pressa fötin. Fljót og góð afgreiðsla, vönduð vinna. Hreinsum og pressum samdægurs, ef óskað er. FATAVIÐGERÐiR. EFHALAUg %w n AU S T U R B ÆU Aft ? Einangrunargíer 1 Framleitt elnungis úr úrvalsglerl. - S ðra ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkíðjan h.f. Skúlagötu 57 — Stml SStM. Bifreiða- eigendur Sprautum, málum auglý&lngai & bifretðar. Trefjaplast-viðgerBir, hljóB- elnangrun. BtLASPRAUTUN JÓN8 MAGNÚSSONAB Réttarholtl v/Sogaveg Siml 11918. Teppahreinsun Fullkomnar véiar. Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum, fljótt og veL Teppahraðhreinsunln Simi 38072. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængnrnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgögu 57A. Síml 19718. ALÞÝÐUBLA0IÐ - 27. marz 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.