Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 12
REYÐARFJÖRÐUR IMHMMHtMMIMMMHMMW Nokkrir fulltrúanna á ráð- stefnu ASÍ um kjaramál. Ráð stefnunni á að Ijúka á laugar dagskvöld. 45. árg. - Laugardagur 27. marz 1965 - 72. tbl. LOKAÐUR AF ÍS Eskifirði, 26. marz. MB-GO. Fréttaritari blaðsins, Magnús Bjarnason, fór í morgun út að 'Karlskála, sem er yzti bær norðan við Keyðarfjörð. Þaðan að sjá er 'um kílómetersbreið ísspöng land- rföst að norðanverðu 'við fjörðinn og liggur þvert fyrir og í Vattar- ’iiesið. Fjörðurinn er því með öilu fl’jkaður skipum. Mikinn ís er að sjá norðurund- en og allt suður fyrir Skrúð. Kyndill fór frá Eskifirði í morgun og ætlaði til Norðfjarðar i með olíu. Hann varð að snúa frá ' við Gerpi og þá var útlitið orðið þannig, að hann treysti sér ekki aftur inn á Eskifjörð og fór til Reykjavíkur. Rangá var að losa hér múr- steina í morgun. Þeir áttu að fara til Seyðisfjarðar. Uppskipuninni var hætt í miðju kafi og skipið rétt slapp út úr firðinum áður en allt lokaðist. Hér er nú bezta veður, logn og sólskin. * Samkvæmt síðustu fréttum er ísinn á hraðri leið inn Reyðar- fjörð. Miklar umræður á ráðstefnu ASl Helgi Sæmundsson á sjúkrahúsi HELGI SÆMUNDSSON, formaður Menntamálaráðs, tók sér far með Loftleiðaflugvél vestur um liaf í gær. Hann leggst inn á Mayo- stofnunina í Rochester og gengur þar undir uppskurö vegna hjarta- sjúkdóms. Hlé verður á liinum vikulegu greinum Hclga hér í blað inu, en hann liafði þau orð um, er liann kvaddi blaðið í gærkvöldi, að hann mundi skrifa greinar vestra og senda heim. Helgi mun ekki væntanlegur heim fyrr en í byrjun júnímán- aðar. Siglufirði, 26. marz. - JM, GO. í DAG brann skrifstofuhús bæjar- stjórnar og rafveitu Siglufjarðar, svokallað Hvíta hús, sem var smíð- að árið 1906 af Sören Goose fram- kvæmdastjóra Goose verksmiðjunn ar á Siglufirði, sem nú er hluti af Rauðku. Ráðstefna Alþýðusambands ís- lands um kjaramál hófst klukkan 14,30 í dag í Lindarbæ. Við setn- ingu ráðstefnunnar voru mættir 47 fulltrúar af 62, sem talið var að rétt ættu til setu þar. Eitthvað Eldurinn kom upp um kl. 11,30 í dag, en eldsupptök eru ókunn. Á efri hæð voru skrifstofur bæj- arsjóðs, bæjarstjóra og fundarsal- ur bæjarstjórnar. Á neðri hæð voru svo skrifstofur rafveitunnar, rafveitustjóra og byggingarfulltrúá bæjarins. f jölgaði fulltrúum er á daginn leið. Ráðstefnunni lýkur á morgun, laugardag, og er þá búizt við að samþykkt verði ályktun um kjara málin með tiUiti til væntanlegra samninga. 'Helztu skjölum og skrifstofuvél- um bæjarins og rafveitunnar tókst að bjarga í eldtraustan skáp, en bréf og skjöl, sem voru geymd á skrifstofu bæjarstjóra, skemmdust af eldi og vatni. Eftir er að kanna tjónið á þeim. Framhald á síðu 2. Hannibal Valdimarsson flutti framsöguræðu, er ráðstefnan var s’ett, og rakti hann þar þróun kjaramála frá því að júnísamkomu lagið var gert. Kom það meðal annars fram í ræðu hans, að er júnísamkomulagið var gert í fyrra þá hafði kaup hækkað um 56% miðað' við 1959, en vísitala vöru- verðs og þjóriustu um 86%. Nú hefur kaup hins vegar hækkað um 68% miðað við 1959, en vísitala vöruverðs hefur hækkað um 91% á sama tíma. Að ræðu Hannibals lokinni hóf ust almennar umræður og kvöddu þá mjög margir sér hljóðs, en sæti á ráðstefnunni eiga fulltrú- ar fjórðungssambandanna, sér- sambandanna og fulltrúar þeirra verkalýðsfélaga í Reykjavík og nágrenni, sem ekki eru aðilar að Framliald á 2. síðu. Bæjarskrifstofur Siglu- fjarðar brunnu í gær Flytur fyrirlestur m blökkumanna- hreyfinguna Reykjavík, 26. marz. —■ ÓTJ. FYRIRLESTUR er nefnist „The American Negro Movement: Vio- Hent or Nonviolent” verður flutt- *r á laugardag kl. 2 í Sigtúni, af Ibandaríska prófessornum dr. C. JEric Lincoln. Dr. Lincoln sem er blökkumað- W er prófessor í „Social Relati- ■®ns“ við Clark College í Atlanta, Georgiu-fylki. Hann er sérfræðing *«r í kynþáttamálum i Bandaríkj- Framli. á 2. síðu. Ekki sama hvar verzlat Reykjavík, 26. marz. EG. ÞAÐ er langt frá því að' sama sé, hvar heimilisinn- kaup eru gerð hér I borg- ínni. Skal eitt dæmi nefnt þessu til sönnunar. Á með- fylgjandi mynd eru tvö te- box, nákvæmlega jafnstór og sömu tegundar. Eini munur- ínn er sá, að boxiu eru ekki .keypt í sömu verzlun. Ann- að er keypt hjá , einni af verzluuum Silla & Valda, en hitt er keypt í Austurveri. Bæði eru boxin verðmerkt með litlum límmiðum, þar sem á er prentað nafn verzl- unarinnar, þar sem þau eru keypt. Teboxið, sem keypt var hjá Silla & Valda kostaði 35,05, eri boxið, sem keypt var í Austurveri kostaði liins veg ar kr. 47,60. Verðmunurinn er hér hvorki meira né minna en tólf krónur fimmtíu og finim aurar og er það allnokkuð á ekki verðmeiri hiut, en hér um ræðir. Væntanlega háfa réttir aðilar skýringu á reið- um himdum á því, hverjar orsakir'- þessi verðmunur á sér, ef þær eru aðrar en mis munandi há álagning. ( Þetta eina dæmi sýnir mæta vel, að rík ástæða er fyrir neytendur að gæta hag- sýni í innkaupum og Alþýðu- blaðið hvetur lesendur sína til að skýra frá, ef þeir vita um veyðmismun á borð við þetta, óg jafnvel þótt minni se. KEYÍ’T 'H-JÁ SIIiA OG VAKÐA KR. 35»o5 KÉXB'f í ACSIOR- VRR'I KR. 47,60

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.