Alþýðublaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 8
t ( ! i í í [ ! S Monson kemur upp úr „Hótel Arlis Hilton“. Hann er klœddur I ( heljarmikla „Parka“-úlpu, sem hann hefur átt síðan úr Kóreustíð- 1 inu. Blaffamennírnir fengu að láni veglegar loðkápur hjá Schindler. ÞEGAR ÉG yfirgaf ritstiórnina um kvöldið voru félagar mínir svo glaðklakkalegir ó svipínn að ég gat ekki stillt mig uni að spsvrja hvað ylli kaeti þeirra. Pékk ég þau svör að þar eð nokkrar líkúr væru á því að ég yrði hvítabjömum að bráð væru menn þegar famir að velt'a fyrir sér hver ætti að erfa skrifborð- ið. mitt, sem er eitt hið nýjasta og. glæsilegasta á blaðinu. Yrði frétta af ferðalaginu því skiljan- lega beðið með nokkurri eftir- væntingu. B Staðráðinn í að valda strákun- S. um vonbrjgðum rneð.þvíað koma fj aftur heill á húfi, rölti ég niður S ' á Hótel Borg um 5 leytið næsta 11 morgun, en þar var ráðgert að .m við hittumst áður en við færum g§ . suður á Keflavfkurflugvöll. Ég '1 hafði litlar áhyggjur af ísbjöm- B. um Ekki var það áhyggjuleysi til H komið af hugrekki eða öðrum 1 álíka f jarlægum hugtökum, held- B ur því að ég hafði enga trú á ■ því að fsbirnir gengju þarna | lausjr. J. Þar sem ég stóð fyrir framan ■. Borgina þennan hráslagalega 1 morgun datt mér í hug að á þess jj um tíma væru engir á ferli nema i háifvitar, fyllibyttur og nókkrir g blaðamenn. Einn af öðrum tind- 1 ust svo félagar mínir á staðinn, g geispandi hástöfum; Árni Gunn- í| arsson frá fréttastofu Útvarps- [| ins, Jón Birgir Pétursson frá . Vísi, Jón Hákon Magnússon frá ;. Tímanum og Guðjón Sveinbjörns ■ son fró Þjóðviljanum. Ör- skömmu síðar kom Volkswagen ElSnar Pálmadóttur af JVIorgun- b'aðinu fyrir hornið á tveimur hjólum. Þá kúnst lék Reuben Mon- son, blaðafulltrúi Upplýsinga- þjónustunfaar nokkru sfðar ó sínum Volkswagen, og var þá. haldið suður eftir, meðan menn leituðu árangurslaust að april- gabbi i dagblöðunum. Þar hittum við svo fyrir „aðalmann- inn" john F. Schindler, en hann er einn af yfirmönnum rannsókn arstöðvarinnar á ísnum, og næst æðsti yfirmaður norðurskauts- rannsóknarstöðvarinnar í Bar- ow, Alaska. John er ungur mað- ur, fríður sýnum og ákaflega brosmildur. Að mennt er hann grasafræðingur. Eftir morgunverð i yfirmanna klúbbnum (þar sem m&rgt laumulegt augnatillit beindist að furðulegum búningi okk- ar) fengum við stutta tilsögn í þvf ættum að klæðast búningu.m ef vélin. skyldi hrapa. Var okkur m. a. sagt hv.ar há- karlafæluduftið væri o. s. frv. Heldur voru menn fölir undir þeim lestri nema Jón Hákon, sem glotti meinlega vegna fá- ieika okkar. Jón hafði nefnilega flogið til Jan Mayen nokkru áður og þá verið færður — við mikil harmakvein — í búning iafnvel enn verri en þennan. Og í honum varð hann að dúsa allan tímann. Á leiðinni að flug véiinni hittum við fyrir .ungan mann, sem starfaði á ARLIS II. Fór þá heldur að aukast óróleiki minn vegna bjarndýra. Piltur- inn sá hafði nefnilega skotfæra- belti yfir öxlina að mexíkönsk- um sig. Ekki veit ég fyrir víst hvaða hlaupvídd þau voru ætluð fyrir, en heldur þótti mér ólík- legt að hann færi á spörfugla- veiðar með þá fallbyssu. Flugvél- in var gömul DC-3, og þeir sem höfðu ætlað að fá sér smádúr urðu fyrir sárum vonbrigðum, f henni voru nefnilega engin sæti. Við reyndum samt að koma okk- ur fyrir eftir beztu getu, og menn röðuðu sér á eitthvað hænsna- prik, sem herinn kallar sæti. En þegar það var fullskipað stóðu enn tveir uppi, og fann ég til sárrar meðaumkunar með þeim. Líklega hefur það verið vegna þess að ég var annar hinna óhamingjusömu, hinn var Monson. Eftir nokkurt hik skrið- um við fram í loftskeytaklefann og settumst þar á annað hænsna prik, sýnu minna og vesældar- legra en hið fyrra. Þar var líka dimmt og kalt, og ég fór að dauðsjá eftir öllu saman. — Hvar er öryggisbeltið spurði ég skjálfraddaður, og þeg- air það fannst reyrði ég mig svo fástan að Monson sagði glottandi að líklega yrðu þeir að skera ifa'ig lausan. . 'ARLIS II var um-400 kílómetra frá .íslandi, þegar lagt var upp í ferðina, svo að flugið tók tæpa fjóra tíma. Sætaleysið kom sér vel eftir allt saman, því að þeg- ar flogið hafði verið í svo sem eina klukkustund svaf eða mókti megnið af mannskapnum á víð og dreif um gólfið, og þannig var það þegar við lentum á ARLIS II. ERFIÐ ABUÐAR ARLIS II, bendir til þess að ein- hverntíma hafi verið til Arlis I, og svo var líka. Það voru meira að segja líka ARLIS III og IV. I og III eru liðnir en II og IV eru enn í notkun. Þegar vísinda- Texti og myndir Ólafur Tynes Jónsson mennirnir yfirgefa ARLIS II, sem verður eftir um það bil mánuð, munu sumir þeirra flytjast yfir á ARLIS IV og T-3 (T:Target), Jarðfræðileg. saga ARLIS hefur nokkuð verið rak- in í blöðum, svo að ekki þarf að fjölyrða um hana. Hinsvegar er gaman að rifja upp hvernig gengið hefur að byggja eyna. Fyrstir til að reisa þar rann- sóknarstöð voru Kanadamenn sem uppgötvuðu hana 1959, þá út af strönd Ellef Ringes eyjar, sem er norður af Grænlandi. — Þeir yfirgáfu eyna undir haust. Ekki er vitað um ferðir hennar eftir það, fyrr en 1961- Þá var Max Brewer yfirmaður ONR norðurskauts-rannsóknarsíöðvar- innar á leið að isjaka sem val- inn hafði verið fyrir .rannsókn- arstöð. Á leiðinni frá Barrow yfir Beautfort kom hann auga á ARLIS II, og þar eð eyjan var miklu traustari og betri á aillan hátt en ísinn sem þeir böfðu í huga, var áætluninni þegar breytt. Og áður en þrjár vikur voru liðnar var búið að fljúga til eyiarinnar með tæp 40 tonn af tækjum og vistiun. Fjórtán 12x16 feta hús voru sett saman í snatri, og hópur vísindamanna hóf störf þar, Þessi fljótandi rannsóknarstöð var óskadraumur að þeirra áliti. ARLIS II rak að meðal- tali 6 mílur á dag, en átti það líka til að auka ferðina til muna. Þannig fór hún t. d. 32 mílur einn sólarhringinn. Með þessu ferðalagi fá vísindamenn- irnir m. a. tækifæri til að kanna botninn á miklu svæði, og um leið líf- þar. En að einu leytl var þetta óhagstætt. Flugleið birgðaflutiningavélanna lengd- ist í nWin og enginn var kát- ur yfir þvf. Vistirnar höfðu verið' fluttar flugleiðis frá Barrow og í október 1961 var eyjan komin 850 sjómílur það- Haldið að Hugvélinm. Lengst til vinstri er Elín Pálma, þá Guðjón af Þjóðviljanu g 6. apríl 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.