Alþýðublaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 9
í 13000 feta hæð. Fremst er Guðjón af ÞjóðvUjanum, þá Árni frá útvarpinu, John Schindler og Elín, og
hrúgaldið í horninu mun vera Jón Hákon. Efst til 1-ægri má greina bífurnar á Jóni Birgi, sem Iagði
undir sig einu kojuna.
an. Þá var það sem Kúbudeil-
an reis, og meðan' á henni
stóð fékkst engin flugvél með
nægilega mikið flugþol til að
flytja vistir /til vísindamann-
anna. Þær voru allar komnar
inn í stríðsvélina, til þess að
fuliur viðbúnaður væri ef stríð
brytist út. R4D vélin, sem áður
hafði fiutt vistir til eyjarinnar,
gat t. ,.d. ekki flutt nema örfáar
oliutunnur þangað í einu, sökum
þess hve hurðarmagn hennar var
takmarkað, og flugleiðin löng.
Sem betur fer hafði ísbrjóturinn
USS Burton Island getáð brot-
ist að T-3 um sumarið og sett
tn og Monson.
þar á land 640 olíutunnur. í
þeirri ferð fór skipið 120 sjó-
milur norðar en nokkuð annað
skip hafði áður komist af eigin
rammleik. Með því að fljúga
fyrst til T-3, og þaðan til ARLIS
II, gat R4D vélin borið nokkr-
um tunnum meira en ella, og
á þann hátt sá hún mönnunum
fyrir vistum þar til síðast í októ-
ber. Þá varð hún fyrir vélarbil-
un og varð að dúsa þar sem hún
var niðúr komin — á T-3. Þar
varð hún að vera þar til við-
gerð gat farið fram, og viðgerð
gat ekki farið, fram fyrr en vara
hlutir' fengjust. Og meðan á því
þófi stóð, minnkuðu iskyggilega
mikið eldsneytisbirgðirnar á
ARLIS II. Eins og sjá má hefur
verið lögð mikil áherzla á að
þeir hefðu alltaf næga olíu, og
skal það skýrt nokkru nánar.
Raunar þarf litilla skýringa við,
það nægir að minna á viðbrögð
manna hér á íslandi þegar hita-
veitan bregzt, kannske í 2-3 stiga
frosti. Þá er hægt að ímynda sér
hvernig þeim yrði við ef hitaveit
an brygðist í 50-70 stiga frosti,
ofsaroki og snjóbyljum, og þeir
byggju í kaffentum kofum. Lik-
lega yrðu margir óhresgir yfir
því.
En þegar neyðin er stærst er
hiálpin næst. og svo var i þétta
sinn. Kanadamenn heyrðu um
erfiðleika vísindamannanna, og
RCAF (Royal Canadian Air
Force) sendi þegar flugvél til
hjálpar Þessi flugvél flutti með
sér 43 olíutunnur og nýjan
hreyfil handa R4D. Hún lenti á
T-3, afhenti þakklátum flug-
mönnum bandarísku vélarinnar
hreyfilinn, og flaug áfram til
ARLIS II með olíuna.
Það var hálfsmánaðar forði,
sem gaf nægan frest til að undir-
búa flutning birgða sem nægja
myndu út veturinn. Og í „the
big lift” sem stóð í 12 daga,
flugu sex C-124. vélar alls fimm-
tán ferðir til eyjarinnar, flytj-
andi með sér 315 tunnur af olíu
og benzíni. Tunnunum var varp-
að niður, fjórum og fjórum i j
fallhlíf, og af þessum 315 töp- B
uðust aðeins 12. Þannig hefur ! 1
það tíðum gengið á ARLIS II.
á einhvern hátt hafa allir erfið- j
leikar verið yfirunnir.
HORFÐUST t AUGU VEÐ j§
SEL OG BJARNDÝR
Það var ekki laust við að okkur
léki forvitni á að líta eyja- flj'
skeggja (skeggjar eru þeir í jfl
orðsins fyllstu merkingu) aug- jfl'
um, ög við hoppuðum því út með i j
eftirváentingarsviþ. Sá fyrsti sem
ég rak augun í var Jim Pew, H
jarðeðlisfræðingur, sem bauð S
mig velkomínn." Mér sýndist þó S
að ég fengi að taka í hendina á |
honum eingöngu vegna þess að
hann komst ekki í gegnum hring
inn ;sem myndaðist um Ellu H
Pálma, en hún var fyrst allra f§
kvepna tii að stíga fæti sinum H
þarna, og jafnframt fyrsta konan gj
sem.þeir höfðu séð í eina sjö í j
mánuði. , i
Við töltum svo heim að „Hót- f j
el ARLIS Hilton”, sem var á ; .
kafi í snjó, þannig, að við geng- jfl
um niður í það í gegnum snjó-
göng. Á leiðinni skimuðu menn ffl
mikið í kringum sig eftir isbjörn- |fl
um og öðrum álika merkilegum H
fyrirbærum, en sáu lítið annað g
en shjó. Við snæddum fyrsta y
flokks steik með mjög góðri lyst g
og tókum svo til að króa
menn af úti í horni og veiða upp jg
úr þeim. Var Elín sem vænta jfl
mátti lang fengsælust — og p
mátti varla á milli sjá hver kró-
aði hvern. Þar eð ekki var ætlun H
in að stoppa lengur en einn og jj
hálfan tima, fórum við á hunda- flt
vaði yfir allar upplýsingar, sem
við gátum aflað okkur. Snjóbíll H
með sleða var fenginn til að
flytja okkur að rannsóknarbyrgj ki
unum sem voru um mílu í burtu. ffl
Eg var í fínum kuldaskóm, enda jj
var mér svo kalt á fótunum, svo að H
ég var að drepast, líklega skiptir flfl
það minnstu máli, hvort skór eru jj
Framh. á 13 síðu g
Æafcggaga'aiiiPi
Handsaumaðir kínverskir
Borðdúkar
4, 6 o£f 12 manna, nýkomnir.
Bókahúð Máls og menningar
Laugaveg 18. i
NÝJÁ MYNDASTOFAN
Höfum opnað myndastofu að
Laugavegi 43B.
Önnumst allar almennar myndatökur.
DONALD INGÓLFSSON
HÖRÐUR HÁKONARSON
NÝJA MYNDASTOFAN
Laugavegi 43B. — Sími 15-1-25.
Birgðavörður og afgreiðslumaður :
Óskum eftir að ráða birgðavörð og afgreiðslumann við ;
vörulager ríkisspítalanna. Laun samkvæmt kjarasamning-
um opinberra starfsmanna: Umsóknir með upplýsingum■;
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Skrifstofu ríkis-
spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 15. ápríl n.k.
Reykjavík, 8. apríl 1965.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Starf í London
FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. óskar að ráða ungan mann
til afgreiðslu- og sölustarfa í London á sumri komanda.
Þarf að geta hafið starf 15. maí. Góð undirstöðumenntun
og þjálfun í ensku nauðsynleg, einnig nokhur reynsla í
almennum skrifstofustörfum.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á shrífstofum félagsins,
sé skilað til starfsmannahalds fyrir 8. apríl n.k.
Æ T
■
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. apríl 1965 $
fÚJilLLÍ-Ll________________~i;uX.Luj.-l..' .’jLi i U