Alþýðublaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 15
tliiil;!
dyrnar að herbergi móður hans
voru læstar.
Hann leit upp og veifaði glað
lega til frú Remstad. Þó 'hann
gæti ékki þolað Camillu Anne gat
hún stundum gert eittlivað gott
af sér. Samt var hann utan við
sig og ef til vill var það ástæðan
fyrir því að hann fann ekki þeg-
ar dauðinn þaut fram hjá hon-
um upp tröppurnar og inn í
vinnuherbergi Dr. Pierce Bray-
ton, sem beið hans án þess að
vita að innan skamms myndi
hann lita upp og horfast aug-
liti til auglitis við velþekkt
andlit, sem boðaði honum dauð-
ann.
10. KAFLI.
Kerry gat ekki lagt bílnum
hinum megin við götuna, svo
hún ók alveg upp að húsi Bray-
tons.
Hún sá hvar Johnny kom út
og dansaði niður tröppurnar.
Hann veifaði giaðlega upp i glugg
ann á naesta húsi. Hún sá ekki
frú Remstad, sem hann hafði ver
ið að tala um, því þykk króna
trjánna huldi glugga hennar, en
hún sá Johnny vel í skini götu-
SAUMLAUSIR NETj
NYLONSOKKAR í
TÍZKULITUM.
SÖLUSTAÐIR:
KAUPFÉLÖGIN UM.LAND
i»LLT.. SlS AUSTURSTRÆTt
Ijósarína. Hún flautaði meðan
hann gekk yfir götuna, en hann
var í alltof góðu skapi til að
heyra það.
Því skyldi hann ekki vera í
góðu skapi? Hún hafði haldið
að Camilla Anne hefði sagt hon-
um að hún væri í lögreglunni,
en það var auðséð núna að hann
áleit að hún hefði átt við starf
sitt sem dansmær. Þegar henni
varð litið í spegilinn um leið og
hún setti bílinn í gang, sá hún
að farðinn á andliti hennar hafði
21
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömln
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur__
og kodda at ýmsum
stærðum.
DtTN- OG
FIÐURHRKÍNSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
leystst upp undir augunum, þar
sem tárin höfðu plægt rákir. Hún
tók bómull og andlitsvatn úr
hanzkahólfinu og þvoði sér. Svo
bar hún á sig sinn rósrauða vara
lit og greiddi stutta lokkana á
sinn stað. Hún ætlaði að aka til
Johnny, þegar hún heyrði skotið.
Hún leit ósjálfrátt á klukkuna
i mælaborðinu, opnaði dymar og
fór út. Hún var búin að stiga
hinum fætinum á gangstéttina,
þegar hitt skotið kvað við. Það
var ekki jafn hátt og hið fyrra,
en það var skammbyssuskot og
kom úr sömu átt og hitt. Bæði
komu innan úr húsi rétt hjá.
Hún leit eftir götunni, en það
var hvergi lögregluþjón að sjá.
Skotin virtust hætt, því ekkert
heyrðist nema vélarhljóð bifreið-
anna, sem óku hjá.
Hú fór aftur inn í bifreiðina-
Klukkan var átján mínútur yfir
ellefu. Skotin höfðu ekki komið
hvert ofan f annað eins og í Hay
Ride klúbbnum — það hafði ver-
ið fimm eða sex sekúndna bið
milli þeirra. Hún sat þarna óþol-
inmóð og bei-ð eftir lögregluþjóni
eða lögreglubíl. Henni kom ekki
til hugar að sækja Johnny. Hún
varð að bíða eftir lögreglubíl eða
lögregluþjóni, því hún gat ekki
hlaupizt á brott af slys- eða mo’-ð
stað. Eftir sjö mínútna hið opn-
uðust dyrnar á Brayton húsinu.
Hún stirðnaði upp, opnaði bíl-
dyrnar og fór aftur út. Kona I
morgunslopp stökk út um dym-
ar, veifaði með höndunum og leit
upp og niður eftir götunni. Kerry
hljóp í áttina til hennai’.
Þetta var ekki frú Brayton.
Þetta 'hlaut að vera Elizabeth
frænka hans. Hún er ekki beint
skrítin, en biluð af of miklum
sjónvarpsáhuga. Hún heyrði
mannsrödd hrópa af annarri hæð
í næsta húsi.
— Hvað hefur komið fyrir, ung
frú Brayton? Á ég að hringja á
hjálp? Lögregluþjónn er að koma
upp eftir götunni.
Kerry beið þangað til lögreglu
þjónninn kom til hennar.
— Ég er O’Keefe, lögreglu-
kona. Siðferðislögreglan — Bróð
ir minn hefur skotið sig. Eliza-
beth Brayton var mun rólegri
núna. — Mér finnst einkenni-
legt að heyra ekki sírenuhljóð.
í sjónvarpinu heyrist það alltaf,
þegar lögreglan kemur.
Löeregluþjónninn leit á Kerry.
— Fylgið konunni inn. Ég heiti
O’Brien. Garrett er að koma.
Hann gætir dyranna. Fylgið
henni inn.
Konan í húsinu við hliðina
hallaði sér út um gluggann og
fleira fólk var komið að tröpp-
unum.
— Er þetta ekki undarlegt með
sírenurnar? spurði ungfrú Bray-
ton, þegar þær gengu upp stig-
ann. — Og með bróður minn.
Hún vafði morgunsloppnnm þétt-
ara að sér, nam staðar við fyrstu
dvr á vinstri hönd. —• Þama er
hann, sagði hún rólega. Afsakið
mig augnablik. Þegar skemmtiat-
riðið er búið, skal ég klæða mig
og koma til yðar.
Hún fór inn í herbergið sitt
þar sem sjónvarpstækið bteið
hennar.
Kerry gekk að vinnuherberg-
inu og það fyrsta sem hún sá
var frú Brayton, sem sat i stól
v’ð arininn með hend”rnar i
kjöltu sér. Hún var í sægrænum
ullarkiól. andlit hennar var hvitt
sem fílabein og jafn óhrevfan-
legt. Engin tár. enein örvænting.
Bara þreyta. Hún leit yfir á skrif
borðið. en virtist ekki siá mann-
inn sem lá þvert yfir það.
Kerry leit á hann. Maðurinn
var rneð silf”rbvi+t hár oe vinstri
helmingur höfuðs hans var þak
inn blóði. Skammhvssa lá vinstra
meein við skrifborð!ð eins og hún
hofðj fallið úr hönd hans og á
gólfið. Hann lá á hægri hönd-
inni.
Kerry O’Keefe var búinn að
iafna sig eftir augnahlik bá gekk
hún yfir til konunnar við arin-
inn.
— Ég er lögreslukona. frú
Bravton. Svo bætti hún við af
bvf að 'hún, var kona. — Sonur
yðar kemur inn»n skflmms.
— Ó, nei. Skelfingin í rödd
frú Bravton var swi á’akanleg
að Kerry hörfaði ósiálfrátt.
— Nema lögreglan hafi hringt
t.il hans. bætti hún frú Brayton
svo rólega við. —• Hann er að
v'nna í kvöld. |
Hefði ekki verið eðlpþgt að
hún segði; — Ég sá hariVi fara
út rétt áðan? En hún satfði það
ekki og begar hún hevrði (|’Brien
koma hljóp hún til mí|s við
hann. • i
— Heidurðu að hað æt|i ekki
að hafa mann á verði vi|í bak-
dyrnar líka?
Hann leit undrandi á hana en
kinkaði svo kolli. — Bíddu hérna.
Ég skal sjá um það. Menn úr
morðdeiidinni eru á leiöinni.
Garrett er við aðaldyraar. Hann
sendir mann til að leita að Bray-
ton.
Kerry fór aftur inn í vinnu-
herbergið. Frú Brayton sat þar
þögul og kyrr. Herbergið var
þögult sem gröfin. Þungar, ljós-
rauðar damaskgardínur voru
dregnar fyrir breiðu gluggana
tvo, sem sneru út að Mt. Vernon
Place. Stórt, austurlenzkt teppi
huldi gólfið. Á veggjum og borði
voru myndir af þekktu fólki. Hún
leit fram hjá staðnum þar sem
höfuð Brayton hlaut að hafa ver-
ið áður en hann félj fram fyrir
sig og sá kúlu í kjölnum á stórri,
grárri bók. Hún stóð kyrr þang-
að til O’Brien lögregluþjónn kom
aftur til hennar.
100 manns
Framh. af bls. 1.
höfðu ritað nöfn sín i bóktna, sem
lögð var fram í morgun. Flestir
heita 5000 króna framlagi og greið
ast þá 2000 krónur við stofnun fé-
lagsins. Sumir höfðu þá skrifað sig
fyrir mun hærri upphæðum, allt
upp í 50 þúsund krónur.
Þeir, sem skrifa í téða bók, und-
irrita um leið eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
„Gjört á skrifstofu F.Í.B., Bolholti
4, 4. apríl 1965.
Undirritaðir meðlimir F.f.B. óska
þess eindregið, að félagið beiti sér
fyrir stofnun tryggingarfélags, sem
hafi meðal annars með höndum
tryggingu bifreiða félagsmanna
þeirra, sem þess óska.
Fylgi það í rekstri sfnum þeím
meginreglum í tryggingarstarfsemi
sem F.Í.B. hefur sett fram, þ. e.
' áhættuskiptingu eftir aldri, starfi,
ökuþekkingu, akstursreynslu, öku-
umhverfi o. fl. Ennfremur verði
tryggingarþegum gefinn kostur á
sjálfsáhættu í skyldutryggíngum.
Undirritaður tiltaki þá fjárupp-
hæð, sem hann er reiðubúinn að
leggja fram og/eða ábyrgjast, ef
félagið verður stofnað.
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængumar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNW
Hverfisgögu 57A. Simi 16738.
EFNALAUG
AUSTURBÆJAIt
LátiS okkur hreinsa og pressa ffltiui
Fljót og góð afgreiðste, ‘
vönduð vinna.
Hreinsum og pressum samdægurs,
ef óskað er.
FATAVIÐGERSlR.
\EFNALAUg
AUSTUftBÆUA
Skipholti 1. — Sími 16346.
Lágmarksframlag verður kr.-
5.000,00, þar af kr. 2.000,00 til úft
borgunar, hitt kræft, þegar þörfifc
krefur“.
Skrifstofa FÍB verður opin til
klukkan tíu á kvöldin næstu kvöldí.
Avísanir
Framhald. af 16. sfðu. ■
þó að hafa hendur í hári hans, og
annars til. Sá þrlðji slapp og hafði
með sér alla peningana. Hanm náfL
ist ekki fyrr en daginn eftlr, ea
þá áttj hann ekki grænan eyrt.
Hafði hann boðið tveimur félög-
um sínum í bílferð, og þeir f sam*
einingu eytt öllu fénu. Þeir tvelr
sem boðið var, höfðu ekkert haft
með málið að gera fyrr. Þegar tefc.
ið var tll við að yfirheyra þana
síðasta, játaði hann að hafa feng-
ið ávísanaeyðublaðið hjá kunn-
ingja sínum er hann tiltók. Sá vaí
einnig heimsóttur og játaði eftii
nokkurt þóf að hafa framið inn«
brotið og stolið ávísanaheftinu.
Kom og úr kafinu að hann og 19
'ára gamall félagi hans höfðu selt
tvær aðrar ávísanir. Sá, sem inn-
brotið framdi, hafðikomizt í kynni
við tvo 19 ára gamla pilta og látiO
þá fá tvær ávísanir. Fékk hann
hluta af andvirði annarrar þeirra,
en ekkert af andvirði hinnar. AIIs
voru falsaðar ávísanir fyrir um
7300 krónur. Drengurinn áttf þátt
í fimm innbrotum alls, og nokkrir
félagar hans höfðu verið með hott-
um og framið enn önnur sjáHir,
Höfðu þannig átta drengir á aldr-
inum 13-15 ára gerst sekir um eini
15 innbrot, og þrír þeirra auk þesa
um ávisanafals. Tómas kvað þessat
drengi vera frá góðum heimilmsi
og ekki hafa komizt undir manns
hendur áður. ;í
Stálskip
Frh. af 1. sfðu.
anlands: Hjá Stálskipasmiðjunttl
í Kópavogi er verið að smíða flóai
bát fyrir Breiðafjörð og byrjað
er á björgunarbát fyrir Hafstein
kafara, sem þekktur er af bá|U
sínum, Eldingunni. * 1 l
Skipasmíðastöð á Ákureyri tt
nýbyrjuð á 335 tonna stálfiskibáti
fyrir Magnús Gamalielsson á Öb
afsfirði. : , i;Y
Stálvík hf. í Garðáhréppi ií
langt komin með hafnsogubót fyr*
ir Reykjavíkurhöfn og byrjað e<
uK: A lUUO'/’l.iA - f'din-i'.hjii d U .r
ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 6. apríl 1965 ’ jjj|