Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 2
■ÉUtjórar: Gylfl Grðndal (&b.) og Benedlkt Gröndal. — Kltstjómarfull- •mi : Kiður GuBnason. — stmar: 14900-14903 — Augiyslngaslml: 149*8. Utgeíaod'. AIÞýOuílokkurlnn ABaetur: AlÞýöuhúslO vlB Hverfisgötu, Keykjavlk. — Prentsmiöja Alþyðu- Maoalns. — AskrUtargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. B.U0 elntaklB IÐNFRÆÐSLAN ÍSLENZKA ÞJÓÐIN 'keppist nú við að aúka og bæta skólakerfi sitt til að geta veitt hinni vax- andi kynslóð þá menntun, sem tækniöld krefst af hverjum manni, Er þeim, sem bezt skyn bera á þessi mál, ljóst, að það muni kosta þjóðina mikil átök áð fylgjast með í þeim efnum og búa næstu kynslóð eins vel undir lífið og aðrar menningar- þjóðir gera. Þegar rætt er um aukningu skólákerfisins og mýjar kröfur til menntunar, má ekki einblína á menntaskóla og háskóla. Sennilega skortir íslend- imga ekkert eins mikið og tæknimenntað fólk — mema ef væri almennur skilningur á því, hvað tæknimenntun og sérkunnátta eru. Nú mun ekki duga lengur að skreppa til útlanda í nokkrar vik- ur og telja sig síðan sérfræðing í nýrri starfsgrein, eins og mjög hefur^tíðkazt hér á landi. Iðnnámi verður að gerbreyta hér á landi. Það hefur lengi verið augljóst, og skipaði menntamála ráðherra menn til að undirbúa það mál þegar 1961. Árangurinn af miklu starfi þeirra hefur verið lagð- ur fyrir Alþingi í fmmvarpsformi, sem ríkisstjóm in hefur hug á að þingið afgreiði sem lög, áður en það lýkur störfum í næsta mánuði. Frumvarp þetta mun, þegar að lögum verður, marka tímamót í sögu iðnfræðslunnar. Samkvæmt því á iðnfræðslukerfið nú ekki lengur að takmark- ast við löggiltar iðngreinar, heldur á að hefja al- menna starfsþjálfun fyrir aðrar greinar iðnaðar- ins. Þá er ætlunin að koma upp verknámsskólum og kenna í verkstæðum skólanna undirstöðuatriði, sem allir iðnaðarmenn verða að kunna. Er sérhæf- ing meistaranna í sumum greinum orðin svo mikil, að þeir geta vart lengur veitt iðnnemum sínum alhliða kennslu. Þá er ætlunin að koma á fót meist- araskóla. Margar fleiri breytingar eru í frumvarpinu, og má búast við, að það verði mikið rætt um allt land á næstunni. Ekki má þó hugsa um þetta frum- varp eitt, heldur verður að minnast tækniskólans, sem nýlega tók til starfa. Hann opnaði iðnaðar- 'mönnum leið til framhaldsmenntunar. Er þannig áð verða til algerlega nýtt fræðslukerfi fyrir iðn- verkamenn, iðnaðarmenn og tæknifræðinga fram- tíðarinnar, en þetta eru einmitt stéttimar, sem bera uppi framleiðslu hinnar sjálfvirku tæknialdar. r Nú fækkar óðum í hinum gömlu stéttum ófag- lærðra verkamanna og sjómanna, sem áður báru upþi framleiðslu þjóðarinnar, sem þrælkaðar voru og hálfsveltar — en brutust úr viðjum sínum. Syhir þessara manna eru fagmenri og meistarar núlímans, sem nota vél í staðinn fyrir skóflu og haka. Þess vegna er hin nýja skipun iðnfræðslu- mála eitt mikilsyfrðasta verkefnj. ökkar samtíðar § &L apríl 1965. - AUÞÝJWBUA&IÐ, : /ÞasmiMm/ G/Æ$/lEGr ÚM41 osbd o/ð mr/ VERKFALLS V OPNINU VAR ALDREI beitt nema í nauóvörn. ■ ÁstæSan var sú, að það kostaði verkafólk miklar þrautir að beita því. Það átti engin forðabúr til þess að sækja í nauðsynjar með an verkfalilð stóð. Hins vegar varð að grípa til þess sem síðastta úrræðig þegar engu varð um þok að í viðleitni fólksins tif þess að bæta kjör sín og allt strandaði á vanþekkingu vinnukaupenda, sem ekki gátu skilið það, að það borg að'i sig beinlínis að borga verka fólkinu lífvænleg laun fyrir strit ið. STUNDUM VARÐ LÍKA að beíta þessu viðsjála vopni til þess að khýja fram frelsiskröfur og réttindamái. Þar hafði -löggjafinn staðjð gegn og oft tókst að stíga skref fram aðeins fyrír Það, að beítt var hörðu, það er, a.ð vinna i, ýar lÖÍð niður og 'framleíðslutæk in stöðvuð. En það var aldreí gert nema í nauðvörn- Það þekktist ■ ekki( að verkfall yrði hjá fólki, sem hafði fullar hendur fjár. ÞETTA ER BREYTT. Það er elng og verkfallsvopninu hafi ver ið stolið. Það er líkast því sem það hafi verið hrifsað úr höndum fólksins og því beitt í allt öðrum tilgangi en til var ætlazt. Því var aldrei af ráðnum hug beitt gegn sjálfu þjóðfélaginu. En það er nú gert. Það er rétt, sem sagt var í ú*varpinu nýléga, að verkfalls vopnið er nú stundum eins og skammbyssa í höndum bófa. ÉG FELLST Á ÞÁ SKOÐUN, að það eigi að gera strangari regl ur um beitingu verkfallsvopnsins. Grundvöllurinn á að vera við launakjör verkafólksins, lægst launaða fólksins, Stétt, sem hefur tvöföld Igun verk.amanns eða jafn vel þreföld, á ekki a.ð hafa ;-leyfi til vinnustöðvunar. Um mál slíkra manna eiga að fjalla gerðardómar eftir föstum og ákveðnum regl- um. ! MENN VERÐA AÐ láta sér skiljast, að gjörbreyting hefur átt sér stað í þjóðfélaginu. Baráttan stendur ekki nú orðið um brýn- ustu lífsnauðsynjarnar nema hjá lægst launaða fólkinu. Stundum eru milljónerar í verkfalli og hvað eftir annað gera hálauna- menn verkfall. Vitanlega veldur verkfall eða verkbann oft miklu tjóni fyrir þ.ióðarbú-kapinn, það er alla þjóðina. Það er ekkert vit í því, að þessu vopni sé beitt af hreinni og beinni græðgi. Og það er þjððin sjálf, sem á að stemma stigu við því. Það er hún, sem á að taka í taumana. FULLTRÚAR LÁGLAUNA- FÓLKSINS eiga að hafa forýstu fyrír þessu. Aðrir gera það ekkl- Það hefur alltaf verið alþýðan Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.