Alþýðublaðið - 24.04.1965, Qupperneq 3
Jafnaðarmenn á
fundi í London
London, 23. aprfl. (ntb).
l?orystnmenn jafnaSarmanna-
flokka í 13 Evrópnlöndum og Kan
adá eru komnir til London til aS
sitja fund á morgun á sveitasetri
brezka forsætisráSherrans Che-
quere, rétt fyrir utan Lundúni.
Stjórn AiþjóSasambands jafnaö-
artnanna hélt fund i dag í aSal-
stöðvum brezka Alþýðusambands-
ins. Fundinn sátu ýmsir þekktir
stjórnmálamenn, en upplýst er, að
fundurinn hafi ■ aðeins verið
vinnufundur til undirbúnings að-
alfundinum á laugardag. Fundin-
um í dag stjórnaði Bruno Pitter-
mánn, utanríkisráðherra Austur-
ríkis, en hann er jafnframt for-
maður Alþjóðasambandsins.
Flokkar þeir, sem eiga fulltrúa
á fundinum, eru flokkamir í Aust
urríki, Beigíu, Kanada, Dan-
mörku, Finnlandi, Frakldandi, V-
Þýzkalandi, ísrael, Ítalíu, Hol-
landi, Noregi, Svíþjóð, Sviss, og
Bretlandi. Meðal þeirra, sem
komnir eru, eru þeir Willy
Brandt, Jens Ðtto Krag og Tage
Erlander, en tveir þeir siðar-
nefndu sótu í kvöld kvöldverðar-
boð Wilsons forsætisráðherra í
Downing Street 10.
W»WtWWMWWWWWWMWWM%VMWWW(WMMWWMWWWMWVWWWWVWWM
Kröfugcinga í
Boston
Boston, 23. april (NTB-AFP).
DR. IVfARTIN Luther King fór í
dag fyrir kröfugöngu blökkumanna
í Boston. Um það bil 5 þúsund
manns tóku þátt í göngunni. Gang
an var farin til að mótmæla mis-
munun blökkumanna í skólum og
atvinnulífi í Norðurríkjunum. í
göngunni voru borin spjöld með
áletruninni „Við krefjumst íbúða
hér í staðinn fyrir sprengjur í Viet
nam“.
Rábstefna um rann-
sóknir og menntun
Helsingfors, 23. apríl. (ntb).
Möguleikarnir á nánara nor-
rænu samstarfi á sviði rannsókna
og æðri menntunar verður á
supnudag og mánudag rædd á
ráðstefnu, sem forsetar Norður-
landaráðs efna til í háskólanum
í Helsingfors. Meir en 200 þekkt-
ir fulltrúar stjórnvaldanna og op-
■ inberra rannsóknastofnana á Norð
urlöndunum fimm taka þátt í ráð
stefnunni, en hún er liður í við-
Belgrad. 23. apr. (NTB-Reuter).
KOCA POPOVTO sem í 12 ár hef-
ur verið utanrikisráðherra Júgó-
slavíu, hefur nú látið af þvi starfi
vegna kosningar í Þióðþinginu til
Sambandsstiórnar Wngsins. Kveða
lög á um að ekki megi maður sitja
í henni. ef hann er jafnframt í rík-
isstjórninni. Við utanríkisráðherra
embæt*inu teknr varautanríkisráð-
herrann, hinn 44 ára gamli Marko
Nikezic.
leitninni til að samræma, hag-
ræða og gera árangursríkari rann
sóknir þær, er stöðugt verða dýr-
ari og flóknari, jafnframt því, sem
hún stefnir að því, að unnt verði
að nota alla aðstöðu Norðurland-
anna á þessum sviðum til hins
ýtrasta.
Þeir, sem taka þátt í þessari
tveggja daga löngu ráðstefnu, eru
ráðherrar, stjórnarráðsstarfsmenn,
háskólarektorar, prófessorar, vís-
indamenn — allir þetr, sem hafa
úrslitaáhrif á rannsóknir og æðri
menntun í Finnlandi, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og íslandi. Ráð-
stefnan verður sett af forsætis-
ráðherra Finnlands, Johannes Vi-
rolainen, en forseti Norðurlanda-
ráðsins, Sigurður Bjarnason, mun
hefja hana með ávarpi. Verður
síðan strax gengið til verka við
að fara yfir og kynna ástand mála
á sviði rannsókna og æðri mennt
unar í hinum ýmsu ríkjum Norð-
urlanda.
Kvennadeild Slysa-
varnarfél. 35 ára
Verður það nýr
f lokkur - eða ekki?
MIKIL SUNDRUNG virðist vera tanan raða Alþýðubandalags-
ins um stofnun alþýðubandalagsfélags í Reykjavík. Sumir eru
með félaginu, aðrir á móti. Sumir telja það jafngilda stofnun
nýs flokks, aðrir telja það litla þýðingu hafa.
Um þessi mál hefur Alþýðublaðið rætt við þrjá menn,
Einar Olgeirson, formann Sósíalistaflokksins, Gils Guðmunds-
son, forystumann Þjóðvamarflokksins, og Jón Hannibalsson,
jstarfsmann hins óstofnaða alþýðubandalagsfélags.
Frjáls þjóð lýgur,
segir Einar.
Formaður Sós
íalistaflokks-
ins sagði, að
hér væri ekki
hægt að tala
um nýjan
flokk eða neitt
slíkt. Alþýðu-
bandalagið
var, er og verð
ur kosningaflokkur, en slíkii’
flokkar þekkjast víða, t. d. er
brezki verkamannaflokkurinn
þannig skipulagður, sagði Einar.
— Það, sem hér er um að
ræða, er aðeins skipulagning
Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík. Ég legg ekki mikið upp úr
því, sem Frjáls þjóð hefur verið
að skrifa um þetta undanfarið.
í skrifum blaðsins hefúr verið
lítill sannleikur, en mikið af
ósannindum. Það er ekki góð-
ur vilji, sem er þar á bak við.
Annars vil ég heldur lítið um
þessi mál segja, að svo stöddu,
sagði Einar Olgeirsson að lok-
um, en skrifum Frjálsrar þjóð-
ar verður að nokkru leyti svar-
að í Þjóðviljanum á laugardag.
Beðið síðan 1956,
segir Jón.
— Hvenær er
ætlunin að
stofna Alþýðu
bandalagsfélag
í Reykjavík?
— Það er ekki
fullákveðið,
hvenær geng-
ið verður frá
félagsstofnun-
inni, en lokaákvörðun um stofn
un félagsins hefur verið tekin.
— Hvað eru Alþýðubanda-
lagsfélögin mörg?
— Þau munu vera 16—17 á
öllu landinu.
— Hvað viljið þér segja um
andstöðu Sósíalistafélags
Reykjavíkur gegn stofnun fé-
lagsins?
— Ekkert annað en það, sem
Frjáls þjóð hefur sagt.
— Hvað verður um Málfunda
félag jafnaðarmanna, leggur
það upp laupana, þegar Aiþýðu-
bandalagsfélag verður stofnað
hér?
— Ég geri ráð fyrir því, ann-
ars veit ég ekki um þeirra
ákvarðanir.
— Verður Frjáls þjóð mál-
gagn hins nýja félags?
— Um það er engu hægt að
slá föstu, fyrr en félagið hefur
verið stofnað.
— Þessi félagsstofnun hefur
verið lengi á döfinni?
— Já, eftir þessu hefur verið
beðið frá 1956.
— Alþýðubandalagið er þá að
breytast úr kosningabandalagi í
stjórnmálaflokk.
— Já, það er mín skoðun, og
því fyrr, sem það verður, því'
betra.
★ Fundur á laugardag,
segir Gils.
— Hver er af-
staða Þjóðvarn
arflokksins til
væntanlegrar
stofnunar Al-
þýðubandalags
félags í Reykja
vík?
— Um það get
ég lítið sagt að
svo komnu máli. Það verður
fundur um þessi mál í mið-
stjórn Þjóðvarnarflokksins á
laugardag.
—■ Teljið þér, að Alþýðu-
bandalagið sé að breytast úr
kosningaflokk í stjórnmála-
flokk?
— Það hafa verið stofnuð Al-
þýðubandalagsfélög víða um
land og yrði líklega verkefni
fulltrúa þeirra að taka ákvarð-
anir um þetta.
Frh. á 13. síðu.
MHWWMWWWMMMMMMHWMMIVWMWMM1VWWWWWMWWMMWMWMMWVMWWVMMWV
Loftárásir á brýr og
vegi í N-Vietnam
Reykjavík, 23. apríl. — ÓTJ.
KVENNADEILD Slysavarnafé-
lagsins heldur hátíðlegt 35 ára
afmæli sitt 28. april næstk. í til-
efni af því hefur deildin ákvcðið
að kosta byggingu nýs skipbrots-
mannaskvlis s«*m ákveðið hefur
verið að reisa í Aðalvík.
Skýlið er gefið til minningar
um hjón;n Margréti Halldórsdótt-
ur og Magnús Bergmann Frið-
riksson, Njálsgötu 31, en á síð-
astliðnu ári atUeiddu þau kvenna
deildina að öllum eigum sínum.
Þá mun deildin ennfremur af-
henda Hjálparsveit Skáta í Rvik
10 þús. krónur að gjöf. Þess ber
að geta að upphæð sú, er varið
verður til skýlisbyggingarinnar er
hréin gjöf frá deildinni, og fyrir
utan hið lögboðna framlag til
Framhald á 4. síðu
Saigon, 23. apríl. (ntb-reuter). I
200 amerískar og suðurvietnam-
ískar flugvélar gerðu í dag hörð-
ustu árásina á Norður-Vietnam,
sem gerð hefur verið til þessa.
Flugvélarnar höfðu fyrir aðaltak-
mark að færa þjóðvegakerfi lands-
ins svo mjög úr vegi, sem mögu-
legt væri. Tókst þeim að valda
verulegum skemmdum á aðalak-
brautakerfinu, eyðileggja 7 mikil-
vægar brýr, eyðileggja ferju og
laska herstöð eina. Flugvélarnar
notuðu m. a. 340 kíló af spreng-
fimum eldflaugum og útvarps-
stýrðar eldflaugar af gerðinni Bull
Pup. Flugvélarnar höfðu etas
gott veður og hægt var að óska
eftir til þessara athafna sinna,
urðu fyrir tiltölulega vægri loft-
varnaskalthríð og mættu engum
varnarflugvélum.
Síðar í dag réðust sjóflugvélar
aftur að sömu stöðum og fyrri á-
rásin hafði verið gerð á og tókst
þá að fullkomna eyðilegginguna
víðast hvar. Bandarískar flugvél-
ar, sem ekki er vitað hve margar
voru, tóku einnig f dag þátt í að
ráðast á Vietcong-hermenn í S,-
Vietnam. í ljós er nú komið, að
Vietcong-hermenn hafa tekið upp
nýja bardagaaðferð. Gera þeir nú
leiftursnöggar skyndiárásir á
ýmsa staði, beita jarðsprengjum
o.s.frv.
Frétt frá Washington segir, að
repúblikanski öldungadeildarþing
maðurinn George Aiken, sem er
meðlimur utanríkismálanefndar
deildarinnar. hafi í dag mælt móti
áframhaldandi árásum á Norður-
Vietnam. Sagði hann að í ljós væri
komið, að árásir þessar gerðu ekk
ert gagn, þær hvettu eða neyddu
N-Vietnammenn auðsjáanlega ekki
til samninga. Hins vegar sagðist
hann alls ekki vera á því, a#
Bandaríkjamenn ættu að fara frá
Vietnam.
Semja um hagnýt-
ingu gass og olíu
París, 23. apríl. (ntb-reuter).
Frakkland og Alsír semja nú
um nýjan olíusamning, er mun
sennilega valda byltingu á sam-
bandinu milli hinna vestrænu
ríkja og þróunarlandanna i Af-
ríku, Asíu og Latnesku Ameríku.
Samkvæmt samningi þessum mjunu
stjórnarvöldin í Frakklandi og Al-
sír stofna sameiginlegt olfufélag,
þar sem báðir eiga helming, —
Verður það í nokkurs konar sam-
vinnufélags-formi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. apríl 1965 3