Alþýðublaðið - 24.04.1965, Page 5
Kristján Imsland
kaupmaður sextugur
Sunaanlands og alla leið aust
Ur á Hornafjörð er ágæt færð á
vegleysum á rennisléttu rifa-
hjarnl og ísilögðum ám og því
er páskaleyfinu eytt í bílferð
austur á land með ofurskammri
viðkomu á Höfn í Hornafirði,
og ég er að hugsa um hvern ég
þekki á þeim stað, ég á þar víst
ekki marga kunningja, nei,. En
ég á þar einn vildarvin, sem ég
man nú eftir og hann þarf ég
að sjá og spjalla ofuriítið við
Þar er Kristján Imsland, þessi
iundraverði maður, fem allt get
Ur. Skrifað smásögur, ort stökur
og ljóð, teiknað, málað og leik
ið. Já, leikið- Ég var ekki nema
12 ára þegar ég sá -hann fyrst á
leiksviði í smá skopþáttum, sem
leiknir voru fyrir kvenfélagið
í Neskaupstað, en síðar sá ég
hann oft á sviðinu og gleymi
honum a'ldrei. Hann virtist svo
jafnvígur á alU eing ógleyman
legur í skophlutverki Hilaríus
ar Foss í „Húrra krakki", Júl
íusar Seibold í „Saklausi svall
arinn“, Gísla í ,,Ráðskona Bakka
bræðra“ eða þegar aldur og
virðuieiki fóru saman er hann
lék Kotruna við vin sinn í
„Tengdapabbi“ eftir Gustav af
Gejerstam, eða þegar hann túik
aði þunga og alvöru lífsins í
„Öldur“ eftir Jakob Jónsson,
eða, mætti halda ótrúlega
lengi áfram. En það verð ég
að segja að þar fór saman kunn
átta og hæfileiki til að beita
andlitssvipbrigðum, líkamsvið-
brögðum og framkomu á leik-
sviði á réttan hátt, samhliða
skýrum framburði máls, ekki
lakar en lijá mörgum leikskóla
gengnum leikara. En þetta er
einstaka mönnum meðfætt, eða
sjálfþjálfað, að skilja og túlka
hlutverk sitt rétt.
Morgunsólin roðar jöklana kl-
0.30 þegar við rennum inn í
þögult Hafnarkauptún. Við þurf
um að fá okknr hnn^ín. svo að
Vlð getupi haldið áfram lengra
austur og rennum því að fyrsta
benzíneevmmum. sem við sjá-
ium. Á stéttinni við húsið ' tendur
þrekinn maður og klappar hund
'inum isínum- Þá kenni ég mann
inn og ekki bregður Kristján
gömlum vana, kominn á fætur
fyrir allar aldir. Ég snarast út
Úr bílnum og heilsa honum.
— Komdu sæll, nafni minn,
hvaðan ber þig að?
— Við komuum frá Reykjavík,
sunnanlands, erum á leið eitt-
hvað lengra austur, en vantar
benzín svara ég.
— Hérna eru lyklarnir strák
ar, þið setjið benzínið á bílinn
en þú kemur inn með mér á með
an nafni.
Við förum inn í gegnum stóra
búð og inn á skrifstofu, sem er
inn af búðinni. Þú hefur mikla
verzlun, nafni, segi égi þegar við
höfum setzt niður og kynblend
ingshundurinn er setztur í bezta
stólinn. — Nei, ekki mikla, bara
svo að ég geti lifað af þessu, verð
búinn að verzla hér í 15 ár í
haust, ef ég lifi það.
— Þú lifir nú miklu lengur en
það.
— Veit það ekki, er með æða
þrengsli í fótunum og svo eitt
Kristján Imsland.
hvað smávegis fyrir hjartanu,
eins og allir „höfðingjar", segir
Kristján og brosir— og svo verð
ég 60 ára næstkomandi laugar
dag, eða 24- þ.m.
—Sextugur — það getur ekki
verið, segi ég.
—Jú, sextugur.
— Jæja, og þú heldur þig
enn á leiksviðinu?
— Nei blessaður, nú er ég
hættur- Búinn að Reika yfir 40
ára tímabil, bæði á leiksviði og
í lífinu, en nú er ég hættur að
leika á náungann, segir Kristján
og hlær.
— Og líka hætur að yrkja og
skrifa? spyr ég.
Já, nema eina og eina stöku,
mér til gamans. Ég hætti alveg
að skrifa smásögur þegar ég
fékk verðlaunin fyrir smásöguna
„Hernámið” hérna á árunum,
ég þorði ekki að eiga undir því
að skrifa meira og kannski tapa
áliti sem ,,iskribent“ við það,
segir Kristján og kímir.
— „Hernámið" segi ég „mig
minnir að þú hafir verið um
tíma í norska hernum á stríðs
árunum-
— Það get ég varla sagt, ég
var kallaður inn, en eftir nokk
urn tíma gat ég fært sönnur á
að ég hefði öðlazt íslenzkan rík-
isborgararétt við 21. aldursár og
slapp því.
— Nú rekur þú verzlunarfyr
irtæki, en segðu mér eitt, þú ert
iðnaðarmaður og varst einu
sinni formaður Iðnaðarmannafé
lags Norðfjarðar?
— Alveg rétt, ég er rafvirki
en lagði starfið á hilluna þeg
ar ég réðist til Samvinnufélags
útgerðarmanna í Neskaupstað.
Fyrir það og aðra austfirzka út
gerðarmenn var ég hér á Horna
firði og sá um útflutning á ís-
vörðum fiski til Englands á
stríðsárunum- Ég er nefnilega
alinn upp við verzlun og útgerð
forfeðra minna á Seyðisfirði,
en flutti þaðan til Norðfjarðar
á kreppuárunum og eins og ég
sagði var ég hér á Höfn um helm
ing ársins. Mér þótti leitt að
vera svo lengi fjarvistum frá
góðri konu og börnum, svo við
varð húsfreyja að Dynjanda,
að í striðslokin. Ég gerðist starfs
m-aður hjá Kaupfélagi A-Skaft-
fellinga og starfaði hjá því með
an Bjarni heitinn Guðmundsson
var kaupfélagsstjóri, en er hann
hætti sem kaupfélagsstjóri, fór
ég frá kaupfélaginu og stofn-
setti eigið fyrirtæki, sem ég lief
rekið síðan.
— Stundarðu enn veiðiferðir
spyr ég og horfi á vopnasafnið,
sem hangir á hreindýrafeldunum
fyrir aftan nafna minn .
—Nei, hættur að fara með
skotvopn, nú orðið finnst mér,
sem ég geti ekki grandað neinu
dýri. Þetta var „sportidiotismi“
á Seyðisfirði, en sá sjúkdómur
er nú læknaður fyrir löngu, ég
vil eiga dýrin að vinum eins og
hann ,,Skotta“ minn hérna, seg
Framhald á 10. síðu.
Loksins komin á markaðinn
VOLVO PENTA
MD 2
Diesel bátavél 15,5 ha.
fyrirferðarlítil og létt
Getum útvegað nokkrar vélar fyrir vorið-
Ennfremur eftirtaldar stærðir:
7, 30—40, 82, 103, 141, 200 ha.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum
eða okkur.
EIRSS
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200.
MINNINGARORÐ:
trésmibur, ísafirði
Þann 23. marz sl. andaðist á
ísafirði Guðmundur Guðmunds-
son, trésmiður, tiil- heimilis að
Trangagötu 10. Hann var fædd
ur 5- desember árið 1883, að
Horni í Mosdal í Arnarfirði.
For'eldrar hans voru Guðmund-
ur Gíslason, böndi og Sigríður
Jónsdó4tir kona hans. Ungur
fluttist hann með foreldruíh sín
um að Kirkjubóli í Mosdal, en
síðar að Dynjanda. Guðmundur
var yngstur fjögurra systkina.
Tvær systur hans, Guðmunda, er
varða húsfreyja að Dynjanda,
og Guðný, sem lengi var bú-
se+t á ísafirði, eru látnar, en
sú þriðja, Sigríðu.r, dvelst nú í
sjúkrahiui Pátreksfjarðar-
Þegar Guðmundur var 16 ára
að aldri flutti hann til Bíldudalls
og gerðist fyrst sjómaður, en
síðan hóf hann nám í trésmíði
þar á staðnum, og lauk því árið
1909. Það sama ár kvæntist hann
fyrri konu sinni Sigríði Benja
mínsdóttur frá Múla í Dýrafirði
Settust þau að á ísafirði og
bjuggu þar upp frá því, en Sig
ríður dó árið 1938. Eignuðust
þau Guðmundur og Sigríður 6
börn, en þrjú þeirra dóu ung.
Á lífi eru Sverrir bankafulltrúi
á ísafirði, Hermann, sjómaður á
ísafirði, og Lilja húsfreyja í
Njarðvíkum.
Guðmundur Guðmundsson
Þau hjónin ólu einnig upp
systurson Sigríðar, Ástvaid
Bjarnason, sem fórst með vb.
Gissuri hvíta. Sfðairi kona Guð
mundar, Guðmunda Rósmunds
dóttir, lifir mann sinn, og eigal
þau fjögur börn, sem öll eru á|
lífi. Dætur þeirra, Sigríður, Friíí
gerður og Elínóra eru allar gifí
ar, en sonur þeirra, Matthías,]
dvelst í heimahúsum. Hjá þein*
ólust einnig upp þrír synír Gu f~
mundu frá fyrra hjónaband#
hennar, Sigurður, Ástvaldur og
Marías-
Guðmundur heitinn haiðl
þannig lengst af fyrir stórri fjöl
skyldu að sjá, og mátti ekki vicj
því að taka sér hvíldir frá störf
um. En hann var yfirleitt hraust
ur maður og bar aldurinn vel,
þegar árin tóku að færast yfir.
Á fyrri árum stundaði hann sj<5
mennsku og smíðar jöfnum höncl
um, en siðustu áratugina smífjj
ar eingöngu. Fyrir þrem árum
síðan kenndi hann þess sjúkdómg
er varð honum að aldurtila. Út
för Guðmundar var gerð frá
ísafjarðarkirkju 2. þ m. að við-
stöddu fjölmenni.
Með Guðmundi er horfinn af
sjónarsviðinu sérstæður maður,
sem snemma í langri og erfiðri
lífsbaráttu sannfærðist um Þa«$
ir Kristján og klappar hundinum
sínum.
Framh. á 10. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. apríl 1965 $