Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 9
a min í íslenzkum bókmenntum. Þetta sögusvið nota þeir Jónas og Jón Múli sér til að koma á framfæri skopi og skensi um margháttuð nútíðarfyrirbæri, og sætir furðu, hve víða þeim lánast að drepa niður, allt frá sundmennsku lög- regluþjóna hér í höfninni og annarlegum bókasafnakaupum til andatrúar og stóriðju og að- komUfjár á islandi. Sum atrið- in hafa á sér hreinan og beinan revíusvip eins og samtal þeirra Róbérts Amfinnssonar (Eyvind- ur) og Bessa Bjarnasonar (Andrés ritstjóri) um „tímritin“ sem rauriar varð eitthvert hið spaugilegasta í sýningunni. Þó varð það full-langt, ofmikið tal- að, oflengi, og gamanið þar með heldur gróft. Og svipað var uppi á teningi miklu víðar í leiknum; það er eins og höfundunum sé mest í mun að gjörnýta nú skop- tilefni sín. Fyrir vikið verður fyndni þeirra stundum í grófasta, stundum í allra léttvægasta lagi; til að mynda er Búkollugrínið allt orðið anzi langt áður en lýkur. Fyndni sjálfra andafund- anna, við styttu Járnhaussins, er heldur luraleg- Og smekk vísi bregzt þeim með beinum end emum þegar kemur að fylliraft inum Sigga lord sem er að þvælast út og inn aíla sýninguna með eina mein- ingarlausa setningu eða svo; það ipá raunar vera álitamál hvort þessi „fyndni“ sé kjánalegri en hún er ósmekkleg eða öfugt. Jón Júlíusson heitir aumingja maðurinn sem þurfti að standa í þessu hlutverki; einn brandari er afraksturinn af öllu hans erf- iði („Að hann skuíi ekki kvið- 1 slíta sig á öllum þessum drykkju- skap.”) Hugsanlegt er að vísu að höfundarnir hafi einhverjar „duldar meiningar” með þessari fígúru, og þá líklega Búkollu og Völu svörtu líka (Helga Valtýs- dóttir); en þær eru þá svo vel duldar að þær koma aldrei á daginn. Styttan af Jarnhaus, landnamsmanni. ★ HÁÐ EÐA GRÍN? Það er vitaskuld ógerningur að tala um eiginlega „ádeilu“ í Járn- hausnum eins og í' þennan pott er búið; höfundarnir láta sér nægja að gera léttilegt grín að samtíð sinni og aldarhætti. En ég hygg að nákvæmari og næm- legri háðfærsla daglegra og kunnuglegra lífshátta, atvika, viðhorfa, daglegs málfars hefði orðið leik þeirra til æðimikils framdráttar og arikið déilugildi hans stórmn. Nú gætir þvílíkrar viðleitni hvarvetna í leiknum, og ekki þá sízt- í sumum söngtext- um, en ekki nógu hnitmiðaðrar, einbeittrar, útfærðrar; þess vegna virðist efniviður leiksins óþarflega sundurlaus og sýning- in langdregin með köflum. Og leikhúsið virðist alls ekki leggja upp úr þessum þætti leiksins. Þess er vert að geta að í upp- haflegri gerð lýkur honum með einmitt þessi paródiska aðferð sem að sinni virðist skemmtileg- Valur Gíslason og Ilelga Valtýsdóttir í hlutverkum sínum. slunginni skopstælingu á Strompleik Laxness: inn kemur „fulltrúi" hins erlenda fjár- magns („bræðralagsins í Nýja- Sjálandi") í síðum kufli og ber fyrir sér „kyndilinn Sjarma". Hann leiðir menn til kirkju,1 áð- ur en öllu lýkur með söng og ærslum. Með þessu móti samein- ast í niðurlagi leiksins tvö helztu viðfangsefni hans, andakuklið, og fjárbraskið, í áþreifan- legri mynd; . og það er ust í leikritun þeirra Árnasona. En þessi endir var felldur niður í sýningunni þó það raski sam- hengi leiksins og taki broddinn úr háði hans. ★ DREPDD Á DREIF Sú aðgerð hlýtur að færast á reikning leikstjórans sem ber- sýnilega hefur átt fullt í fangi með að fella efnivið leiks og sýn- ingar til einnar heildar og raun- ar ekki tekizt það til neinnar fullnustu. Ekki veit ég nákvæm- lega verkaskiptingu þeirra Sven Áge Larsens og Baldvins Hall- dórssonar; .en styrkur og sam- hengi, sýningarinnar er einkum kominn undir. hópatriðum. henn- ar, kórum . og dansi, léttum og leikandi svip. hennar á sviðinu. Hitt yerður ekki séð að reynt sé að veifa henni merkingarlegan „farveg“ með mótandi leikstjórn það er því h'kast sem leikararnir móti hlutverk sín að mestu eða öllu upp á eigin spýtur. Þetta verður vitaskuld enn til að draga úr háðsgildi leiksins og drepa honum á dreif, þótt ein- hverjir aðrir verðleikar kunni að notast vjð þvílikt frjálsræði. En sum atriði leiksins. missa alveg marks vegna ónógrar leikstjórn- ar. Áður var nefndur þáttur lög- regliiliðsins í leiknum (Ævar Kvaran, Valdimar Lárusson, Flosi Ólafsson) sem enganveg- inn komst til skila og varð utan- gátta í sýningunni þrátt fyrir Framhald á 10. síðu. Söluumboð Bergþórugötu 3 - Sími 19032 ~ 2Í0070 EINKAUMBOÐ INGVAR HELGASON TRYGGVAGÖTU10 SÍMI 19655 Hvað sparið þér á að kaupa TRABANT? Þér sparið í stofnkostnaði frá kr. 35.000,00 til 60.000,00 miðað við næstu hliðstæða bíla. Þér sparið vaxtagreiðslur frá kr. 3.150 til 5.400. Fyrir vaxtagneiðslurnar einar er hægt að kaupa ca. 534 til 915 lítra af benzíni, en á því magni er hægt að aka TRABANT ca. 7.600 til 13.000 km. Það er því augljóst að TRABANT er hagkvæm- asti bíllinn. Pantið strax. — Góðir greiðsluskilmálar. NÝKOMIÐ Miðstöðvarofnar, mikið úrval. Pípur cg fittings, flestar stærðir og gerðir. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Laus staða Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík er laus staða gjaldkera III. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu minni fyrir 1. maí n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. apríl 1965. aöeins kr 87.500~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. apríl 1965 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.