Alþýðublaðið - 27.05.1965, Page 2
ffieimsfréttir
sidastliána nótt
★ SANTO DOMINGO: — Fyrstu bandarísku hersveitirnar
voru í gær fluttar frá Dóminikanska lýðveldinu og eiga brasilísk-
ar löggæzlusveitir að leysa þær af hólmi. Foringi Iierforingja-
stjórnarinnar neita'ði í gær a'ð fallast á myndun samsteypu-
stjórnar og vill að stjórn hans fari áfram með völdin. Hann hafn
aði friðartillögum SÞ, OAS og USA.
★ SAIGON: — Bandarískir landgönguiiðar áttu í höggi við
skæruliða Vietnam í gær. Loftárásum er haldið áfram á Norður
Vietnam. Noröur-Vietnam hefur hafnað indverskri tillögu um, að
fc'æzluliö Asíu og Afríkuríkja gæti friðarins á landamærum Norður-
Og Suður-Vietnam.
★ KAIRÓ: — Túnis sendir ekki fulltrúa á forsætisráðherra-
fund Arabaríkja, sem hófst í Kairó í gær. Túnis hyggst ekki
eenda fulltrúa á aðrar Arabaráðstefnur í framtíðinni.
★ KENNEDYHÖFÐA: Bandaríski geimfarinn Edward H.
iVhite á að stíga út úr geimfari sínu og dveljast í geimnum í 12 mín
útur þegar ..Gemini 4“ verður skotið frá Kennedyhöfða I næstu
viku.
★ KAUPMANNAHÖFN: Poul Hartling rektor hefur verið kjör
inn formaöur þingflokks danska Vinstri fiokksins í sta'ð Erik Erík-
eens fv. forsætisráðherra.
★ VARSJÁ: — Pólski kommúnistaleiðtoginn Wladyslaw Gom
ulka gagnrýndi í gær rómversk-kaþólska biskupa fyrlr að hafa ekki
tekið þátt í hátíðahöldum í sambandi við 20 ára afmæli frelsunar
Póllands undan oki nazista. \
★ WASHINGTON: — Sennilegt er, a'ð því er bandarískir her-
tnálasérfræðingar telja, að Kínverjar geti gert kjarnorkuárás á
Bandaríkin fyrir 1975. Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjui’ af
fejarnorkuvígbúnaði Kínverja.
★ PARÍS: — Franska stjórnin lýsti því yfir í gær, að áfram
haldandi afskipti erlendra ríkja af málum Dóminikanska lýðveldis
áns væri óguun við heimsfriðinn,
★ NIAMEY, Níger: — Fimm menn, þar á meðal fyrrverandi
ráðherra, hafa verið dæmdir til dauða fyrir samsæri um að steypa
fcíjórn Hamani Dioros forseta Niger í desember 1963.
★ BOGOTA: — Um 500 manns hafa verið handteknir eftir
gífurlegar óeiröir í Bogota, höfuðborg Kólombíu, á mánudaginn.
Fyrstu hermenn USA
fluttir frá Domingo
SANTO DOMINGO, 26. maí
(NTB—Reuter)
Ráðunautur Johnsons forseta í
öryggismálum, McGeorge Bundy
fór í dag frá Santo Domíngo til
Washington til að gefa skýrslu
um ástandið í Dóminika'nska fýð
veldinu- Jafnframt var byrijað að
flytja fyrstu bandarísku hersveit
irnar frá Iýðveldinu í dag.
Næstu daga verða allmargir
bandarískir hermenn fluttir frá
Santo Dómingo. Áður hefur verið
frá því skýrt, að hermennirnir úr
hinu sameiginlega friðargæsluliði
Ameríkuríkja koma til Santo Doifi
ingo. Brazilísku lögreglumennirn
ir eru 1.250 talsins. Bandarísku
hermennirnir, sem fluttir voru
burtu í dag, voru 600 talsins-
Leiðtogi dóminikönsku herfor
ingjastjórnarinnar, Barrera Im
bert hershöfðingi sakaði í dag
Bandaríkin, SV og Samtök Amer
íkuríkja um bein afskipti af inn
anríkismálum lýðveldisins. Hann
sagði að tiliögur, sem þessir að
ilar hefðu borið fram síðustu daga
til að leysa deiluna, væru óað
gengilegar, þar sem það skilyrði
væri sett, að ný stjórn yrði mynd
uð. Hann sagði, að herforingja
stjórnin hygðist halda völdum og
lagði til að bráðabirgðarþing yrði
kallað saman án undangenginna
kosninga.
Frá Paris berast þær fréttir,
að franska stjórnin hafi lýst því
yfir í dag, að áframhaldandi er
lend afskipti af innanríkismálum
dominikanska) lýðveldisins vælri
ógnun við heimsfriðinn-
Peyrefitte upplýsingamálaráð!
herra sagði að lokum ráðuneytig
Framh. á bls. 5
Ræddu vinnutím-
ann og orlofið
Reykjavík. — EG.
FULLTRÚAR Dagsbrúnar, Hlíf-
ar og verkalýðsfélaganna á Norð-
ur- og Austurlandi, héldu sam-
eiginlegan fund með atvinnurek-
endum í gærdag. Á fundinum var
einkum rætt um sameiginlegar
kröfur félaganna um lengingu or-
lofs og styttan vinnutíma. Þessir
sömu aðilar munu halda annan
fund á föstudaginn.
Þá héldu fulltrúar verkalýðs-
félaganna fyrir norðan og austan
fund með Sínum viðsemjendum
í gærdag og var þar rætt um
sérkröfur félaganna.
Sameiginlegi fundurinn, sem
Jfl| f§
IIÍIIIís
% 27. maí 1965
★ Frá samningafundinum i gærdag. (Mynd: JV)
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
að ofan getur, var haldinn í Al-
þingishúsinu og liófst hann kl.
fimmtán mínútur yfir tvö. Að því
er Guðmundur J. Guðmundsson,
varaformaður verkamannafélags
ins Dagsbrúnar tjáði blaðinu, stóð
fundurinn í um það bil tvær
klukkustundir. Var þar einkum
rætt um sameiginlegar kröfur fé-
laganna um styttingu vinnutímans
og hækkun orlofs í allt að 8%.
Voru málin rædd fram og aftur á
fundinum og lögðu fulltrúar verka
lýðsfélaganna áherzlu á, eins og
þeir hafa gert undanfarið, að sér
staklega verkamenn og verkakonur
hefðu dregizt aftur úr öðrum
stéttum hvað vinnutímann á-
hrærði og á því yrði að fást lag-
færing. Urðu aðilar ásáttir um að
halda annan fund næstkomandi
föstudag og verður þar að líkind-
um lialdið áfram að ræða þessi
sömu mál.
Kínverjar geta
gert atómárás á
USA fyrir 1975
WASHINGTON, 26. mal
(NTB—Reuter.)
Kínverjar munu sennilega geta!
gerti kjarnorkuárús á Biandarík
in fyrir 1975, að því er bandarísk
ir hermálasérfræðingar telja.
Samkvæmt upplýsingum leynl
þjónustunnar munu Kínverjar Þá
ráða yfir eldflaugum, sem skjóta
má heimsálfa á milli. Þe^sar upp
lýsingar verða til þess, að í skipu
lagningu bandarískra landvarna
verður æ meiri áherzla lögð á
varnir gegn því sem kallast frum
stæð, kínversk árás- Til þessa hafa
varnirnar miðazt við hættu á vold
ugri sovézkri árás með háþróuð
um vopnum, sem Rússar xáða yf
ir- i í
Almanak E.l.
Reykjavík. — EG.
ÞAÐ olli mörgum vonbrigðum
um áramótin, er Eimskipafélag
íslands tilkynnti, að vegna kostn-
aðar sæi félagið sér ekki fært a8
þessu sinni, að gefa út almanak,
eins og gert hefur verið um ára-
bil. Það upplýstist á aðalfundi fé-
lagsins í gær, að þess væri að
vænta, að almanak yrði gefið út
að nýju um næstu áramót vegna
■þess, hve margar raddir hefðu
heyrzt um að óæskilegt væri að
fella þennan fasta lið niður.
Reyðfirðingar
reiðubúnir
Reyðarfirði. — GS-GO.
ENGIN síld hefur borizt hingað
ennþá, Tveir bátar verða gerðir
út á veiðar héðan, Gunnar sem
er tilbúinn að fara út, en Snæ-
fuglinn er í kiössun í Noregi og
er væntanlegur innan tíðar.
Síldarbræðslan er tilbúin að
taka á móti og getur hafið bræð-
slu með annarri samstæðunni
innan skamms. Hún hefur verið
í notkun undanfarið við beina-
vinnslu. Afköst verksmiðjunnar
verða væntanlega um 3000
á sólarhring.
Hér verða í sumar 4 söltunai
stöðvar, eða sama tala og í fyrr:
Hér er mikil vinna við undirbú:
inginn að sildarmóttökunni og m
segja, að meðalvinnutími sé 1
til 12 klukkustundir á sólarhrinf
Verið er að byggja mjöl
skemmu, starfsmannahús fyrir
R og einnig er unnið að hafnai
bótum.
Sauðburður hefur gengið vé
þrátt fyrir kuldann.