Alþýðublaðið - 27.05.1965, Síða 7
Frá verkalýðsfélögunum
eftir Þorstein Pétursson
SAMNINGARNIR.
Nú eru aðeins 10 dagar þar
til samningar velflestra verka
lýðsfélaga falla úr gildi, eða
5. júní nk. — Samningaum-
leitanir rétt nýbyrjaðar. Þrátt
fyrir það að verkalýðsfélögin
hófu undirbúning að samninga
gerð í marzmönuði sl., hefur
enn sótt í hið gamla horf, þ.
e. að samningaumleitanir hefj-
ast ekki fyrr en um það bil
sem samningar falla úr gildi.
Ekki skal neitt sagt um ár-
angur af samningaumleitun-
um, en greinilegt er að þung-
lega horfir um að samningar
geti tekizt fyrir 5. júní.
Félögin á Norður og Austur
landi hafa sett fram kröfur
sínar og hefur ríkissáttasemj-
ari þegar tekið við stjórn
samningaumleitana þessara fé-
laga. Hér sunnanlands hafa
mjög fá félög sett fram kröfur
sínar um breytingar á samn-
ingum.
Sameiginlegar kröfur allra
verkalýðsfélaga eru: Hækkun
kaups, stytting vinnutíma og
aukið orlof, auk sérkrafna.
Höfuðvandamálið í þessum
samningum er sem fyrr, — á
hvern hátt megi tryggja kaup-
mátt þeirra hækkana, sem um
verður samið. Tilgangurinn
með kauphækkunum er fyrst
og fremst sá, að breyta skipta
hlutfallinu milli launþega og
atvinnurekenda, gera lilut laun
þega stærri en áður. í samn-
ingum undanfarinna ára hefur
þetta vandamál venjulega ver-
ið leyst með yfirlýsingum, um
að reynt verði að halda verð-
laginu í skefjum og tryggja
með því kaupmátt launanna.
Þessar yfirlýsingar hafa ekki
komið að neinum notum. —
Staðreyndin hefur verið sú,
að atvinnurekendur hafa á-
vallt getað velt öllum kaup-
hækkunum af sér út í verðlag-
Framhald á 10. síðu-
Þórir Ben. Sigurjónsson
fimmtugur
í DAG er Þórir Benedikt Sigur-
jónsson, starfsmaður í Skattstofu
Reykjavíkur, fimmtugur að aldri.
Hann er fæddur 27. maí 1915 á
Árskógsströnd í Eyjafirði. For-
eldrar hans voru þau Sigurjón
Gunnlaugsson, bóndi í Bröttuhlíð,
og kona hans Kristín Benedikts
dóttir. Stundaði Sigurjón sjó-
mennsku ásamt landbúnaðinum,
og var um tíma formaður á báti.
Þórir fór með móður sinni til
Hríseyjar. Hafði þá misst föður
sinn og var 9 ára að aldri, er
þetta gerðist. í Hrísey var hann
til 19 ára aldurs. Þaðan lá svö leið
hans til Eiðaskólans, og stundaði
hann þar nám í tvo vetur. Lagði
bann síðan stund á ýmis iðnaðar-
störf á Akureyri, en til Reykja-
víkur hvarf hann 1940, ög gekk
þar á Samvinnuskólann. Hefur
hann dvalizt hér síðan og stundaði
verzlunar— og skrifstofustörf og
nú er hann starfsmaður í Skatt
stofu Reykjavíkur.
Franthald á 10. síðu-
Þórir Ben Sigurjónsson
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík: Gúmmbarðinn h.f., Brautarholti 8, sími 17984; Akranes: Hjalti Benónýsson; Borgarnes: Kf. Borgfirðinga;
Króksfjarðarnes: Kf. Króksfjarðar; Patreksfjörður: Vélsmiðjan Logi; ísafjörður: Kjartan R. Guðmundsson & Co.;
Hólmavík: Kf. Steingrímsfjarðar; Blönduós: Kf. Húnvetninga; Laugaland: Karl Guðmundsson; Sauðárkrókur: Kf.
Skagafirðinga; Akureyri: Sana h.f; Vaidimar Baidvinsson; Siglufjörður: Raf tækjaverzl. Jóhanns Jóhannssonar; Seyð-
isfjörður: Vélsmiðjan Stál h.f.: Fljótsdalshérað: Verzlunarfélag Austurlands; Neskaupstaður: Verzlun Björns Björns-
sonar; Eskifjörður; Verzlun Elíasar Guðnasonar; Reyðarfjörður: Verzlun Kristins A. Magnússonar; Fáskrúðsfjörður:
Kf. Fáskrúðsfirðinga; Vík í Mýrdal: Kf. Skaftfellinga; Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga; Hella: Kf. Þór; Selfoss: Kf. Ár-
nesinga; og Kf. Höfn; Keflavík: Kf. Suðurnesja og Verzl. Stapafell; Vestmannaeyjar: Litla bílabúðin og Kf. Vestmeyja.
Einkaumboð ó íslandi: i|:ao»» ímmm* s íohmbs'
S BRIDGESTONE
ALbÝÐUBLAÐIÐ - 27. maí 1965 J