Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 2
★ LONDON: — Elísabet drottning' hefur sæmt The Beatles orðu brezka lieimsveldisins, og hinir síðhærðu söngvarar John Lennon, James McCartney, George Harrison og Ringo Starr geta liér eftir titlað sig M.B.E. og skreytt sig með tilheyrandi heiðurs- merkjum til marks um konunglega viðurkenningu. ★ CHICAGO: — Lögreglan í Chicago hefur handtekið um 300 etúdenta í mótmælaaðgerðum gegn kynþáttaaðilskilnaði í skólum. Margir leiðtogar mannréttindabaráttunnar voru handteknir, m. a. James Farmer. PASADENA: — Bandaríska geimfarið Mariner 4, sem á að taka nærmyndir af plánetunni Marz 14. júlí og senda þær aftur til jarðar, er nú í aðeins 13 milljón kílómetra fjarlægð frá reiki- stjörnunni og öll tæki geimfarsins starfa samkvæmt áætlun. ★ HOUSTON: — Bandarísku geimhetjurnar, majóraruir Jam- os McDivitt og Edivard White, hafa verið liækkaðir í tign og skip- aðir undirofurstar í bandaríska flughernum. Lyndon Johnson for- seti skýrði frá þessu, er hann kom til geimvísindastöðvarinnar í Houston til að óska geimförunum til hamingju með hina vel- tieppnuðu geimferð í Gemini 4. STOFNUÐ NORÐANLANDS Akureyri. júní. — GS—OTJ. EFNARANNSÓKNARSTOFA Norðurlands hefur veriö stofnsett á Akureyri og mun hefja störf þegar í sumar. Stjórn Ræktunar- félags Norðurlands boðaði frétta- menn á sinn fund í gær, og þar skýrði formaður þess, Steindór Steindórsson frá þessari merku stofnun. Efnarannsóknarstofa NorSur- lands hefur þegar fengið prýðis húsnæði hjá KEA, og jafnframt er um 1 milljón í stofnsjóði. Það fé var lagt til af Ræktunarsam- bandinu, KEA, SÍS, Búnaðarsam- bandi Norðlendingafjórðungs, og nokkrum kaupfélögum í Norðlend ingafjórðungi. Gamli simklefinni á torginu horfinn ★ ÓÐUM er miðborgin að breyta um svip, gömul og virðuleg verzlunarhús úr timbri eru rifin og í þeirra stað rísa himinháir bankar og skrifstofubygg inga úr stáli og gleri. Og nú er gamli símaklefinn á Lækjartorgi liorfinn, hann hefur staðið þarna í nokkra áratugi, en til hvers vita líklega færri, því síminn þarna liefur yfirleitt ekki verið í sambandi, en það er sama, turninn setti sinn svip á bæinn og er ekki laust við aö Lækjartorg sé heldur sviplausara eftir að hann hvarf. Rannsóknarstofan mun m. a. annast jarðvegsefnagreiningar og fóðui-rannsóknir fyrir bændur, en hún á þegar nokkuð nauðsynlegra tækja. í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands eru auk formanns, Steindór Steindórsson og Jónas Kristjánsson. Forstöðumaður Efna rannsóknarstofunnar verður Jó- hannes Sigvaldason. Samþykkt á Raufarhöfn Raufarhöfn. — GÞÁ—GO. Kaupgjaldssamkomulagið var samþykkt á Raufarhöfn í fyrra- kvöld með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Búizt er við að síldarverk- smiðjan verði tilbúin að hefja bræðslu um miðja vikuna. Merkjaljósum fiski- skipa verður breytt HINN 1. september næstkomandi taka nýjar alþjóðasiglingareglur gildi, en í þeim er gert ráð fyrir allverulegum breytingum á ljós- búnaði fiskiskipa. Skip, sem eru að togveiðum, skulu hafa 2 Ijós hvort þráðbeint upp af öðru með ekki minna en 4 feta og ekki meira en 12 feta millibili. Efra Ijósið skal vera grænt og neðra ljósið hvítt og skulu þau sjást, hvaðan sem litið er. Neðra ljósið skal vera það miklu ofar en hliðarljósin sem nemur tvöföldu millibili lóðréttu ljósanna. Á skipum, sem eru að fiskveið- um öðrum en togveiðum skal Ijós- búnaður vera hinn sami, að öðru en því, að efra ljósið skal vera rautt. Ef skipin eru styttri en 40 fet milli Ijósanna vera 3 fet. þessi skulu s.iást 2 siómílur álengdar að minnsta kosti. Þeg- ar veiðarfæri þessara siðarnefndu ná lengra en 500 fet út frá þeim í lárétta stefnu, skulu þau að auki hafa hvítt hringljós minnst 6 fet og mest 20 fet lá- rétt út frá lóðréttu ljósunum, í þá átt, sem veiðarfærið er. Á daginn skulu skip að fiskveið- um gefa starf sitt til kynna með því að sýna, þar sem bezt verð- ur séð, svarta bendingamyad gerða úr tveim keilum, hvorri trpp af annarri og þannig að oddarnir snúi saman og sé grunnflötur þeirra 2 fet að þvermáli minnsta kosti. Séu skipin styífiii en 65 fet mega þau hafa kör: stað þessarar bendingamyndar. Ef veiðarfæri skipanna ná lengra en 500 feb út frá þeim í lárétta stefnu, skulu þau að auki hafa svarta keilu með mjóa endann upp í þá átt, scm veiðarfærið er. Athygli manna skal vakin 4 þvf, að ljós þessi má. ekki sýna fyrr en 1. september og ljósin samkvæmt siglingareglunum frá 1949 má ekki sýna eftir 1. september næst- komandi. Nýju siglingareglurnar eru nú 1 prentun og vænta má, að þær komi’ út það túnanlega, að mönn- um gefist kostur á að kynna sér þær fyrir gildistöku þeirra. í þeim eru ýmsar aðrar breytingar en þær, sem að ofan getur. 250 hænur brunnu inni Reykjavík, 12. júní. — ÓTJ. RÚMLEGA 250 liænur drápust er stór verkfæraskúr brann tll kaldra kola að Blesastöðmn á Skeið um í gærkvöldi. Eldsins varð vart um 11 leytið, og slökkvilið'iff á Selfossi þá þegar kvatt á vett- vang. En þegar það kom á stað inn var eldurinn orðinn óviðráð- anlegur, svo að engu var hægt að bjarga. Ekki er fullkunnugt um áSvf'BPPtök eldsvoðans, en talið er að bHan í rafmagnsleiffslu hafi vald- iði eimsfréttir siáastlidna nótt ★ SAIGON: — Stjórn Phan Huy Quats í Suffur-Vietnam hef- tir sagt af sér og herforingjar tekið völdin í sínar liendur á ný. Sainþykkt var vantrauststiiiaga á fundi Quats með herforingjum. Allt er- með kyrrum kjörum í Saigon, en óttazt er að stjórnmála- ungþveitið í landinu fari enn vaxandi. ★ NEW YORK: — Afvopnunarnefnd SÞ, sem öll aðildarríki fieimssamtakanna eiga fulltrúa í, hefur samþykkt með 89 atkvæð- um gegn engu tiliögu um nýja ráðstefnu um afvopnun með þátt- töku allra ríkja heims, þar á meðal Kína. Júgóslavía og 34 Afríku- Cg Asíuríki báru fram tillöguna. Samþykkt afvopnunarnefndarinn- ar verður tekin fyrir á Allsherjarþinginu í haust. ENN ER G0Ð V Reykjavík, — GO. Sólarhringsaflinn var nú 36850 mál á 32 báta. Veður var sæmilegt á síldarmiðunum, en strekkingur við landið. Þessi skip tilkynntu síldarleitunum á Raufarhöfn og Dalatanga um afla sinn frá kl. 7 í fyrramorgun til kl. 7 í gær- morgun: Sigurður Bjarnason 1700 mál, Guðrún Jónsdóttir 1000, Jón Þórðarson 1000, Brimir KE 950, Helgi Flóventsson 1500, Hugrún ÍS. 1500, Þórður Jónasson 2100, EFNARANNSÓKNASTOFA Akurey 1650, Heimir 1400, Ingiber Ólafsson II. 1500, Höfrungur III. 1900, Helga Guðmundsdóttlr 1400, Faxi 1700, Mímir 650, Hrönn ÍS 750, Arnarnes 1000, Margrét 1400, Viðey 1300, Sæþór 1100, Jón Kjart ansson 1500, Þorgeir 400, Skarðs- vík 1000, Búðaklettur 1500, Sól- rún 600. Gullberg 1100, Skálaberg 60, Jón á Stapa 1100, Jón Eiríks- son 1100, Krossanes 1500, Hoffell 200, Sigurður Jónsson 1100 og Þráinn 700. 2 13. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.