Alþýðublaðið - 13.06.1965, Side 3

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Side 3
Herforingjar taka völdin í S-Vietnam Saigon og Washingrton. 12. júní. (ntb—reuter—afp). Stjórnin í Suðnr—yietnam und- ir forsæti Phan Quat hefur sagt af sér og herforingjar hafa aftúr tekið völdin í sínar hendur, að' því er skýrt var frá í Saigon og Wash ington í nótt. Valdaskiptin urðu að loknum fundi forsætisráðherrans og her- íoringianna um ástandið í land- inu. Meðlimir löggjafarráðsins, þ. e. bráðabirgðaþingsins, hafa einn ig sagt af sér. Á fundinum í gær var borin fram vantrauststillaga á stjórnina og var hún samþykkt með níu atkv. gegn þremur en 11 sátu hjá. Hin borgaralega stjórn tók við völdum í-nóvember í fyrra, en hún hefur alltaf ver-ið -ótraust í sessi vegna .afstöðu herforing.janna. Fyrsti' fórsætisráðherra stjórnarinnar var {Trang Van Huong og Phan Huy ( Quat tók við af honum í febrúar. Allt var með kyrrum kjörum í Saigon í nótt, en öflugur hervörð- ur var við mikilyægan stjórnar- byggingar þegar orðrómur um valdaskiptin fór að breið.ast út. — Formælendur bandaríska utanrík- isráðuneytisins sögðu þegar í gær kvöldi, að verið væri að skipta 1 um leiðtoga í Saigon. Stjórn Qu- ats mun sitja áfram til bráða- I birgða, án þess að hafa nokkur pólitísk völd. Framhald á 14. síðu. GOð SKÓGRÆKT ARVOR Reykjavík. — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Hákonar Bjarnasonar skóg- ræktarstjóra er yfirstandandi vor ákaflega hagstætt skóg- ræktinni, eins og reyndar öll um gróðri á landinu. Hlýindin voru að vísu nokkru seinna á. ferðinni á Norðurlandi og Aust urlandi, en vel virðist ætla að rætast úr. Vorið og sumarið 1939 er það bezta sem enn hefur komið á þessari öld, en vorin 1958, ’59 og 1960 voru einnig ákaf- lega góð. Hins vegar voru vorin í fyrra og hitteðfyrra einhver þau verstu á þessari öld og þó öllu verra í fyrra. | þessu sambandi má geta þess, að skógræktarstjóri kveð ur fólk fullfljótt á sér að höggva upp greni, sem orðið hefur illa úti í þessum tveim- ur síðastliðnum árum. Það geti sem hægast náð sér enn þá. — Verði það hins vegar ekki bú- ið að ná sér á strik í lok þessa mánaðar, er óhætt að fleygja því. Skógræktin hefur unnið að því að bæta skaðann í fyrra og hitteðfyrra, koma sér upp nýjum stofnum o.s.frv. Þannig að sama sagan á ekki að end- urtaka sig. GJÖF SÍS TIL HANDRITA- Dýrasta lystiferð heimsins hingað STOFNUNARINNAR AFHENT Eins og getið hefur verið um í fréttum ákvað átjándi aðalfund- ur Samvinnutrygginga, sem hald- inn var í Keflavík 31. maí s.l. að afhenda Handritastofnun íslands að gjöf kr. 100.000.00. Tiltekið var að gjöfinni skyldi varið til áhalda kaupa fyrir stofnunina eftir nán- ara samkomulagi við forstöðu- mann hennar. Þá fylgdi það með að gjöfin væri gefin í tilefni af- hendingar íslenzku handritanna, sem danska þjóðþingið hafði sam þykkt daginn áður. Formaður stjórnar Samvinnu- trygginga, Erlendur Einarsson, forstjóri. og framkvæmdastjóri þeirra, Ásgeir Magnússon, af- hentu gjöfina forstöðumanni Handritastofnunarinnar, Einari Ól. Sveinssyni, dr. phil., á heimili hans þann 2. þ. m. að viðstödd- um nokkrum stjórnarmönnum Handritastofnunarinnar og öðrum gestum. Hafði Erlendur Einarsson nokkur orð fyrir gjöfinni, en Ein- ar Ól. Sveinsson þakkaði þennan mikla höfðingsskap og kvað gjöf- ina koma í góðar þarfir, en þá væri ekki síður mikilsverður sá góði hugur og skilningur ráða- manna Samvinnutrygginga, sem fram kæmi í hinni höfðinglegu gjöf. Reykjavík, 12. júní. — GG. TVÖ skemmtiferðaskip hafa þegar komið hingað í sumar, Braz il til Ferðaskrifstofu rlkisins, og kemur væntanlega aðra ferð síðar í sumar. og Mauretania frá Cun- ardlínunni til Ferðaskrifstofu Zo- ega, en sú skrifstofa tekur á móti flestum skipanna. Næsta skip, sem skrifstofan tekur við er þýzka skip ið Hanseatic, sem kemur 21. júní með 700 til 800 farþega. 2. júlí kemur sænska skipið Gripsholm með 4-500, þá gríska skipið Akropolis 7. júlí með 3-400 Caronia 8. júlí, þá þýzka skipið Bremen með 7—800, þá Hanseatic aftur 22. júlí og loks Argentína 3. ágúst með 4—500 farþega. í landi fara farþegar af öllum skipunum, nema Gripsholm og Ar gentinu. til Gullfoss og Geysis. Farþegar af þessum skipum kaupa yfirleitt mjög mikið í landi segir Tómas Zoega, fulltrúi hjá Geir Zoega, en þó sérstaklega far Bítlarnir á vinsælda- lista drotningarinnar London 12. júní. (ntb-reuter). Elízabet Englandsdrottning sæmdi Bítlana í dag heimsveldis- orðunni og nú geta þeir síðhærðu og vinsælu skemmtikraftar bætt bókstöfunum M.B.E. aftan við nöfn sín og skreytt sig með orðu sem er vottur konunglegrar viður kenningar. M.B.E. er lægsti tit- ill orðu þeirrar sem stofnuð var árið 1917 af afa Elísabetar drottn ingar, Georg V., og er kjörorð hennar: „Fyrir guð og heimsveld- ið.” Filipus hertogi lét þess getið við afhendingu orðanna, að Bítlarnir inntu af hendi mikilsvert hlutverk við að fá fólk til að gleyma áhyggj um sínum og slappa af í önn dags ins. Sama dag fengu fjöldi ann-, arra þegna Bretaveldis orður, — þeirra á meðal stjórnmáiamenn, ambassadorar, listamenn og hers höfðingjar. en engar þessara orðu veitinga vöktu eins mikla athygli og viðurkenning Bítlanna. Eg hélt að maður þyrfti að aka stríðsvögnum og vinna styrjaldir til að fá orðu, sagði John Lennon, Framh. á 14. síðu. þegar með Gripsholm og þýzku skipunum. Gat hann þess, að skemmtiferðalagið með t. d. Brem en væri eitt dýrasta ferðalag sinn- ar tegundar í heimi, og með því fólk, sem ekki horfði í pening- inn. Bremen kemur hingað og til Akureyrar, og til þriggja hafna f Noregi á slíkri ferð. Tómas skýrði svo frá, aö yfir sumarið hefði skrifstofan starf- andi 40—50 túlka og leiðsögu- menn við móttöku þessara skipa, en að sjálfsögðu færi það eftir fjölda farþega á skipunum hve margir störfuðu í einu. ÓOOOOOOOOOOOOOOO HAB í EYJUM VELUNNARAR Aibýðublaðs ins! Styrkið blaðið ykkar með því að kaupa miða f Happdrætti Alþýðubiaðsins. Miðarnir eru sendir heim, ef þess að óskað. Umboðs- maður HAB í Vestmanna- eyjum er: Vilhelm Júlíusson, sími 1678. ooooooooooooooo-o ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. júní 1965 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.