Alþýðublaðið - 13.06.1965, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Síða 4
EG£ími> KHstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Bencdlkt Gröndal. — Kitstjój'narfull- trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900 - 14903 — Aiiglýsingasimi: 1490G. Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðjá Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. B0.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgeíandi: Alþýðuflokkurinn. FIMM VANDAMÁL í RÆÐTJ, sem Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra flutti á fundi kaupmanna í síðustu viku, fór hann nokkrum orðum um fimm vandamál, sem hann taldi hlytu að verða höfuðviðfangsefni íslenzkra efna- hagsmála og stjórnmála á næstu mánuðum og ár- um. Vandamálin eru þessi: 1. Nauðsyn þess að verðtryggja fjárskuldbinding- ar, þar sem með núverandi fyrirkomulagi rask- ast annars með algjörlega óeðlilegum hætti tekju- og eignaskiptingin í landinu og allt of sterkir hagsmunir verða tengdir því, að einhver verð- bólguþróun eigi sér stað. Minnti Gylfi í þessu sambandi á frumvarp ríkisstjórnarinnar um verð- tryggingu fjárskuldbindinga, sem lagt var fram á síðastliðnu vori. 2. Óhjákvæmileg nauðsyn er fyrir íslendinga að breikka grundvöll atvinnulífs síns. Minnti ráð- herra á, að fiskifræðingar hefðu bent á, að fyrir- sjáanlegt væri að aukningu sjávaraflans hér við land væru mjög þröng takmörk sett. Þess vegna þyrfti að vinda bráðan bug að því að hagnýta aðrar auðlindir landsins og búa ört f jölgandi íbú- um ný atvinnuskilyrði. Samhliða aukningu sjáv- arvöruiðnaðarins þarf að koma á fót nýjum út- flutningsiðnaði, sem hagnýtt getur orku fossanna og hveranna, sagði viðskiptamálaráðherra. 3. Innflutningstollar okkar eru að meðaltali miklu hærri en tíðkast í nokkru okkar viðskiptalandi, sem býr við svipað hagkerfi, og vegna síaukinna ferða íslendinga til annarra landa koma hinir háu innflutningstollar ekki til framkvæmda nema áð nokkru leyti. 4. Þróunin innan viðskiptabandalaganna í Bvrópu hefur orðið örari en ráð var fyrir gert og virðist því tímabært fyrir íslendinga að endurskoða af- stöðu sína. Það hefur aldrei komið til greina, að íslendingar gerðust aðilar að Efnahagsbandalagi , Evrópu eins og til þess var stofnað og eins og það starfar í dag, sagði ráðherra. : 5. Nauðsyn ber til að móta nýja stefnu í íslenzkum landbúnaðarmálum. Þrátt fyrir aukna vélvæð- , ingu hefur framleiðslukostnaður landbúnaðarins vaxið örar hér en í nágrannalöndum okkar, fyrst og fremst vegna kauphækkana. Verðmunur á óniðurgreiddum landbúnaðarvörum íslenzkum og hliðstæðum erlendum vörum er nú orðinn gífur- lega mikill og vegna umframframleiðslu eru út- flutningsbætur orðnar þungur baggi á ríkissjóði. Framangreind fimm atriði taldi Gylfi Þ. Gíslason ) í ræðu sinni, að hlytu að verða megin viðfangsefni ' íslenzkra stjómmálamanna og sérfræðinga á sviði J' efnahagsmála á næstunni. 4 13. jÚJií. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fyrir 16. júní NÝ SENDING Sumar - kvöldkjólar Stuifir - síðir BLÚNDUKJÓLAR ALSILKIK JÓLÁR CIFFONGEKJÓLAR HÖRKJÓLAR STRIGAKJÓLAR HAFNARSTHÆTI B Wallenberg er ófundinn Moskvu, 11. júní (NTB--Reuter —TT) Wallenberg—málið var tekið fyrirf en ekki er ástæða til bjartsýni, sagði Tage Erlander forsætisráðherra Svía eftir að hafa rætt við sovézka forsætisráðherr ann, AJeksei Kosygin í dag- Erland er kom til Moskvu í dag í átta daga opinbera heimsókn- Erlander sagði, að Rússar héldu þvi enn fram >að ekki hefði tek is4 að finna Wallenberg. Þedr heldu fast vlð þá staðhæfingu sína frá 1957, að Wallenberg hefði lát izt í Ljubljanka—fangelsi. Málið verður aftur tekið fyrir síðar. Er lander sagði, að Kosygin hefði þekkzt boðið um að heimsækja Sviþjóð. í veizluræðu fyrr í dag sagði Er- lander, að staðbundin deila eins HjóJbarðaviSgerðir1 OPIÐ AL'LA DAGA (LáKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FBA. KL. 8 TUi 23. Gúmmívinnustofan h/f Skipholti 35, Reykjtvík. og í Vietnam gæti orðið að ógnun við heimsfriðin. Nauðsynlegt væri að koma skriði á baráttuna fyrir afvopnun til að tryggja friðinn i viðræðunum við Kosygin voru vandamál SÞ efst á baugi. STENBERGS Maskinbyrd Stocholm AB framleiða alls konar trésmíðavélar, sérstæðar og sambyggðar. Vél sú er myndin er af, er lítil fyrirferðar, létt og afkastamikil, hentar mjög vel fvrir minni verkstæði, byggingameistara og ein- staklinga. — Leitið upplýsinga. Einkaumboð fyrir ísland: lónsson & Júlíusson Hamarshúsinu, vesturenda. Sími 15-4-30.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.