Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 9
hámessu í Ansgarskapellu. Gegnt nokkrir prestar og guðfræðinemar gengið pílagrímsför eftir rykug um þjóðveginum fr;V Linköping til Björkö og þannig viljað heiðra minningu Ansgars- Þeir eru klæddir munkakuflum fornum og girtir snæri- Búizt er við, að þeir nái Björkö á hvítasunnu. Ef til vill munu klukkurnar í kapellu Ans gars samtímis hringja inn hátíð ina og bjóða þá velkomna. „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir“ — gæti þetta ekki einnig átt við Birka og kristna arfinn þar? Svava .lakobsdóttir KÓPAV06I lagslieimilið kl. 8,30. Leikararnir Árni Tryggvason og klemens Jóns son og Bessi Bjarnason fara með gamanþátt. Rió-tríó úr Kópavogi syngur, þjóðlög. Síðan verður dans að úti og inni til kl. 1 eftir mið- nætti. Verður Svíþjóð kjarnorku veldi? KOMIÐ er í • ljós, sem marga hefur grunað, að Svíar athuga möguleika á að koma sér upp sjálfstæðum kjarnorkuherafla og hefja smíði kjarnorkuvopna áður en langt um líður. Vitað hefur verið, að í nokkur ár hafa verið dularfullar fjár- veitingar til leynilegra vísinda- rannsókna á sænskum fjárlögum. Einnig hefur verið vitað, að vís- indarannsóknir þessar hafa staðið í sambandi við framleiðslu kjarn- oiku, sem beita mætti í hernaðar legu skyni. Nú eru opinberar umræður hafnar um málið, og ekki er leng- ur unnt að einskorða umræðurnar við þröngan hóp ráðamanna. Yfir- maður sænska heraflans, Torsten KASTLJÓS Rapp hershöfðingi, hefur birt lang tíma áætlun um sænskar landvarn- ir og segir, að auka verði fjárveit- ingar til kjarnorkumála, ef Svíar eigi að koma sér upp sjálfstæðum kjarnorkuherafla innan Hokkurra ára. Hann leggur til, að til þessara mála verði árlega varið sem svar- ar 78 mdljónum (ísl.) króna. ★ Traustur grundvöllur. Svíar hafa ætíð verið taldir í hópi þeirra fimm þjóða, sem bezta möguleika hafa á að koma sér upp kjarnorkuherafla, en hinar þjóð- irnar eru Kanadamenn, Indverjar, ísraelsmenn og Egyptar. í umræð- um vísindamanna um hættuna á nýju vígbúnaðarkapphlaupi í kjöl 'far annarrar kjarnorkusprengju Kínverja hefur komið fram, að Svíar og Kanadamenn eru þær þjóðir, sem bæði hafa nauðsyn- legan fjárhags og vísindagrund- völl til að framleiða kjarnorku- vopn. Búast má við hörðum stjórnmála deilum í Svíþjóð um hina opinberu greinargerð Torsten Rapps hers- höfðingja um vandamálið. Hann segir, að þær 78 milljónir króna, sem hann leggur til að varið verði árlega til kjarnorkuvísinda, verði Svíum ekki einungis til framdrátt- ar á hernaðarsviðinu heldur einn- ig á sviði friðsamlegrar hagnýting ar kjarnorkunnar. Reynsla Frakka sýnir hins vegar að leiðix-nar milli hernaðarlegrar og friðsamlegrar hagnýtingar skilja mjög fljótt. Frakkar ein- beittu sér að hinni hernaðarlegu hlið í þrjú til fjögur ár áður en þeim tókst að sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sina. ★ Siðferðilegt vandamál. Hvað Svía snertir verður ekki hjá því komizt að taka ótvíræða afstöðu í þessu máli. Það er margt, sem blandast inn í málið. Spurt er, hvort siðferði- lega rétt sé að lýðræðisþjóð sem Svíar hefji smíði kjarnorkuvopna og torveldi þannig á sama hátt og Frakkar alþjóðlegar varúðarráð- stafanir gegn kjarnorkuhættunni. Spurt er, hvort rétt sé í póli- tísku tilliti að raska valdajafn- væginu í Evrópu með þessu móti og hvort hugsanlegar gagnráðstaf- anir kjarriorkuveldanna geti ekki bakað Svíum og grannþjóðum þéirra óbætanlegt tjón. Og spurt er, hvort sjálfstæður kjarnorkuherafli, sem kosta mundi óhemju mikið fé, kæmi Svíum að nokkru gagni. Svíar hafa hingað til haldið fast í hlutleysisstefnu Torsten Rapp, hershöfðingi. Hann vill að Svíar komi sér upp sjálf- stæðum kjarnorkuherafla. Ekkert er því til fyrirstöðu að Svíar geti hafið smíði kjarnorkuvopna. sina, jafnvel svo, að leiðir þeirra og vestrænna grannþjóða hafa skilið. Ef til vill verður erfiðara að gæta þessa hlutleysis, ef Rúss- ar vei-ða að horfast í augu við þá staðiæynd, að með því að virða hlutleysi Svíþjóðar eigi þeir yfir höfði sér hættu á kjai'norkuárás, sem ekki mundi stjói'nast af regl- um hinnar stóru, alþjóðlegu ref- skákar heldur misjafnlega góðum upplýsingum ríkisstjórnar smá- þjóðar. Beiðni sænska yfirhei'shöfðingj- ans um fjárv.eitingar til hernaðar- legra kjarnorkurannisókna hefur hvað sem öðru líður fært vandamálið í sambandi við dreif- ingu kjarnorkuvopna til Norður- landa,- ★ Alvarlegasta hættan. Svo seint sem í janúar sl. kall- aði Halvard Lange, utanríkisi’áð- herra Norðmanna, þetta vandamál alvarlegustu ógnunina við Ixeims- friðinn. Hann sagði: — Stórar þjóðir og smáar munu lifa í stöðugum ótta í heimi, þar sem kannski verða tíu og kannski tuttugu kjarnorkuveldi eftir fimm eða kannski tuttugu ár. Þau gætu rasað um ráð fram á erfiðum tím- um og sú freisting að grípa til hindrunarráðstafana gæti orðið ó- mótstæðileg. Fátt gæti hindrað lönd, sem litla ábyrgðartilfinn- Framhald á 15. síðu. Glæsilegf úrval. Ensk efnl. Tízkusnið. Klæðskeraþjónusfa. SPORTVER H.F. Skúlagötu 51. Sími 19470. Hraunprýðiskonur Sumarferðalagið er um næstu helgi. Upp- lýsingar í símum 50597, 50452 og 30681. Ferðanefndin. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR hefur á ný opnað verzlun sína í nýjum húsakynnum að ÓÐINSGÖTU 7, Rafliahúsinu við Óðinstorg. Mikið úrval af alls konar sportvörum. Sportvöruhús Reykjavíkur. HAGTRYGGING h.t. auglýsir eftir starfsfólki: 1. Framkvæmdastjóra. 2. Skrifstofustúlku. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, leggist inn á skrifstofu HAGTRYGGING H.F. fyrir 25. júní n.k. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. HAGTRYGGING H.F. Bolholti 4. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júní 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.