Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 15
Hannes . . . Framhald af 4. síðu gætu keypt klæðnað á sig og sína talsvert ódýrari en hér heima- ÞERÐLAG VEITINGAHÚS ANNA mun þá verka þannig einn ig, að hinir erlendu ferðamenn, sem hingað vilja leita, verður ekki sá flokkur manna, sem skilur eftir erlendan gjaildeyri, heldur bakpokalýður, sem lítinn gjaldeyri skilur eftir, en annars vil ég ekk ert amast við þeim, en ég vil að hinir komi líka- TIL HVERS ER ÞÁ verið að tala um að auka ferðamanna straum til íslands, ef veitingahús nnum á að iíðast það að beina honum burt frá landinu og einn ig að bægja íslendingum sjálfum frá nauðsynlegum skemmtiferða lögum í þeirra eigin landi. SVONA MÁ ÞETTA ekki ganga það opinbera verður strax að taka hér í taumana og hefjast handa“. MÉR HÖFÐU BORIZT til eyrna sögur um það, að veitinga liús hefði hækkað gífurlega alla þjónustu sína. Sumar sögurnar voru svo ótrúlegar, að ég trúði þeim ekki og ekki hef ég enn haft möguj'eika á að kanna það sjálfur- Nú barst mér bréf frá kunnum manni um þetta mál og veit ég að hann segir satt og rétt frá. Vitasiiepia e/f það tvíeggjað að lvafa verðlagið svo hátt, 'að fólk Iiætti að leita til gististaðanna. En hér er bréfið: FERÐALANGUR SKRIFAR: „Ég ætlaði ’að fara úr bænum um hvítasunnuhátíðina og dvelja í tvo daga á gistihúsi úti í sveit yf ir liátíðina, hringdi ég og spurði um verðlagið- Herbergið fyrir mig og konu mína kostaði 390 krónur fyrir daginn. Matur allur auka ilega. Mér blöskraði svo verðlag ið að ég hæ*ti við ferðalagið. Sagt var mér jafnframt að á veitinga stð einum, ekki langt frá Reykja vik, kostj kjötrét+ur með súpu og kaffi á eftir, kr. 190.00. Svíar . . . Framhald úr opnu. ingu hafa gagnvart umheiminum, í að koma af stað kjarnorkustyrj- öld. Þetta sagði Lange í janúar og orð hans eru enn í fullu gildi, jafnvel þótt hið nýja, hugsanlega kjarnorkuveldi sé norrænt. (Aktuelt. Mjólkurleysi . . . Framh. af bls. I rigningarvatni af húsum er þar safnað í brunna, bætir þetta nokk uð úr. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sérstakan fund í gærdag til að ræða þau vandamál, sem verk- Henri Fonda í ga manmynd Henry Fonda er nú tek inn til við að leika í gam anmyndum eins og svo margir leikarar af hans aldursflokki. Nýjasta mynd hans heitir „Sex and the single giríl“ og mótleikarar hans þar eru ekki af verri endanum- Þeir eru Tony Curtis, Natalie Wood, Mel Ferr er, Laurene Bacall og auk þess Count Basie. Tony Curtis leikur blaða mann við ^skandalablað ið“ Stop. Natalie Wood leikur mjög svo kvenleg an sálfræðing, sem hef ur nýlokið við að skrifa bókina „Sex and the single girl“ en henni var ætlað að betrumbæta hinn puritaniska amer- íska sexmóral. Stop, birt ir grein um bókina, og það í heldur háðslegum tón. Natalie verður auð vitað hoppandi vond, en hinn ástfangni koll ega hennar Mei Ferrer reynir sitt bezta til að lægja skap hennar. Tony fær það verkefni hjá blað inu að taka viðtal við Natalie, en hún vill að sjálfsögðu ekkert ræða við útsendara þess. Og þar kemur Fonda til hjálpar. Hann er virðu legur kaupmaður( eig andi risastórrar nælon sokkaverksmiðju. Eigin kona hang er Laurene Bacall, og á hún mjög erfj*t með að sætta sig við „professional“ áhuga eiginmannsins fyrir öll am konufótleggjum sem iklæddir eru nælonsokk um. Með hjálp Henrys tekst Tony að fá pantað an tíma hjá Natalie sem sálfræðingi- Þau ÍUl uU Ul kvikmyndir ......—iiiii— skemmtanir dœgurjöao^L Þau Laurene og Henry fara á næturklúbb til að halda upp á 10 ára brúðkaupsafmæli sitt. En þar sér Henry nýja tegrund af nælonsokkum, og þar með er gamanið búið. Það gengur á ýmsu í hjónabandi Henrys, og þegar frúin er sem verst, flýr hann yfir til Tonys. verða svo auðvitað ást fangin hvort af öðrR. Tony missir sína stöðu og Natalie sína, og allt er í grænum sjó. En eins og vera ber fer allt vel að lokum. Þau eigast. Laurene og Henry sætt ast og Mel Ferner fær gamla vinkonu Tonys í sárabætur. Til þess að auka enn stemninguna í öllum þessum látum, fá áhorfendur þrisvar sinnum tækifæri tU, að heyra í og sjá Count Basie. fallið skapar. Var þar samþykkt að sækja um undanþágu til ASÍ og félaganna, sem í verkfalli eru, um að Herjólfur megi flytja vatn og mjólk til Eyja. Alþýðublaðið aflaði sér þeirra upplýsinga í gærkvöldi að Vinnu- veitendasambandið hefð' fyrir hönd Skipaútgerðar ríkisins sótt um að Herjólfur fengi undanþágu til að flytja mjólk og vörur til Eyja, en fengið þau svör að um updanþágu fyrir Herjólf yrði ekki að ræða, en látið yrði óátalið þótt mjólk yrði flutt þangað með bát- um, eða öðrum skipum, sem verk- fallið nær ekki til. FlélasvæSin . . . Framhald af 3. síðu í Júgóslavíu hreif áin Drava með sér stíflugarð og flæddi yfir mörg þorp. Flytja varð 1.000 manns frá þorpum í grennd við Osijek, 50 km. fyrir vestan landamæri Ung- verjalands. Síldin . . . Farmhald af síðu 1. 29 skip með 38150 mál. Til Dalatanga tilkynntu þessi skip afla sinn: Skarðsvík 1100, — Björg II. 1200, Ágúst Guðmunds- son II. 400, Jón á Stapa 1100, Gunnhildur 550, Þráinn 850 og Sigurður Jónsson 1200 mál. Sam- tals 7 skip með 6400 mál. ✓ HAB I Vestmannaeyjum VELUNNARAR Alþýðublaðsins! Styrkið blaðið ykkar með því að kaupa miða í Happdrætti Alþýðublaðsins. Miðarnir eru sendir lieim, ef þess er óskað. Umboðsmaður HAB í Vestmannaeyjum er Vilhelm Júlíusson, sími 1678. 17. Júní hátíðahöld í Hafnafirði 1965 á tuttugu og eins árs afmæli lýðveldisins. Kl. 8 árdcgis: Fánar dregnir að húni. KI. 1.30 e. h. Safnazt saman við Bæjarbíó til skrúðgöngu. Gengið til kirkju. KI. 2.00 e. h. Helgistund í Hafnarfjarðar- kirltju. Síra Helgi Tryggvason predikar. Páli Kr. Pálsson leikur á kirkjuorgelið og stjórnar kór. i KI. 2,35 e. h. Skrúðganga frá kirkju að Hörðuvöllum. Kl. 2,50 e. h. Útihátíð sett. Form. 17. júní nefndar, Þorgeir Ibsen. LÚÐRASVEIT HAFNARFJARÐAR leikur. Stjórnandi: Hans Ploder. 1 FÁNAHYLLING. RÆÐA, HANDRITAMÁLIÐ: Dr. phil. Einar ÓI. Sveinsson, prófessor. KÓRSÖNGUR. Karlakórinn Þrestir. Stjórn- andi: Frank Herlufsen. ÁVARP FJALLKONUNNAR. Herdís Þor- valdsdóttir. 1 SVAVAR GESTS með hljómsveit og söngv- urunum Elly Villijálins og Ragnari Bjarnasyni. HANDKNATTLEIKUR, bikarkeppni: Vestur- urbær og Suðurbær. FÉLAGAR ÚR ÞJÓÐLF.IKHÚSSKÓRNUM, tvöfaldur kvartett með undirleik Carls Billich. Söngvarar: Guðrún Guðmundsdóttir, Ingveld- ur Hjaltested, Ingibjörg Þorbergs, Ragn- lieiður Guðmundsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hjálmtýr Hjálmtýsson, ívar Helgason og Jón Kjartansson. — Kvartettinn bregður upp þjóðlífsmyndum, sem Klemens Jónsson stjórnar og kynnir. 1 TVEIR LEIKÞÆTTIR. Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason og Hjálmtýr Hjálmtýsson. STJÓRNANDI DAGSKRÁR á HörðuvöUum og kynnir: Ólafur Þ. Kristjánsson. KI. 5.30 síðd. KVIKMYNDASÝNINGAR FYRIR BÖRN í kvikmyndaliúsum bæjarins. Kl. 8.00 síðd. KVÖLDVAKA VIÐ BÆJAR- ÚTGERÐ. ! I.ÚÐRASVEIT HAFNARFJARÐAR og KARLAKÓRINN ÞRESTIR. ÁVARP: Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri. SKEMMTIÞÁTTUR: Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson. EINSÖNGUR: Inga Maja Eyjólfsdóttir. FIMLEIKAFLOKKUR KR. Stjórnandi: Árni Magnússon. SKEMMTIÞÁTTUR: Árni Tryggvason og Klemens Jónsson. 1 EINSÖNGUR: Guðmundur Guðjónsson. STJÓNANDI KVÖLDVÖKU og kynnir: — Gunnar S. Guðmundsson. Kl. 10 00 sið'd. DANS FYRIR ALLA hjá Bæj- arútgerð. — Hljómsveit J. J. og Einar. 17. JÚNÍ NEFND : Hjalti Einarsson, Óskar Halldórsson, Þorgeir Ibsen. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júní 1965 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.