Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 13
gBÆJÁRBÍ E-JL 'w... —Z! Sími 5( Sími 50184. SÆNGUR Ný sænsk úrvalsmynd í Clnema- Scope, gerð eftir Vilgot Sjöman. Bibi Andersson Max Von Sidow Sýnd kl. 7 tfg 9. ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 16. júní 1965 J.3 Endumýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHHEINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 Pétur Hraus Vivi Bak Siw Malmkvist Sýnd kl. 7. ———— Sími 5 02 49 Ástareldur — Já, eiginlega alltof óeigin- gjörn, sagði hann brosandi. — Alltof góð. Ef ég þekkti þig ekki og vissi að þú ert svona þá færi eins fyrir mér og rannsóknar- lögreglumanninum. Ég myndi myndi halda að þú hefðir minnst morð eða innbrot á samvizkunni. Ég stirðnaði upp. — Rannsóknarlögreglumaður- inn? sagði ég spyrjandi. Halldór hrukkaði ennið. — Já, ég ætlaði einmitt að segja þér það í kvöld. Það kem- ur ef til vill maður frá rann- sóknarlögreglunni til að tala við þig um slysið. — Til mín? — Já, hann er að rannsaka slysið. — Ennþá? spurði ég og barðist við að dylja skelfinguna, sem hafði gripið mig. — Já. — En af hverju vill hann tala við mig? — Til að spyrja þig af hverju þú sért svona góð við mig. Hall- dór brosti til mín. — Vertu ekki svona hrædd. Mér tókst að sann- færa hann um að þú værir svona við mig af hreinni og skærri ást, en ekki af því að 'þú hefðir slæma samvizku af að hafa ekið yfir Rósu. — Áttu . . . áttu við að hann gruni mig? stamaði ég. — Nei, nei, svaraði Halldór róandi. — Ekki eftir að ég talaði við hann. Svo þyrfti hann ekki annað en sjá þig til að skilja að þú gætir aldrei gert neitt af þér og baeað yfir því. Þú hefur þína samvizku. Orð hans skáru mig og nístu. — Kannske vill hann fá stað- festingu á því, sem ég sagði hon- um. Og þó geri ég ekki ráð fyrir því. Mér sýndist hann missa alla trú á þér sem grunaðri eftir að ég sagði honum að við tvö, þú og ég . . . Guð minn góður! Var ég grun- uð? — Hvernig stóð á því að mað- urinn hélt að ég . . . ? Halldór hristi höfuðið. — O, fólk fær svona flugur í höfuðið, sagði hann. Hann er skrítin skrúfa þessi rannsókn- arlögreglumaður. Svo er hann orðinn svo þreyttur á að geta ekki uppiýst málið, þetta er ungur maður — nýr í starfinu, og hann grunar aUa. í morgun datt honum allt í einu í hug, að sá eða sú, sem sendi mér peningana, myndi sjálfsagt reyna að gera eitthvað fyrir börnin líka — og þá kom eng- inn til greina nema þú.” Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 23.HLUII Hann sá hvernig mér leið. — Vertu ekki svona áhyggju- full út af engu, sagði hann. — Eg talaði við hann og sagði honum, hvernig í öllu liggur. Eg held að hann komi ekki einu sinni og reyni að tala við þig. Mér fannst bara réttara að minnast á það,,ef hann skildi koma. — Já, auðvitað. Eg saup á glasinu minu og lagði það svo frá mér á hvítan borðdúkinn. Rétt við glasið var vandlega stoppað í blett. Skyldi það hafa verið brunablettur? — Hætta þeir aldrei að vinna að svona málum, Halldór? Eg hélt að þeir söltuðu þau eftir einhvern ákveðinn tima. Mánuð eða tvo mánuði, alls ekki eftir svona langan tíma. — Jú, svaraði Halldór. Þeir hefðu áreiðanlega gleymt þessu fyrir löngu, ef peningarnir héldu ekki áfram að koma. Fyrst fékk ég fimmtíu þúsund í fimm skömmtum og síðan þá hafa komið fimm þúsund reglulega um hver einustu mánaðamót. — Jæja, sagði ég bara. Eg vissi ekki, hvað ég átti að segja. Hvernig átti mig að gruna, að peningarnir yrðu til svo ills? Hann brosti til mín. — Fyrirgefðu, sagði hann, að ég skyldi fara að tala um svona leiðinlega hluti. Við vorum að tala um ólíkt skemmtilegra mál rétt áðan. — Þú varst að tala um það, leiðrétti ég hann. Eg skammaðist mín fyrir að vera eins og ég var. Skammað- ist mín fyrir að vera ekki verð- ug þess mikla álits, sem hann hafði á mér. Hann leit spyrjandi á mig. — Við hvað áttu með því að leggja svona mikla áherzlu á að það hafi verlð ég, sem var að tala um þetta en ekki við bæði? sagði hann. Eg vona, að þú eigir ekki við, að það sé ég einn, sem ímynda mér að við tilheyrum hvort öðru. Hann mátti ekki halda það, þó það væri satt. Ó, hvernig átti mér að takast að segja hon- um það. að vera ákveðin og hreinskilin, án þess að særa hann? — Eg fer hjá mér, þegar þú segir svona hluti, sagði ég. — Ferðu hjá þér? spurði hann og varð sár á svipinn. Eg stappaði í mig stálinu. Það var ekki um annað að gera en vaða beint út í það án þess að taka tillit til hans tilfinn- inga. Eg varð að gera það. — Eg er oft búin að segja þér það undir rós, Halldór, en þú hefur aldrei skilið mig. Eða réttara sagt, þú hefur ekki viljað skilja mig. Eg neyðist víst til að segja þér það berum orðum. Mér þykir að vísu vænt um þig og ég kann mjög vel við þig, því er ekki að neita. Eg veit líka vel, að ég hef eltzt við þig og reynt að ná í þig. En þegar ég ákvað að hætta við Sigurð, varð ég að hafa einhvern í hans stað, svo mér yrði miss- irinn ekki jafn þungbær. Það var engin framtíð í honum og ekki í þér heldur. Eg hélt að við gætum skemmt okkur sam- an. Mér kom aldrei til hugar að þú færir að tala um hjóna- band og aðra eins vitleysu. Jæja, þá var það sagt. — Þú hlustaðir á mig tala um Stórfengleg kvikmynd gerð af Orson Welles eftir sögu Franz Kafka, Der Prozess. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Péftyr og Vivi Fjörug músikmynd í litum. Fata viðgerðir SETJUM SKINN h JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERB. Skiphofti t. - Slltli 1 8448. iWWMMiWWWW-tWWMillWWW SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömln sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Síml 18740. framtíð okkar saman í gært Inga, sagði Haíldór og ég sá, að hann var orðinn reiður. Eg klappaði á hönd hans, sera lá á borðinu. — Svona nú, sagði ég. Eg veit það vel, en mér kom aldrei til hugar, að þér væri alvara. Þeir karlmenn sem ég hef þekkt, tala ekki um hjónaband í alvöra. — Þeir þekkja mig of vel til þess. Nú hafði hann fengið nóg. — Eg skil, sagði hann og beit antnony perkins romy 1 j scnneider 1 m L, ; ! í elsamartinel madéleine röl Hi:je Wnsi aiinemQieaij onsuzanne ?lon

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.