Alþýðublaðið - 29.06.1965, Side 1

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Side 1
SJÓMENN MÓTMÆLA ÚRSKURÐI YFIRNEFNDAR UM SÍLDARVERÐ SILDARFLOTINN er hættur veiðum. Skipstjórar skipanna samþykktu einróma a'ðfaranótt sunnudags að leggja niður veiðar í mótmælaskyni við ákvörðun yfirnefndar um bræðslusíldarverð- íð_ Eftir að atkvæðagreiðsla hafði farið fram um talstöðvar skip- . anna, var sjávarútvegsmálaráðherra og fleiri aðilum í Reykjavík, , sent skeyti, þar sem sagt var frá þessari ákvörðun. Áhafnirnar , munu standa með skipstjórum sínum í þessu rnáli. Bátarnir hafa .yfirleitt haldið til sinna heimahafna, nema nokkrir sem lagzt hafa ,á hafnir austaniands og norðan, en áhafnir þeirra hafa yfirleitt farið heim. •, t Blaðinu bárust í gær yfirlýsing- ar frá ríkisstjórninni og fleiri að- \ ilum og birtast þær á bls. 2 og 3 í blaðinu í dag. 40 — 50 bátar frá Reykjavík, ( /' Hafnarfirði, Keflavík og víðar af )|/***«» suðvesturlandi söfnuðust saman : við Grímsey frá því á laugardags kvöld og fram á sunnudagsmorg- un. Síðan héldu þeir heimleiðis og komu til hufna í gær. Annar floti fór frá Austfjörðum og suður fyrir land. Þá hættu bátar þeir sem hafa verið á síldveiðum við Vestmannaeyjar að undanförnu veiðum á miðnætti í fyrrinótt. Er það gert í mótmælaskyni við að enn hefur ekki verið ákveðið verð á síld til þeirra. Sjómaður á Vigra leggur af stað í land með pokann sinn. Mynd JV Meginkrafa sjómanna er sú, að bræðslusíldarverðið hækki um 30 krónur á mál, þannig að verðið til 15. júní verði 220 krónur og 250 krónur eftir þann tíma. For- svarsmenn LÍÚ og Útvegsmanna- félags Vestmannaeyja kváðust engin afskipti hafa liaft af þess- Framhald á 14- siðu. Skeyti skipstjóranna Skeytið sem síldveiðiskipstjórarnir sendu suður á laug. ardagskvöld, var svohljóðandi: Samkvæmt opinberri atkvæðagreiðslu gegnum talstöðvar síldveiðiskipanna, þar sem sú ákvörðun var tekin, að ekkert síidveiðiskip fari tii veiða fyrr en kaupendur bræðslusíldar samþykktu að greiða fyrir síldina eftirtalin verð: Síld veidd fyrir 15. júní 1965, lágmark kr. 220 pr mál. Síld veidd eftir 15. júní 1965, lágmark kr. 250 pr. mál. Viljum vér hérmeð tilkynna yður þessa ákvörðun vora F.h. síldveiðisjómanna. Haraldur Ágústsson, Andrés Finnbogason, Hrólfur Gunnarsson, Halldór Benediktsson, Benedikt Ágústsson, Örn Erlingsson, Sævar Sígurjónsson, Björn Jónsson, Magnús Magnússon, Þórður Hermannsson, Sævar Brynjólfsson, Pétur Jóhannsson, Valdimar Jónsson, Aðalbj. Sigurlaugss,, Björn O Þorfinnsson. Undirskrift staðfestir Haukur Þorgilsson símritari. Guðmundur í. Guðmundsson utanrikisráðlierra og frú hans, taka á móti Torsten Nilsson utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, og frú hans, á flugvelli num I gær. — (Mynd JV). Torsten Nilsson 4 kom hingað í gær Reykjavík, — EG TORSTEN NILSSÖN, utanrík- isráðherra Svía, og kona hans ásamt fýlgdarliði komu í opin- bera heimsókn til íslands í gær. Ráðherrahjónin komu með Sól faxa Flugféiags íslands frá Osló, en vélin lenti á Reykja- víkurflugvelli klukkan rúm- lega hálf fimm. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra og kona hans tóku á móti gestunum við komuna. Upphaflega átti Nilsson að koma klukkan þrjú, en Sól- faxa seinkaði í Osló og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en klukkan hálf fimm, sem fyrr segir. Nilsson og kona hans stigu fyrst út úr flugvélinni og heils uðu utanríkisráðherra, Guð- mundi í. Guðmundssyni og konu hans, sænska sendiherr- anum á íslandi og frú og ráðu- neytisstjóra íslenzka utanríkis ráðuneytisins, sem einnig var þarna. í fylgd með sænsku ráð- herrahjónunum eru Leif Bel- frage ráðuneytisstjóri, P. R. Hichens-Bergström. deildar- stjóri og Par A. Kettis fulltrúi. Torsten Nilsson lét svo um- mælt við komuna, að þetta væri í þriðja skipti, sem hann kæmi til íslands og kvaðst hann hafa hlakkað mjög til þessarar ferðar og vonaðist hann nú til að geta séð meira af landinu en hann hefði áður gert. Af flugvellinum var ekið til ráðherrabústaðarins, þar sem ráðherrahjónin munu dveljast. í gærkvöldi sátu þau kvöld- verðaiboð Guðmundar í Guð- mundssonar utanrikisráðlierra og konu hans í ráðherrabústaðn Framh. á 14. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.