Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 4
Kltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Kitstjórnarfull trúi: Ei'ður GuBnason. — Síinar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900 ASsetur: AlJiýSuhúsið viS Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja AlþýSu blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I iausasölu kr. 5.00 eintakiS Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stöðvun síldveiðanna ÍSLENZKA ÞJÓÐIN stendur höggdofa yfir hinni skyndilegu stöðvun síldveiðiflotans. Slík i j tíðindi hafa aldrei fyrr gerzt í landinu og var sorg- í leg sjón í gærdag að sjá hvern síldarbátinn á fæt- ur öðrum sigla inn á Reykjavíkurhöfn, þegar , veiðar ættu að standa sem hæst. í Hvað veldur því, að skipstjórar síldarbátanna ' I r • • grípa til slíks örþrifaráðs fyrirvaralaust? Því var | svarað með skeyti, sem skipstjórarnir sendu frá ; Raufarhöfn seint á laugardagskvöld. Þetta skeyti j ber með sér, að það er verð síldarinnar, sem vald- ið hefur þessum viðbrögðum. Skipstjórarnir tilkynna, að með opinberri atkvæðagreiðslu gegn- i um talstöðvar skipanna hafi sú ákvörðun verið tekin, að ekkert síldveiðiskip skuli fara til veiða, fyrr en kaupendur síldarinnar samþykkja að greiða 220 krónur fyrir mál veitt fyrir 15. júní og 250 krónur fyrir mál veitt eftir 15. júní. Verð síldarinnar var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins, en í því eiga sæti fulltrúar sjó- manna og útgerðamianna, svo og fulltrúar síld- : arkaupenda. Þegar ekki náðist samkomulag í þessu i ráði, ivar málinu samkvæmt lögum vísað til yfir- 1 nefndar, en í henni eiga sæti fulltrúar síldarselj- ; enda og síldarkaupenda með forstjóra Eínahags- stofnunarinnar sem oddamann. í f jarveru Jónasar j Haralz er Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur ] oddamaður í yfirnefndinni, sem kvað upp úr- j skurðinn. Viðhorf síldarsjómanna byggjast á þeirri vit- neskju, að síldarverksmiðjur græddu yfirleitt I stórfé í fyrra, og verð á síldarlýsi og mjöli hefur j en« hækkað verulega. Telja þeir, að af þeim sök- v um geti verksmiðjurnar greitt enn meiri hækk- i un á síldarverð en úrskurð.urinn gerði ráð fyrir, | og krefjast 250 króna á málið. Síldarverksmiðjur j rikisins telja hins vegar, að samkvæmt áætlun- ! um um aflamagn og verðlag geti verksmiðjurnar ekki greitt nema 225 krónur á málið. Fyrir utan deilur um síldarverð hafa sjómenn .• haft uppi háværar kröfur um önnur mál, sem þeir telja, að geti haft veruleg áhrif á afkomu þeirra. Eitt þessara mála er mæling síldarmagns- ins við löndun. Er magnið nú grófmælt í löndunar- tækjum, en sjómenn hafa krafizt þess, að síldin yrði vigtuð. Er það mjög sanngjörn krafa af þeirra hálfu, og féllst Alþingi loks á það síðastliðinn vet- ur, að athugað yrði, hvernig hægt er að koma vigtun fyrir. Vildi Alþingi, að reynt yrði að hefja almenna vigtun sumarið 1966. Aðdragandi síldardeilunnar, sem leitt hefur til fyrirvaralausrar stöðvunar veiðanna, hefur verið i langur og flókinn og án efa hefur verðlagningin j 4 29. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fyrirliggjandi ÞÝZKT RÚÐUGLER 2, 3, 4, 5 og 6 mm. þykktir. Hamrað gler 3 — 4 mm. Gróðurhúsagler 45x60 cm. og 60x90 cm. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. — Sími 1-1400. — Ríki, sem er í upplausn ÞA» ER GOTT VEÐUR fyrir Austuriandi. Síldin bíður í isjón um- Það er illviðri á síldveiðiflotan um. Undir forystu skipstjóranna hverfa skipin af miðunum. Þau ejþu þ heímlejð. Skipfljóraynir hafa tekið sig saman um það gegn um talstöðvarnar að hætta veið um og sigla heim. Einhverjir liafa þó skilið skipin eftir og ráðið hejmamenn til að gaeta þeirra, en tekið sér sjálfum flugfar burtu frá verstöðvunum- ÞETTA ERU furðuleg tíðindi. Maður gat hinsvegar átt á ýmsu von, enda farinn að venjast ýmsu í fari þes;arar undarlegu þjóðar sem virðist álíia, að hver hópur út af fyrir sig, sé þjóðin öll, og varði ekkert um hina. Þeir fengu tutt ugu þúsund mál í Vestmannaeyj um — og hættu- Það var ýndislegt veður á miðunum fyrir Austur landi — og þeir sigldu heim. EF MABUR SKYGGNIST til liðinni áratuga , þá getur það ekki farið fram hjá manni, að sjúkdómseinkennin ágerast og sjúkdómurinn fer vaxandi. Þetta, sem við köllum íslenzkt ríki, er að leysast upp í fjölmarga hags munahópa, sem allir þykjast liafa Iög að mæla. Hrófatildrið, sem við köllum ríki hefur enga stjórnar skrá og ekkert framkvæmdavald Ef einliver er ekki ánægður með lög; þá tilkynnir hann aðeins að hann fari ekki að þeim. MER dettur ekki í hug að ræða það hvort síldarverðið sé eins og það eigi að vera, ég hef ekki vit á því, og mér dettur heldur ekki í hug að ásaka einn eða annan að ila. Þeir eru allir sjú.kir, því að kerfið er sjálft sjúkt og hefur ver ið það lengi. FÍKNIN í FJÁRMUNINA hefur SVipt okkur dómgreind. Við öflum mikils til þess að eyða því í það sem við höldum að sé lífsgæði, en felur mjög oft dauðann í sér, og menn skulu ekki halda það að hægt sé að gera fólk ánægt, Það verður aldrei hægt- ÞEIR REYNAST GRIMMARI í krafsinu, sem bera mikið úr být um heidur en þeir, sem berjast í bökkum. Þetta er eldgömul saga — og hún endurtekur sig sannar lega- Þeir virðast helzt vaða út í verkföll og stöðvanir, sem hafa mest. Hinir fara sér hægar og reyna að gæta allra átta. Það er í raun og veru alveg sama hver á að heita að stjórni þessari þjóð, þeir verða allir jafn máttvana gegn ofsanum. Hannes á horninu. Þýzkir kvenskór Ný sending. — Stórglæsilegt úrval. SKÓVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. Seljum næstu daga nokkurt magn af karlmannaskóm fyrir kr. 240,00, kr. 310,00, kr. 315,00 og kr. 450,00. Ennfremur ýmsar gerðir af karlmannasandölum Verð frá kr 246.00. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. gengið hægar og verr en æskilegt hefði verið. Úr því sem komið er hlýtur öll þjóðin að taka undir þá ósk, að hið skjótasta greiðist úr þessu máli, svo að síldveiðar hefjist á ný. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4 - Síml 11043.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.