Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 15
Ásgeir G. Stefánsson Framhald úr opnu. öðru sem öllum er kunnugt, þó að á þetta þrennt sé drepið mönnum til athugunar og minnis. Bæjarút- • gerðar Hafnarfjarðar er nú sjald an minnzt nema helzt þegar talað er um skuldir. Því er sjaldan flík- að hvert innlegg hún á hjá borgur- um Hafnarfjarðar, ungum og göml um — og þess er sjaldan minnzt hversu mikið hinir fjölmörgu eiga hinum mörgu er þar störfuðu af kostgæfni og árvekni til sjós og iands að þakka, en þó síðast en ekki sízt manninum sem gaf þeim líf sitt allt á beztu árum æfinnar Ásgeiri Stefánssyni forstjóra. Eins og að líkum lætur gegndi Ásgeir heitinn mörgum trúnaðar störfum meðal samtaka útgerðar- ,manna. í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipa eigenda um áratuga skeið. í stjórn Landssambands útvegs- manna. t Samtryggingu ísl. botnvörpunga o. fl. félögum. Getur nærri að hann skipaði sess sinn vel pg ávann sér ekki aðeins traust heldur og vináttu samverka .manna. Eru þau mörg dæmin og minnisstæð um sérstaka góðvild og vináttu sem vart á sinn líka um þennan ágæta, stórbrotna en við kvæma mann, sem nú er kvaddur kærum vinar kveðjum. Kæra Sólveig — ástríku börn Asgeirs Stefánssonar, vandamenn ,og vinir — megi forsjónin vera það, sem hann vildi að hún væri ykkur og blessi ykkur minningu lians. Innilegar samúðarkveðjur. Jón Axel Pétursson. Guðmundur HaHdérsscm Framhald af 7. síðu. lags, reyndist honum ávallt auð- velt að vinna að félagsmálum iðn- aðarmanna og vera í forystu þeirra, enda hafa iðnaðarmenn eins og reynslan sýnir, óspart not- að' sér það á liðnum árum, með því að fela honum sívaxandi störf og ábyrgð. Guðmundur kvæntist 16. nóv. 1931 eftirlifandi konu sinni Jó- 1 hönnu Lovísu Jónsdóttur frá Höfn ' í Fljótum, hefur sambúð þeirr-a | verið með ágætum. Má nærri geta að ekki ósjaldan hefur það skapað . óþægindi og erfiði fyrir eigin- konu og fjölskyldu, öll þau störf sem Guðmundur hafði með hönd- um og fáar hljóta að hafa verið stundirnar sem hann gat verið óskipt.ur með fjölskyldu sinni, en óhætt má fullyrða að án góðrar konu hefði honum ekki tekizt að ijúka sínu dagsverki, enda var hún honum sú stoð, sem þurfti og stóð við hlið hans í öllum hans störfum. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra eru búsettar í Reykja vík, en ein í Danmörku. Að Guðmundi Halldórssyni er sár harmur kveðinn, ekki ein- göngu að eftirlifandi konu hans og f jölskyldu, heldur. og að samstarfs mönnum og vinum um allt land, cn bót er í harmi að minnast hans góðu og miklu verka og sem fram úrskarandi góðs félaga. Ég flyt Guðmundi látnum þakk- ir fyrir löng og góð kynni og góða samvinnu okkar á mUli öll þau ár sem við höfum starfað saman, ég flyt honum einnig þakkir. iðnaðar manna fyrir öll störfin, sem hann vann i þeirra þágu. Eftirlifandi konu hans og öðr- um ástvinum færi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið þeim styrks og blessunar- frá þeim sem öllu ræður. Vigfús Sigurðsson. Skipting Framhald af 4. síðu ur vara. Þessu til sannprófunar fór yfirnefnd yfir heimildir kaup- enda um fitumælingar snemmsum ars allt frá árinu 1955. Staðfestu þær heimildir, að fituinnihaldið fer yfirleitt ekki að komast í eðli legt horf sumarvertíðar fyrr en eft- ir miðjan júni. Með aukinni tækni við síldar- leit og síldveiðar hafa skapazt skil yrði til veiða yfir lengri tíma árs og á fleiri og fjarlægari veiði- svæðum en áður hefur verið, án þess að sú staðreynd breyti nokkru um þau skilyrði, er ráða fituinni- haldi síldarinnar á hinum ýmsu árstíðum. Verðákvörðun sumarsíldar bygg ist á meðalútkomu afurða úr hverju máli bræðslusíldar um fimm undanfarin ár. Sú reynsla er að yfirgnæfandi hluta fengin af tímabilinu frá þvi um miðjan júní, og veitir því ekki grundvöll til að byggja á áætlun um afurðaútkomu vorsíldar. Gegn eindregnum mótmælum fulltrúa kaupenda er því ekki fært að gera kaupendum að skyldu að greiða sama verð fyrir vorsíldina og samsvarar áætlaðri afurðaút- komu sumarsíldar. Ekki verður talið fært að gera jöfnun á milli vorsíldar og sumarsíldar. Veiðar vorsíldarinnar falla mjög misjafnt á bátaflotann í samanburði við sumarveiðarnar, án þess að nokk- ur ástæða sýnist til að valda verð- jöfnun þeim bátum í hag, er hefja veiðarnar snemma, en öðrum í óhag. Sömuleiðis hefur skiptingin á einstakar verksmiðjur reynzt verulega misjöfn. Niðurstaðan af hlutlægu mati allra aðstæðna hlýtur því að verða sú, að verðlagstímabilin verði tvö. Eftir atvikum þykir rétt, að mörk in séu sett á milli 14 og 15. júní. Ákvörðun verðlagsins. Lög um verðlagsráð sjávarútvegsins mæia svo fyrir, að meiri hluti atkvæða í yfirnefnd ráði úrslitum. Fordæmi er fyrir því, að oddamaður skeri sjálfstætt úr um ágreining deilu- aðila, ef langt er á milli úrslita- krafna þeirra og oddamaður getur á hvoruga fallizt. Oddamaður er bundinn þagnar- skyldu um tilraunir sinar til að ná samkomulagi og um afstöður full- trúanna í nefndinni að öðru leyti en fram kemur við endanlegan úrskurð verðsins. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi allra aðila í nefndinni. En fyrir atbeina oddamanns gátu kaupendur fallizt á tillögur hans um, að verðið yrði kr. 190.00 á mál til og með 14. júni, en kr. 220.00 á mál á tíma- bilinu 15. júní til 30. september, en við síðara verðið bætist gjald skv sérstökum lögum, kr. 15.00 á mál. Hækkun sumarverðsins frá fyrra ári nemur 21%, miðað við bæði verðin án tillags í flutninga- og jöfnunarsjóð, en 27% ef þau til- lög eru meðtalin. Við samningu þessara verðtil- lagna hefur verið höfð hliðsjón af þeim atriðum, er lögin mæla fyr- ir, þ. e. markaðsverði afurðanna á erlendum mörkuðum svo og framleiðslukostnaði þeirra bæði að því er tekur til veiða og vinnslu, eftir því sem gögn vor.u tiltækileg. Raunhæfa áætlun um meðal- verðmæti afurða úr hverju máli sumarsíldarinnar telur oddamaður vera kr. 385.00 f. o. b. að frádregn um útflutningsgjöldum. Úrskurð- uð skipting er kr. 150.00 í hlut verksmiðja, eða 39%, en til bát- anna og í flutnings- og jöfnunar sjóð kr. 235.00 eða 61%. Til sam anburðar má geta þess, að áætl- aður vinnslukostnaður síldarverk- smiðja ríkisins í fyrra, en þá náð- ist samkomulag um verðið, var kr. 161,00 á mál eða 11 kr. hærra en verksmiðjunum er nú skilið eftir En hærri magnáætlun nú gerir meiri dreifingu fasts kostnaðar mögulega. Tillagan um verð vorsíldarinn- ar byggist á könnun allra tiltækra heimilda um fituinnihald síldar- innar skv. vinnsluútkomu og fitu- mælingum. Á þeim grundvelli má telja tryggt, að lýsisútkoman verði innan við 13 kg. úr hverju máli. Er verðtiliagan miðuð við það, að síld arverksmiðjurnar haldi einungis eftir af verðmætinu sem svarar breytilegum kostnaði vinnslunnar af þessu magni, en ekki reiknað með, að af þessu magni sé staðið undir fymingum né vöxtum af stofnkostnaði. Er það gert með fyrirvara af hálfu oddamanns, að sú viðmiðun sé ekki sérlega til fordæmis við tilsvarandi verð- ákvörðun síðar. Reykjavík, 28. júní 1965. Bjarni B. Jón&son. Átelja drátt Framh. af bis 3 treyst í framtiðlnni að byrja veið- ar fyrr en verðákvörðun liggur fyrir hverju sinni. Þá telja stjórnir sambandanna að hin ákveðnu verð á síld til bræðslu séu alltof lág, miðað við óætlað veiðimagn, fyrirframsölu á mjöli og lýsi og markaðsverð á þeim afurðum eins oð það er nú. Stjórnir. sambandanna mótmæla ákveðið bráðabirgðalögum þeim, er sett hafa verið um flutning á síld, verðjöfnun síldar í bræðslu og salt o. fl., og telja það sérstak- lega mikið fljótræði að ákveða uppbætur á síld til söltunar og frystingar á kostnað bræðslusíld- ar, meðan verð á síld til söltunar eða annarrar nýtingar en í bræðslu liggur ekki fyrir og það ekki enn- þá verið tekið til umræðu í Verð- lagsráði, enda engin gögn eða upp- lýsingar borist frá Síldarútvegs- nefnd um sölu o. fli, eða áætlanir frá félagssamtökum síldarsaltenda eða öðrum viðkomandi aðilum. Þá mótmæla stjórnirnar þvi einnig að ákveðið er að greiða aðeins flutningsgjald á síld til bræðslu af austursvæðinu til norðurlandsins en ekki gagn- .kvæmt til austurlandsverksmiðja eins og ákveðið var af Verðlags- ráði á sl. sumri, ef síldin skyldi aðallega veiðast fyrir norðan um lengri eða skeminri tima. Stjórnir sambandanna víta einu ig það ákvæði bráðabirgðalaganna, að gera sérstaklega sjómönnum og útvegsmönnum að greiða á- kveðna fjárhæð vegna samnings- ákvæðis ríkisstjórnarinnar við verkalýðsfélögin á Norðurlandi, um úrbætur í atvinnumálum i þeim landshluta. Að síðustu vilja stjórnir sam- bandanna, um leið og þær mót- mæla meðferð þessa máls sem heild, vinnubrögðum Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, ákvörðun meirihluta yfirnefndar og bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar, benda á, að óhæft er með öllu, að ganga framhjá Farmanna- og fiski mannasambandi íslands um til- nefningu í nefndir sem fjalla ei^a um hagsmunamál meðlima þess. i FERÐIR VIKULEGA TIL KAUPMANNAHAFNAR Töfraheimurinn Tívolí, fornsöl- urnar í Fiolstræde, hafmeyjan á Lönguiínu og baðströndin Bellevue .... ALLT E R. AÐ FINNA I KAUPMANNAHÖFN. Á laugardögum kl. 4 e.h .er flogib beina leib frá Reykjavík tii Kaupmannahafnar y/t '6 rS j//r V ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. júní 1965 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.