Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 2
imsfréttir • ••••• siáastlMna nótt Nýr bátur afhent- ur í Hólmmum Sykkishölmi — ÁÁ, GO. Á laugardaginn var nýsmíðaður .70 tonna bátur afhentur eigendum sínum hér á Stykkishólmi. Bátur inn heitir Þróttur og er eign sam nefnd- hlutafélags. Þróttur var smíðaður í skipa smíðastöðinni Skipavík h.f- hér á Stykkishólmi og sá stærsti sem hún hefur afgreitt til þessa. Hann hef ur verið í smíðum sl- 2 ár. Þróttur er með 360 ha. Kelvin dieselvél og ljósasamstæðu a£ sömu gerð. Hann var teiknaður af Agli Þorfinnssyni í Keflavík en yfir miðir voru þeir Þorvarð ur Guðmufidsson og Ólafur Fr. Guðmundsson. Fréttamönnum blaða Qg útvarps Framhald á 15. síðu Hinn nýi sendiherra Kúba, Raul Primelles Xenes, afhenti nýlega forseta íslands trúnaðarbréf sitt við liátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. ★ SAIGON. — Fjölmennar hersveitir Vietcong hörfuðu inn í frumskóginn í gær eftir öfluga sókn, sem bandarískar og suður- vietnamiskar hersveitir hafa gert á mörg þúsund ferkílómetra svæði fyrir norðan Saigon, sem hefur verið á valdi Vietcong síðan í styrjöldinni gegn Frökkum fyrir tíu árum. Bandarisku liermennirnir gerðu sókn sína samkvæmt heimild þeirri, sem yfirhershöfðingi USA í Suður-Vietnam hefur til að beita banda- rískum hermönnum, ef Suður-Vietnamstjórn fer þess á leit. ★ MOSKVA. — Kosygin, forsætisráðherra Rússa, varaði Bandaríkin við því í gær, að koinmúnistaríki mundu auka aðstoð «ína við Vietcong. Hann líkti stefnu Johnsons forseta við stefnu andstæðings hans í forsetakosningunura, Barry Goldwaters, og sagði, að þjóðfrelsishreyffngar um heim allan hefðu vakið skelf- ingu heimsvaldasinna, sem reyndu að hefja gagnsókn undir for. ystu Bandaríkjamanna. Hr LONDON. — Wilson, forsa^tisráðherra Breta, sagði I gser, að friðarnefnd brezka samveldisins í Vietnam-málinu muui «kki um sinn halda til höfuðborga landa þeirra, sem viðriðin «ru Vietnam-deiiuna, heldur bíða þess að andrúmsloftið batni. Kússar og Kínverjar hafa neitað að taka á móti nefndinni, en «var hefur ekki borizt frá Hanoi. ★ KAIRÓ. — Nasser, farseti Egyptalands, Sukarno for- 8eti Indónesíu og Chou En-Iai forsætisráðherra Kína frestuðu i gær ráðgerðum fundi, og ekki er búizt við sameiginlegri til- kynningu um viðræður þeirra eins og áður hefur verið sagt. ★ NÝJU DELHI. — Indverjar og Pakistanar munu í dag undirrita samning um vopnahlé I hinu umdeilda Kutch-héraði. Barrzt var í héraðinu í marz og aftur í maí. Indverjar telja sig «iga allt liéraðiö, en Pakistanar gera kröfu til norðurhlutans. ★ HAAG. — íbúar Haag hylltu í gær liina nýtrúlofuðu Vrinsessu, Beatrix, og mann hennar, Claus von Amsberg, er þau óku um götur borgarinnar. Stjórnin mun leggja fram frum. varp á þingi um staðfestingu ráðahagsins. Blöðin taka misjafn. lega í ráðahaginn, þar eð von Amsberg er Þjóðverji og fyrr- um félagi í Hitlersæskunni. ★ BERN. — Svissnesk yfirvöld hafa vísað úr landi sex frönskum borgurum, sem hafa haft ólöglegt samband við kín- verska sendiráðið. Sexmenningarnir munu vera háttsettir leið- togar hreyfingar franskra kommúnista, sem fylgja Kínverjum að málum. ★ MOSKVA — Samstarfsmenn Titos Júgóslavíuforseta «egja, að forsetinn og sovézkir leiðtogar hafi verið sammála í öll- um mikilvæguin málum, sem borið liafi á góma í viðræðum fceirra. Tíu daga heimsókn Titos til Sovétríkjanna er scnn að ljúka. Rvík, — OTJ. Borgarstjóri sýndi blaðamönnum í gær tjald svæði sem opnað hefur ver ið við Snndlaugaveg, og er einkum ætlað fyiir þá ferða menn sem ekki liafa efni á að gista á hótelum. Svæðið er það stórt að Þar kemst fyrir hin myndarlegasta tjaldborg, og er ekki að efa að margir munu sækja þann gististað- Rusfatunnum verð ur komið fyrir og vegleg sal enú reistf svo að nú skortir ekkert nema íbúana. (Mynd — J.V.) OOOOPOOOOOOOOOOO Deila nú um álag á næturvinnuna Reifk|aví|fc,| — EG. í Fyrrakvöld var án árangurs haldinn samnjngafundur með full trúum verkalýðsféá'aganna f jögurra í Reykjavík og Hafnarfirði og full trúum atvinnurekenda. Annar fundur var haldinn með sömu aðilum í gærkveldi og lauk honum um eílefu leytið. VESTMAN NAEYINGAR RÓA EKKIÞÓ VERÐIÐ SÉ KOMIÐ Reykjavík — GO. ' Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í fyrrinótt varð samkomu- lag um lágmarksverð á sOd í bræðslu veiddri á Suður- og Vest- urlandssvæði, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit. Veröið skal vera 1.40 hvert kg frá og með 16. júní til og með 30. sept. 1965. Miðað er við að' síldin sé komin á flutningatæki við skipslilið. Selj- andi skal skila síld til bræðslu í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0.05 í flutningsgjald. Skipstjórar á síldarbátum þeim, sem stundað hafa síldveiðar við Vestmannaeyjar að undanförnu héldu fund í Vestmannaeyjum í gærmorgun og samþykktu að hefja ekki veiðar, fyrr en deilan um síldarverðið fyrir norðan og austan er. leyst. Sildarverðið sem samþykkt var fyrir Suðurlandssíldina jafngildir að 189 krónur séu greiddar fyrir Framliald á 15. síðu Mjög er nú á þessum sáttafund um deiit um hve hátt álag á næt urvinnu skuli vera. í norðansamn ingunum var ákveðið að það skyldi vera 81%, en var áður rúmlega 90%. Stafar þetta af því, að stytt ing á dagvinnutíma, sem veldur kauphækkun á hverja klukkustund kemur ekki fram á næturvinnu. Næturvinnuálagið var 100% fyrir júnísamningana í fyrra en lækk aði þá niður í rúmlega 90%. Atvinnurekendur syðra vilja a3 næturvinnuálagið verði hið sama hér og ákveðið var nyrðra 81% en á það hafa verkalýðsfélögin ekkj viljað falla't fyrst og fremst vegna þcss hve næturvinna skiptir verkafólk mun meira máli í þess um landshluta en fyrir norðan, að mati forsvarsmanna verkalýðs félaganna. Verðlaun í náttúrufræði EIINS OG undanfarin ár hefur Iíið íslenzka náttúrufræðifélag nú veitt bókarverðlaun fyrir bezta úr- lausn í náttúrufræði á landsprófi miðskóla. Verðlaunin hlaut, að þessu sinni Helgi Skúli Kjartans- son, nemandi í Gagnfræðaskóla Vesturbæ’ar. 30. júní 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.