Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 15
Landsmót Framhald a£ 11. síðu. með mörgum skemmtiátriðum og Lúðrasveit Selfoss mun leika milli atriða. Að lokum verður dans að á þrem stöðum. Á sunnudags- kvöid verður einnig dansað. Alls munu 25 lögregluþjónar úr Reykjavík dvelja að Laugarvatni um helgina við umferðagæzlu og önnur störf, en það skal tekið fram, að öivaðir-menn eru óæski- legir að Laugarvatni þessa hátíðis daga. Hjálparsveit skáta úr Reykja vík mun einnig aðstoða og eins- konar „heimavarnarlið" innanhér- aðsmanna. Framkvæmdastjóri Landsmóts- ins er Hafsteinn Þorvaldsson, en auk Stefáns Jasonarsonar, etu þeir Ármann Pétursson, Hermann Guð- mundsson, Hermann Sigurjónsson og Björn Sigurðsson í fram- kvæmdanefnd mótsins. 24. sambandsþing UMFÍ hefst að Laugarvatni 1. júlí og lýkur daginn eftir. Rétt til þingsetu hafa 74 fulltrúar auk tsambandsstjórnar og gesta. Aðalmál þ'ingsins eru fé- lagsmál, íþróttamál og starfsiþrótt ir. Næstu daga munum við ræða nánar um þessa miklu íþróttahá- tíð í blaðinu. LÁTUM RlKIÐ BORGA SKATTINN '/>¦«*/% ' ': ¦' LOKSINS hefur skatt píndum þjóðféiagsþegn um opnast leið út úr ó göngunum. Myndin sem Stjörnubíó sýnir um þess ar mundir kennir aðferð ina. Hún heitir hinu dá samlega nafni „Látum ríkið borga skattinn", og fjallar um hvernig nokkr um hugvitsömum Norð mönnum gengur við þær tilraunir sínar- Þeir eru þrír skilvísir skattgreið endur sem ekki sjá sköp uð ráð til þess að greiða skatt sinn á réttum gjald daga, og eru alveg í öng um sínum. Ástandið er vonlaust. Engin miskunn hjá gjaldheimtunni, og lögtak vofir yfir. En sem betur fer kemur andinn yfir þá. Þeir ákveða að láta ríkið sjálft borga skattinn — það er jú, ríkið sem pínir þá ekki satt? — og beztu leiðina til þess telja þeir vera að láta greipar sópa um ÁTVR. Þeir ná sér í flutn ingabíl, og tekst að fara margar ferðir að fyrir hugaðri geymslu sinni Eru þeir nú heldur kátir. En því miður vílja yfirvóidiri ekkj taka „flöskur" sem gjaldmið il, og því verða þeir að reyna að selja áfengið. í fyrítu eru menn tor tryggnir þegar verið er að bjóða þeim áfengi á lygilega lágu verði- En þegar þeir komast að raun um að varan er ó svikin, fer heldur að lifna yfir viðskiptunum. Félagarnir fá jafnvel geysimiklar pantanir í pósti- Ekkert er verið að rekast í því hvernig birgðirnar erti fengnar og: jafnvel þó að ein hverja gruni það, kæra þeir sig kollótta. —Hver ^* f m'hi W. ji m kvikmyndir skemmtanir dœgurlöa of I. tekur það svo sem nærri sér þó að stolið sé frá ^íkti|u? Óhjákvæmilega fer svo að lokum, að lög reglan fréttir eitthvað um þes.?a fjáröflunarleið þeirra félaga. Og þar sem hún samrýmist ekkl al veg laganna strönga paragröf, eru þeir heim sóttir, og fer þá lcikur inn fyrir alvöru að œsast. Leikarar eru Rolf Jns* Nilsen, Arne Bang Haa sen, Henki Kolstad og Inger Andersen. Breiðablik vann Framh. af 11. síðu. voru klaufskir við að skora og óheppnir. I isíðari hálfleik féll svo allt liðið saman og var eins og allt annað lið væri á vellinun^ hver orsökin var er erfitt'að segja um, en sennilega hallast flestir að því að liðið hafi verið of öruggt með sigur eftir 2—0 í fyrri hálfleik eða þá að úthald skorti. FÖSTUDAGINN 25. júní fór fram í Kópavogi leikur í II. deild milli heimamanna og ísfirðinga- Áhorf endur voru allmargir og veður gott. Strax í byrjun tóku ísfirð ingar leikinn í sínar hendur og sóttu fast að marki Breiðabliks en þeir voru ekki á skotskónum og heppnin var hliðholl Kópa vogsbúum- Þegar um 25 mín. voru af leik fær Breiðablik aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBÍ. Júlíus framvörður framkvæmir spyrnuna og lyftir yfir varnar vegg ÍBÍ. Grétar miðherji fylgir .vel eftir og skorar fallegt mark. Fimm mín. síðar jafnar ÍBÍ er hægri útherjinn gaf fallega fyrir og Gunnar Sigurjónsson skallar óverjandi í markið. í síðari hálf leik kom sigurmarkið á 2. mín. er Grétar skorar viðstöðulaust mjög laglega- Eftir þetta sækir ÍBÍ enn fastar og oft er hætta við Breiðabliksmarkið, en ein hvernveginn bjargaðist það alltaf. Leikurinn í heild var mjög léleg ur mikið um ónákvæmar spyrnur ,og sérstaklega var áberandi, hver su oft þurfti að nota flautuna en þó var yfirleitt um það að ræða að leikmenn notuðu hendurnar bæði á knöttinn og andstæðing inn. Lið ÍBÍ ál.ti sannarlega skil ið að sigra í þessumleik, en það fór á annan veg- Þeir eru harð skeyttir og sterkir líkamlega og geta brotið hvaða lið sem er nið ur á höi-kunni einni. Beztir voru Björn HelgasonT fem stjórnaði lið inu af festu og einnig er mark vörðurinn efnilegur, annars er lið ið nokkuð jafnt. Lið Breiðablika var heppið með sigurinn, en þeir eru alltaf hættulegir því þeir eru dfeimndr við að skjótaj. Bezti maður þeirra var miðframvörður inn Njáll, án hans hefði öðmvísi farið. IV. í géðrí trú frattih af bls. 3. Nú hefur hins vegar fengizt veru- leg aukning á magninu, en samt telja ráðamenn síldarverksmiðj- anna sig ekki geta greitt hlið- stætt verð við síldarverksmiðjurn- ar í Noregi, sem vinna einnig síld af íslandsmiðum. 7. Við mótmælum þeirrd ákvörð un oddamanns yfirnefndar verð- lagsráðs sjávarútvegsins að ákveða verðlagstímabilið frá 15. júní til 30. sept., en samkvæmt reglugerð um verðlagsráð sjávarútvegsins er veiðitimabil síldar á Norður og Austurlandssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. sept. Þessi á- kvörðun oddamannsins hefur vald ið síldveiðiflotanum allmiklu fjár- hagslegu tjóni og er ekki sjáan- legt annað en hagsmunir síldar- vérksmiðjanna hafi verið látnir sitja í fyrirrúmi. Veiði á ofan greindu tímabili var mjög góð. Við mótmælum því seinlæti, sem ríkt hefur í sambandi við á- kvörðun fersksíldarverðs til sölt- unar og frystingar og teljum það óeðlilegt að síldveiðiflotinn leggi á land af la sinn til slíkrar vinnslu, án þess að vita hvaða verð fæst fyrir hann. 9. Það er eindregin ósk okkar síldveiðisjómanna til ráðamanna þjóðarbúsins, að þeir endurskoði ákvarðanir sínar varðandi síldar verðið og önnur atriði, er varða sumarsíldarveiðarnar hið allra bráðasta, svo ekki komi til frekara aflatjóns en þegar er orðið. Fyrir hönd síldarsjómanna Gunnar. Hermannsson, sign. Haraldur Ágústsson, Páll Guðmundsson, Guðbjörn Þorsteinsson, Ármann Friðriksson. Baksíðan Framhald. af 16. síðv- ekki að fara til klæðskera þriðja til fjórða hvert ár. — En það er eðlilegt að tækn in komi í stað handavinnu og dugir engum að spyrna við þeirri þróun, en þá verður tæknin líka að vera á háu stigi og samkeppnis fær við handverkið. Róa ekki Framhald af Z. siðu. málið. Eitt síldarmál er sagt vera 135 kg, en sjómenn fullyrða að ekki sé hægt að reikna með minnu en 150 kg í málið þegar mælt er upp úr skipunum. Þess- vegna m. a. vilja þeir að vigtun verði tekin upp sem almenn regla. Skylt er að geta þess að síld sem landað er hér á Suður- og Suð- vesturlandi er undantekningar- laust vigtuð úr bátunum. legum siglingatækjum. Þróttuif verður gerður út á togveiðar íri Stykkishólmi. Að lokinni reynsluferðinni vaX boð iíini í isumargistihútinu á staðnum,: en smíði þesra báts er merkilegur áfangi í skipasmíðum á Stykkishólmi. Nýr bátur Framhald af 2. siðu. var boðið í reynsluferð út um eyj ar og reyndist ganghraði bátsins 10 mílur á klst. Smíði og frágang ur er hvorutveggja mjög vandað I og báturinn er búinn öllum venju Einangrunargler Framleltt einungis úr ^ árvalsgleri — 5 ára ábyrgð. , Pantiff timanlega. Korkiðjan hf. Skúlagötu 57 — Sími 2326». ALPÝÐUBLAÐIÐ - 30. júní 1965 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.