Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 13
SÆJÁftBÍ n Sími 51 Sími 50184. Satan stjérnar ballinu (Et Satan conduit le bal) Djörf frönsk kvikmynd gerö af Rofret' Vadim. Catherine Deneuve Jacques Perrin. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Sími 5 02 49 Sjö hetjur. Amerísk stórmynd í litum og Cinema-Scope. Yul Brynner. Sýfid kl. 9. Ávallt fyrirliggjandi. Laugavegi 178. — Sími 38000. Fata viðgerðir SETJUM ’SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA 11 SANNGJARNT VERÐ. Ósegjanleg rósemi ríkti í huga mínum. Því hafði ég ekki skilið það fyrr, að eina leiðin til að fá frið var að játa allt? Allt það, sem hafði svo lengi hvílt á mér eins og mara og þrúgað mig? Ég gat játað og þolað mína refsingu. „Þú mátt ekki elska mig Hall- dór“, sagði ég, „það var ég, sem ók yfir Rósu og drap hana“. Af hverju horfði hann svona rólegur á mig? Af hverju hrökk hann ekki frá mér með við- bjóði? ’ „Heyrirðu ekki til mín, Hall- dór? Það var ég, sem drap kon una þína“. Halldór kinkaði kolli. „Ég veit það“, sagði hann. „Veiztu það?‘ veinaði ég. „Já, ég veit að þú heldur að þú hafir ekið yfir hana“, sagði hann. „Rannsóknarlögreglan komst að því í dag að það varst þú, sem sendir mér peningana. Þeir sáu það með því að bera saman letrið á bréfunum og rit vélunum á skrifstofunni hjá þér. Þeir vita það allt Inga mín, en það varst ekki þú, sem drapst hana“. Ég kipptist til. „Þér er óhætt að trúa því ást- in mín“, sagði hann og teygði sig til mín. Það var maður að nafni Bjarni, sem ók yfir hana“. „Nei”, hrópaði ég. „Nei, þeir geta ekki komið sökinni á sak- lausan mann. Það van ég, sem ók yfir hana. Ég skal segja þér hvernig það atvikaðist. Ég skildi við Sigurð í Nausti rétt um mið nættið. Það var vont veður, byl- ur og stormur. Ég fann að ég ók yfir eitthvað, Halldór. Ég stopp- aði bílinn og leit út en ég sá ekki neitt. Ég sá hana aldrei á götunni en ég veit að ég ók yfir hana“. „Hvað gengur á hérna frammi?" sagði Einar brosandi um leið og hann kom út úr stof- unni. „Ekkert", sagði Halldór um leið og hann leit við. „Ég var að segja Halldóri, að ég hefði ekið yfir Rósu”, sagði ég. „Nú fer ég niður á lögreglu stöð og gef mig fram“. „Heyrðu mig nú“, sagði Einar undrandi og starði á mig. „Það gerir þú ekki, því þú ert sak- laus‘. „Ég trúi því ekki heldur að þii hafir gert það og hlaupist svo á brott‘, sagði Halldór og barði í símaborðið svo símtólið datt á gólfið. „Ég skal aldrei trúa því. Farðu niður á lögreglu stöð, ég kem með þér. Ég veit að þú ert saklaus". „Hún gerði það ekki heldur”, hrökk út úr Einari. „Það sat karlmaður undir stýri á bílnum, sem ók inn götuna á eftir henni. Ég hef verið viss um það allan tímann að það var hann, sem ók yfir hana“. „Karlmaður “ Halldór starði á Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 33. HLUTI Einar. „Hvernig veizt þú hver ók inn götuna á eftir henni? Hvar varst þú þá?“ Einar stirðnaði upp. Hann skildi að hann hafði komið upp um sig og að honum var eins gott að segja Halldóri allt. Það yrði líka léttir fyrir hann. Nú þyrfti hann ekki lengur að óttast að hann talaði upp úr svefni eða eftir að hann hefði fengið einu glasi of mikið. „Rósa var hjá mér um kvöldið en ekki í bíó”, sagði hann lágt. „Ég fylgdi henni heim í leigubíl og setti hana af við hornið. Ég beið augnablik áður en ég sagði bílstjóranum að halda áfram og ég sá bifreiðina, sem ók yfir hana, þó ég vissi það ekki fyrr en daginn eftir. Það sat karlmað- ur undir stýri og kona við hlið lians. Hann ók mjög hratt. Það hlýtur að hafa verið hann en ekki Inga“. „Svín! Svínið þitt!“ tautaði Halldór og reiði og sorg skiptust á í andliti hans. Hann kreppti hnefana og lyfti upp hendinni en lét hana svo falla niður aftur. „Þú ert ekki þess virði að berja þig“, sagði hann. Einar stóð fyrir framan hann stífur eins og maðun ,sem bíður eftir höggi og veit að hann á það skilið. „Það er rétt“, sagði hann“. Ég á ekki skilið að þú berjir mig, ég á ekkert annað skilið frá þér en fyrirlitningu, Samt vildi ég óska að þú berðir mig sundun og saman. Ef til vill liði mér bet- ur eftir það, mér getur að minnsta kosti ekki liðið öllu verr en mér líður núna“. Halldór stóð grafkyrr og starði á hann. „Ég, sem hélt að þú værir bezti vinur minn“, sagði hann. „Ég hef verið þér svo þakklátur fyrir Skipholti 1. - Síml 18441. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængum«r. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA I’IDURIIKEINSUNIN Hverfisgötu 57A. Simi 16788 iWIWMM%WIWWWWWMMM SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængumar, elgum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsnm stærðum. DÚN- OG FIDURHREINSUN Vatnsstíg 3. Siml 18740. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júlí 1965 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.