Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 15
Sigur ÍBK Framh -if i - flu leikni og yfirsýn snerti, enda skoraði hann fjögur af mörkum Þróttar, og átti drjúgan þátt í hin- um þremur. Maður freistast til að halda að ljóminn færi fljótt af Þróttaraliðinu ef Axels nyti ekki við. Reynisliðið var eins og væng- brotinn fugl í þessum leik að Gottskálki markverði frátöldum. Hann varði sem fyrr í þessu móti af mikilli prýði. en varð fyrir þvi óhappi að lenda með höfuðið í marksúlunni og varð því að yfir- gefa völlinn. Ekki voru meiðslin þó alvarleg. Um næstu helgi leik- ur Reynir við Siglfirðinga fyrin norðan. og ef dæma skal eftir frammistöðu þeirra gegn Þrótti leikur vart á tveim tungum livern- ig þeirri viðureign muni lykta. Þrátt fyrir nýafstaðna „hreins- un” í stjórn dómaramálanna vtrð ist eitthvað hafa farið aflaga hjá þeim samtökum, því dómari í leik Þróttar og Reynis var Baldur Þórð arson — frá Þrótti. Einnig mætti aðeins annar línuvörðurinn, hinn var fenginn á staðnum - frá Reyní. Rétt er að taka það fmm að Baldur dæmdi prýðilega. EMM SMURT BRAUÐ Snittnr. Opið frá M. 9—23,58 Brauðstofan Vesturgötn 25. Sími 16012 LÖGMAL stríðsins Austurbæjarbíó hefur hafið sýningar á frönsku kvikmyndtnni -„Lögmál stríðsins'* með Mel Ferr er, Peter Van Eyck Mar ijan Lovric o.fl. í aðal hlutverkum. Myndin hefst á vetrarkvöldi 1943 þegar þýzk herflutninga lest þokast upp eftir dal £• hernumdu landi- Skemmdarverkamaður kemur fyrir sprengju undir teinunum í skjóli myrkursins- Lestin springur í loft upp, og þrír þýzkir hermenn láta lífið. Næsta morgun kem ur þýzk herdeild til næsta bæjar. Vopnaðir hermenn genga hús úr húsi og safna saman 30 gfelum sem þeir raða upp á aðaltorgi bæjarins. Þýzki foringinn (Peter Van Eyck) tilkynnir að hafist ekki upp á skemmdarverkamannin um fyrir kl. 4, muni gisl arnir allir líflátnir. Marco (Mel Ferrer) kenn ari þorpsins var skæru liðinn sem sprengdi lest ina. Þegar hann fréttir um ákvöxðun Þjóðverj anna heldur hann til fjalla, til aðalstöðva skæruliðanna, Þar hittir hann fyrir Max foringja þeirra (Marijan Lovric) og hvetur hann til að gera árás. Max er hik andi, en samþykkir það loks. En rétt i því að skæruliðahópurinn er að leggja af stað, frétta þeir af þvi að Þjóðverj unum hafi borizt mikjll liðsauki- Árás er útilok uð- Marco á í miklu sál arstríði, en afræður að halda tll bæjarins, og Max sem skilur að hann muni þurfa stuðnings við fylgir honum. í bænum magnast æs ingin í sífellu. Kona eins gislanna kallar hinar konurnar saman til fund ar og krefst þess að haft verði upp á sökudólgn um, og hann framseld ur Þjóðverjum. Einhverj um verður á að nefna nafn René, sem er úr smiður þorpsins. Réne er einkar óvinsæll, og hef ur löngum grobbað af því sem hann gæti gei;t. í rauninni er hann að -ir-iWv l kvíkmyntóir sk«mmtogMr <toa“Ha8°,i- eins huglaus skramari sem aldrei gæti fundið hjá sér þá dirfskn sem þurfti ttl að sprengja upp lestina. En konum ar eru vitl s£nu fjær, og Réne er dreginn út og fleygt fyrir fætux þýzka foringjans- Hann horfir fyrirlitningaraug um á hann, og í hjarta sínu er hann sannfærð ur um að hann sé ekkl sá seki- En hann gefur skipun um að sleppa glsl unum, og undirbúa af töku úrsmið ins. En þeg ar -Mareo fréttir að taka eigi Rene af lífi ▼ertí ur honum strax ljóst hvað honum ber að gera og hann slítur sig lausan frá konu sinni. Hann gengur beint til þýzka foringjans sem sér við fyrsta augnakast ,að þarna er hinn rétti söku dólgur. . . Vegna sumarleyfa verður lokað frá 3. júlí til 25. júlí. IsEenzk-erlenda verzlunarfélagid Tjamargötu 18 — símar 20400—15333. Að marggefnu tilefni í blaðaauglýsingum fasteignasala undanfarna daga, vill húsnæðismálastjórn taka fram eftirfarandi: 1- Engin ákvörðun hefur um það verið tekin að lokað yrði fyrir móttöku lánsumsókna miðað við tiltekinn mánaðardag, enda mundu slíkar ákvarðanir auglýstar af Húsnæðismálastofnun- inni sjálfri. 2. Enginn aðili utan stjprnar stofnunarinnar sjálfrar, getur ráð- stafað íbúðalánum eða gefið vilyrði fyrir þeim. 3. Lánsumsækjendur almennt eru alvarlega aðvaraðir við því að leggja trúnað á auglýsingar eða auglýstar reglur varðandi íbúðalán Húsnæðismálastofnunarinnar frá öðrum en stofnun- inni sjálfri og því er birt kann að verða í Stjórnartíðindum. Húsnæðismálastofnun ríkisins. Þróttur vansi Framhald af 11. síðu. ferðinni hinn ungi v.innh. Yngvi Geir isem sendi boltann £ netið framhjá úthlaupandi markverði. Lauk leiknum því sem fyrr segir með sigri ÍBV, 3-1. Ekki er hægt að segja annað en að sigur ÍBV hafi verið sanngjarn. Eyjamenn áttu miklu fleiri og hættulegri markskot og voru mun ákveðnari en Víkingar. Liðið berst vel sem 11 einstaklingar, en um samleik er vart að tala. ÍBV liðið ætti sennilega ekki í miklum vand ræðum með að vinna sig upp í I. deild ef hin mikilvæga líftaug milli allra liðsmanna fyndist. En með núverandi leikaðferð er sá róður erfiður. Líklega er ÍBV liðið þó sigurstranglegast í b-riðlinum en allt getur þó skeð og ekki vert að vera að spá neinu að svo komnu máli. Beztu menn liðsins gegn Vík- ing voru miðvörðurinn Helgi Sig- urlásson, v. innh. Yngvi Geir Skarphéðinsson og v. framv. Valur Andersen. Víkingarnir sýndu það litla sem sást til knattspyrnu en liðið vant- ar allan kraft og ákveðni. Fram- línan var frekar lin, sóknin bitlaus og góð markskot sáust varla. Það liggur við að hægt hafi verið að telja á fingrum sér markskot Vik- inga í þessum leik. Vörnin stóð sig ágætlega og var miðvörðurinn bezti maður liðsins. Fallegustu knattspyrnuna sýndi v. úth. Leik- urinn var auðdæmdur en Guðm Haraldsson sá um flautuna. — H. TANNLÆKNAR Kópavogskaupstaður vill ráða tannlækni til starfa við barnaskólana í kaupstaðnum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Bæjarstjórinn í Kópavogi. NÝTT SÍMANÚMER Frá 1. júlí 1965 verður símanúmer á olíu- afgreiðslu vorri við Gelgjutanga 3-86-90 OLÍUFÉLAGIÐ H.F. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. júll 1965 is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.