Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 8
' IJÉgl illtilllfl WSsæMk Iþrótt, sem er öllum Sigvaldi Þorgilsson. Hættur til sjós en farinn að kenna jazz-ballett. segir hann vera í tveim höfuðgrein um: bandarískan og afrískan. En raunverulega sé blómaskeið hans ekki fyrr en eftir- sýningar á West-Side Storj' í Vesturheimi: Þá hófst almennur áhugi fyrir þessari grein íþrótta. ,.En líklega olli Saga úr Vesturbænum engum sérstökúm úifaþyt hér á landi“, segir Sigvaldi, „og liggur mér við að segja því miður, því að sagan var góð og það var mikill jazz- ballett í henni“. Sigvaldi var siðastliðinn vetur við danskennaranám í Kaunmanna höfn við Institut Carlsen. sem rek- ið er af feðginum tveim, heims- kunnum dönsurum. Er það dóttir in sem kennir jazz-ballettinn og ferst bað vel úr hendi að sögn Sigvalda Þar hafa einnig starfað þekktir erlendir dansarar svo sem Jan Burailies — hann hefur starf- að á Las Vegas meðal annars og var lærifaðir Sigvalda í vetur leið. , Ég íer svo aftur utan í sentem- ber í haust“, segir Sigvaldi“. og lýk þá námi mínu. Svo hef ég hugs að mér að koma heim og bvria að kenna bæði almenna dansa og jazz-ballett. Og minn draumur er að geta með tímanum komið hér unn þjálfuðum jazz-ballettflokki, sem tekið gæti þátt í dans- og revíusýningum. Slíkan flokk skort ir okkur hér á íslandi“. Ég spyr nm helztu stiörnur á himni jazz-ballettsins eins og fá- fróðum kaupstaðarbúa sæmir og Sigvaldi endurtekur nafn Jan Bu- railles og bætir við skrítnu nafni: Rikki Septenius.“ Hann ferðast um”, segir Sigvaldi, , og kennir afrískan jazz-ballett. Það var hjá honum, sem Camilla Hailgríms- son lærði. Ég er hins vegar í þeim bandaríska". Ég spyr um muninn á jazz-ballett og venjulegum ballett og Sigvaldi svarar: „Klassíski ballettinn er finni og fágaðri og hreyfingar stíf ari og stílhreinni. Jazz-ballettinn er hins vegar það, sem kalla mætti grófari — eða frumstæðari; hann jbyggist fyrst og fremst á rhytma og fer einkum fram við undirleik rhytma-hlióðfæra. Ég spyr hvort jazz-áhimi Sigvalda sem hljóð færale kana hafí leitt hann út í ja7z-bailett og hann segir það vera að því viðbættu, að hann hafi frá unga aldri iðkað dans og verið gefinn fvrir hann — og þá numið af Rigmor Hansen og Hermanni Ragnari. Aðspurður hvað helzt verði fólki að fótakefli við iðkun jazz- balletts, svarar Sigvaldi: „Fólk vérður lmæ+t við þetta. — fær harðsperrur og gefst upp“. En slíkt telur hann öldungis óþarfi; harðsperrurnan réni og óttinn hverfi. „Margar frúr eru líka hræddar við að taka mennina naeð' heldu- Af am, ‘en það er al fjör óþarí'. Jazz-ballett hentar öll- NÚ joív ,iazz kenndur bæoi á ís- landi og í Sovét; Sigvaldi sér fyrir því. Sigvaldi hver, spyrja menn. Nú, nema hann Sigvaldi Þorgils- son, sem einu sinni barði tromm- urnar fyrir farþegana á Oslofjord og þaráður sneið föt á Reykvík inga. Nema Sigvaldi Þorgilsson þúsundþjalasmiður, — danskenn- ari, hljóðfæraleikari og klæðskeri. Ilann kennir jazz-ballett í ÍR-hús inu og þangað þyrpast í viku hverri á annað hundrað manns til að stíga fyrstu sporin í þessari undursamlegu kúnst: konur jafnt sem karlar, — átta ára krakkar og sextug gamalmenni. „Þessi íþrótt er bæði leikfimi og afslöppun“, segir Sigvaldi og brosir við, hljóð færaleikarinn af Oslofjord, „en það er verst að eiga við karlmenn- ina. Þeir fást ekki til að leggja sig niður við þetta; halda, að þetta sé eitthvert kvenmannsverk. Samt er ég með eina tíu núna“. Hann æfir hópinn í ÍR-húsinu og skiptir þessu í þrjá flokka: Krakka til 12-13 í þeim fyrsta, unglinga til 15-16 í öðrum og fólk þar yfir í þeim þriðja. Svo hefur hann líka sérstaka frúartíma með an eiginmennirnir vaska upp, „en auðvitað eiga þeir líka að koma“, segir Sigvaldi”. Þetta er ekkert spesíal fyrir kvenfólk. Karlmenn hafa líka gott af að liðka sig og slappa af. Því að það er eitt, sem mér virðist setja svip sinn á ís- lendinga nú á dögum, og það er skortur á afslöppun, — m. ö o. spenna og hraði, - og jazz-ballett er fyrir alla, alveg sama hvernig þeir eru í laginu eða á hvaða aldri þeir eru: Þetta er heilsusamleg hreyf- ing og ekki sízt fyrir innisetu- fólk“. : Ég spvr Sigvalda. hvaðan jazz- bailettihn sé upp runninn og hann Rætt við Sigvalda Þorgilsson þúsund- þjalasmið um lífið um borð í Oslofjord og jazz-ballett í ÍR- húsi. Heimasæiurnar fylkja liði. 8 1. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.