Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 6
LUGEINN Gripinn við altarið með brúði nr. 12 ÞAÐ er orðig hreint tómstunda gaman hjá ítalanum Aldo Donti að rölta upp að altarinu. Þó að hann sá ekki 42 ára gamall, hefur hann rölt þetta tólf sinnum. Þeg- ar lögi eglan greip hann bókstaf- lega tálað frammi fyrir altarinu með brúði númer tólf, héldu menn í fyrstu, að hann væri ósköp venju legur tvikvænismaður. En þá vissu menn ekkert um tómstundaiðju hans. Hannsókn leiddi í ljós, að þetta var í tólfta sinn, sem hann gekk upp að altarinu með brúði. Við notum orðið brúður vegna þes§ að svo er að sjá, sem brúð- irnar hafi aldrei náð svo langt að verða konur hans. Til að byrja með hefur dómstóll lýst fyrsta hjónaband Aldos ógilt á þeirri for sendu, að það hafi aldrei verið 48 'ára garnaVl Vestur—Berlín 'arbúi var nýlega dæmdur í 10 wiánpba fangeVii þar eð Jiann sagði i einkasamtali í fyrra að Hitler hefði ekki drepið nógu marga Gyðinga. fullkomnað — en það er einn af hinum fáu möguleikum, sem ítal- ir hafa, til að fá skilnað. Lögfræð ingur Aldos gerði líka kröfu um, að hin hjónaböndin væru gerð ó- gild af sömu ástæðu. Aldo hafði ýmist þótzt vera liðs- foringi hjá NATO, læknir eða geimfari. Hann heldur því sjálfur fram, að hann sé háskólamaður, FRANK SINATRA brosir stoltur, þar sem hann kemur með dætur sínar tvær til frumsýningarinnar á kvik- myndinni „Von Tynes Ex- press“ í New York, en í þeirri mynd leikur Sinatra eitt af aðalhlutverkunum. Það getur svo sem líka verið, að stúlkurnar séu ekki minna stoltar af föður sínum. Þær heita: Nancy, til vinstri, og Tina, til hægri. >000000000000000 en ekki hefur tekizt að finna nafn hans á skrá nokkurs háskóla. Fjár- svikamál verður þó ekki höfðað gegn honum, þó að hann fái sárs aukalausarf skilnað frá öllum kon- unurn sínuja. Fjársjóðurinn reyndist drasl Listaverkafjársjóður Fidels Cast ros hefur reynzt vera „safn af ó nierkilegu rusli“, sögðu ítalskir tollverðir um daginn- Hinn svokall aði „kúbanski listaverkafjársjóð ur“ var fyrir skömmu sendur frá Havana til íranska listaverkasal ans Mahmud Mowlazdean Milanó. Sendjngin var stöðvuð í tollinum og komust tollverðir ekki til að opna hana fyrr en í sl. viku og þá í viðurvist ítalskra listfræð inga. Það hafa staðið deilur um þessi listaverk. Margir hafa haldið því fram að stuðning:menn Cast ros hafi aflað þeirra með því að ræna heimili andstæðinga sinna og þau yrðu boðin til sölu til að afla harðs gjaldeyris. Listaverkasalinn Mowlazaden var ekki viðstaddur, er sendingin var opnuð — hann var ekki í bæn um, sagði sonur hans. En Mowlaz aden hefur áður látið í ljós van trú sína á verðmæti sendingarinn ar. Þegar sendingin vor opnuð, kom í ljós, að verðmætið var jafnvel minna en listaverkasalinn hafði haldið. Tollararnir fundu fjölda af marmara- og gipsmyndum, vasa með verðmiða upp á 4 dollara — og þar að auki einn ofn. Þá var í sendingunni talsvert af silfur plettmunum, (en enginn þeirra hafði til að bera eitt sérlegt verðmæti. 0<000000000000<00< Hitaeiningar í f 100 grömmum Rartöfiur eru sagðar fit andi og margir isika þlví lítið til sín af þeim. En nú iskýrir danskt blað frá því, að í 100 gtöminum af nýjum kartöflum séu 90 liitaeihing ar, en í 100 grömmum af franskbrauði hins vegar 250 hitaeiningar- í 100 grömm um af dökku rúgbrauði eru næstum 300 hitaeiningar, og í 100 grömmum af hrökk brauði, sem margir borða þegar þeir hyggjast megra sig eru 360 hi*aeiningar. oooooooooooooooo 10 Táningur í ára fangelsi Ejnn strangasti dómur í mál um afbrotaunglinga í Svíþjóð var nýlega kveðinn upp í Linköbing í Svíþjóð- 17 ára gamall ungl'\g ur var dæmdur f tíu ára fangelsi óskilorðsbundið fyrir morð á lög regluþjóni. Pilturinn, sem dómstóllinn seg ir hafa meira en meðalgreind, hafði stolið bifreið í marz sl. og tveir lögreglumenn veittu honum eftirför. Bíllinn fór út af vegin um og þegar lögreglumennirnir Hún útrýmdi hóruhúsunum ÍTALSKI öldungadeildarþing- maðurinn Lina Merlin, sem er 75 ára gömul, er mjög tun- deildur kvenmaður. Hún varð fyrir alls kyns háði og spotti, þegar hún tók upp baráttuna fyrir því að afnema hóruhús á Ítalíu. Eftir margra ára baráttu náði lagafrumvarpið fram að ganga, og þá gat þessi hugrakka kona dregið sig í hlé frá stjórn málaþrasinu. Þetta var ekki I fyrsta skipti, sem Lina þurfti að Iíða fyrir sannfæringu sína. Hún fæddist í grennd við Padua og var sem ung kennslukona, rekin frá störfum fyrir að neita að sverja fasismanum hollustueið. Hún var tvisvar handtekin og var dæmd í 5 ára útlegð til eyjar- innar Sardiníu. Þegar sem ung kennslukona hafði hún starfað við hið vinstri sinnaða blað „Difesa di lavera- tori“ og eftir stríðið komst hún til mannvirðinga innan flokks Nennis. Þrátt fyrir mikil störf sín yzt á vinstri væng ítalskra stjórnmála, nýtur hún mikils trausts meðal allra stjórnmála flokka, nema þeirra, sem eru yzt til hægri, en þar sakna menn mjög „hinna gömlu, heiðarlegu hóruhúsa“. komu á vettvang sat pilturinn kyrr í bílnum, beið þar til ann ar þeirra var kominn í sex metra fjarlægð og : kaut nokkrum skot um- Lögreglumaðurinn særðist banvænu sárj og lézt skömmu síðar á sjúkrahúsi. Hinn lögreglu maðurinn og pilturinn skiptust á mörgum skotum og pilturinn gafst ekki upp fyrr en byssukúla hæfði hann í fótinn. Dómstóllinn sagði í úrskurði sínum, að þar sem glæpurinn væri mjög alvarlegs eðlis væri nauð synlegt að þjóðfélagið tæki hart á honum. Forseti dómstólsins var í minnihluta og taldi að með til liti til góðra gáfna hins ókærða væri ekkj útilokað að hann þró aði't, í rétta átt ef hann væri sendur á unglingafangelsi. Piltur inn er frá slæmu lieimili og hefur gerzt sekur um ýmis afljrot, mis munandi alvarleg, á undanförn um árum. Sökudálgur fundinn Brezka lögreglan hef.ur fundið upphafsmanninn að nolckrum bréf um með hótunum um, að Elíza bet drottning yrði myrt er hún kæmi í heimsókn til þorps nokk urs í Northamptonshire. Drengur ú>- barnaskóla þorps ins bafði skrifað bréfin og sent þau til blaða. £ 11. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ '1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.