Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritst.iórnarfuil-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsiugasfmi: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
44 STUNDIR
ÞAÐ TVENNT, sem mest er fagnað í sambandi
við lausn kjaradeilna verkalýðsfélaganna, er tví-
mælalaust stytting vinnutímans niður í 44 stundir á
viku og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um stórfelldar
úmbætur í húsnæðismálum.
Með styttingu vinnutímans hefur langþráðu tak
onaarki verið náð og hafa verkalýðsfélögin í því máli
únnið stóran og eftirminnilegan sigur. Nú eru þessi
mál loks að komast í sambærilegt horf við það sem
■er í nágrannalöndum okkar.
í stefnuskrá sinni bendir Alþýðuflokkurinn á
nauðsyn þess, að hæfileg hvíld og nægilegar tóm-
stundir, sem vel séu nýttar, séu bein forsenda þess
að vinnandi fólk njóti góðrar heilsu og hamingju.
Langþráður draumur er nú orðinn að veruleika
og verkamanna- og verkakvennafélögin, sem dregizt
höfðu aftur úr ýmsum öðrum starfsgreinum hvað
vinnutíma snerti, hafa nú loks fengið leiðréttingu
sinna mála.
Með aukinni tækni og bættum vinnuskilyrðum
á vafalaust enn eftir að stytta vinnutímann á kom-
andi árum, enda í senn eðlilegt og réttmætf, að verka
fólk njóti á þann hátt ávaxta tækniframfara.
. ÓDÝRAR ÍBÚÐIR
YFIRLÝSING ríkisstjórnarinnar um úrbætur í
húsnæðismálum hefur vakið mikla og verðskuldaða
athygli. Á fundi Dagsbrúnarmanna í fyrrakvöld var
þeim fyrirheitum, sem þar eru gefin, líkt við eldri
lögin um verkamannabústaði, sem segja má að vald
ið hafi byltingu í húsnæðismálum láglaunafólks.
Nú á að taka upp í stórum stíl byggingu ódýrra og
hagkvæmra íbúða og með sérstökum ráðstöfunum
verður þess freistað áð lækka hinn háa byggingar-
feostnað, sem verið hefur íbúðabyggingum fjötur um
fót undanfarin ár. íbúðir þessar verða seldar með
sérstökum vildarkjörum til þess að þær komi að not-
um þeim, sem þær eru ætlaðar.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er í fullu samræmi
við stefnu Alþýðuflokksins í húsnæðismálum, en í
stefnuskrá flokksins segir, að stefna beri að því áð
sérhver fjölskylda geti eignast þak yfir höfuðið án
'þess að verja til þess öhóflegum hluta tekna sinna,
og skuli ríki og sveitarfélög í því skyni beita sér fyr
ir byggingu hagkvæmra íbúða og réttlátri skiptingu
lánsfjár til langs tíma. Beri ríki og sveitarfélögum
að hafa forystu um rannsóknir og tilraunir til að
finna sem hagkvæmasta byggingarhætti og freista
þess, að lækka byggingarkostnað.
Undir forustu Emils Jónssonar félagsmálaráð-
herra hefur hér verið stigið stórt skref fram á við,
— stærsta skrefið um langt árabil til lausnar húsnæð
isvandanum.
Sóló húsgögn eru löngu oröin lunds-
þekkt fyrir stilfegurð og gæði. Himr
hreyfanlegu nylon plast tappar á
fótum nýju húsgagnanna eru enu
cin nýjung. Nú leggst mjúkur flöc*
urina að gólfinu og því engin hætta
& að dLikuriau cða reppið skemmisr,
hvernig sem aðstæður, cru. Með því
að kaupa Sóló húsgögn hafið þér
fulla vissu fyrír fyrsta flokks efni og
vinnu. Munið að eldhúshúsgögnin
verða að vera Sóló húsgögn STERK
OG STÍLHREIN.
j
i
«
(
\
FMMLEIOANÐI: SÓLÓHÚSGÖGN HF.HRINGBRAUT 121 SÍMl:21032
Kvikmynd um Wennerström
Vestnr—þýzkt sjónvarpsfyrir ’ Wennerström ofursta
tseki hyggst gera tvegg ja klukku
stunda heimildakvikinynd um
sænska stórnjósnarann Stígr
va-r dæmdur í æviíangt fangelsi
í fyrra fyrir njósnir í þágu Sovét
ríkjanna. Vestur-þýzka fyrirtækið
Þýzki feik j hefur þegar hafið undirbúning að
arinn Paul Hoffmann fer með að gerð kvikmyndarinnar og verður
alhlutverkið, en hann er nauðalík I hún að miklu leyti tekin í Sví.
ur Wennerström. Wennerström i þjóð, *
' 4 11. júlí 1965 - ALÞÝÐU8LA0IÐ