Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 7
Mirmingctrorð: Karl Sigurðsson Á MORGUN fer fram frá Nes- kirkju útför Karls Sigurðssonar Xeikara og pípulagningameistara, hann andaðist að morgni 3. júlí sl., og kom það okkur, er þekktum hann mjög á óvart, að þessi trausti maður skyldi falla í valinn á bezta aldurskeiði, aðeins 45 ára. Karl var fæddur í Bolungarvík þann 22. nóvember 1919, sohur Sigurðar Sófusar Karlssonar, pípu lagningameistara frá Götu í Vopna firði, og konu hans Ingibjargar Backmann. Hann flutti með foreldrum sín- tim til Reykjavíkur árið 1920 og hefur átt hér heima síðan. Mikill leikiistaráhugi hefur verið í ættfólki hans og má segja að Karl hafi alizt upp með leik listinni, enda fór það svo að hann £ór snemma að leika í barnaleik- rítum í Iðnó, síðan lék h>ann um árabil með Leikfélagi templara, er starfaði af miklum krafti á þeim árunum. Karl lék einnig i Þjóð- leikhúsinu t. d. í leikritinu Sem yður þóknast. Hann dró sig á tímabili nokkuð út úr leiklistarlifi, því lífsbarátt- an er hörð og hann setti heill og hamingju konu sinnar og barna ofar sínu hjartans áhugamáli, að leika, vinnan kallaði, koma varð upp eigin íbúð, öruggt athvarf varð að hafa og vinna varð lengi kvölds og jafnvel nætur við pípu- lagnir á þessum árum, og þá var ekki liægt að skipta sér milli at- vinnu og áhugamála. Snemma á árinu 1962 veiktist Karl og varð frá vinnu í nokkurn tíma, en eftir þau veikindi taldi Karl Sigurðsson hann réttara að hæfta að vinna við iðn sína , pípulagnir, og réðist sem afgreiðslumaður til J. Þor- láksson og Normann hf. Við þessi kaflaskipti í lífi Karls Sigurðssonar opnaðist tæki færi til að taka þátt í leiklistarlífi borgarinnar, þar eð nú þurfti ekki að vinna á kvöldin, eins og svo oft varð að gera áður í fyrra starfi hans. Það varð því svo að hann tók í vaxandi mæli að leika hjá Leik- félagi Reykjavíkur og hefur að undanförnu leikið í: Hart í bak, Vanja frændi, Sú gamla kemur í heimsókn og nú, er hann féll frá var hann á leikferðalagi með Æv- intýri á gönguför. En Karl kom víðar við, starfaði um árabil með mandólinhljóm- sveit Reykjavíkur, var í karlakór og tók þátt í félagsstörfum í Leik- félagi Reykjavíkur Sveinafélagi pipulagningamanna og Félagi pípulagningameistara, alls staðar maður, sem tekið var eftir og hressandi blær fylgdi. í ein 14 ár starfaði hann sem pípulagningameistari hér í bæ og hefur unnið við fjölda bygg- inga og haft samstarf við mikinn fjölda byggingamanna og alls stað ar getið sér gott orð fyrir dugnað og samvizkusemi. Ég sem þessar línun rita réðist ungur að árum í nám hjá föður hans og vann því að verulegu leyti undir stjórn Karls og mun alltaf minnast hans sem góðs drengs. Karl giftist eftirlifandi konu sinni Önnu Sigurðardóttur þann 5. marz 1942, er reynst hefur honum traustur lífsförunautur. Þau eignuðst 6 börn. Birnu, gifta Jóni Birgi Péturssyni, Sigurð Sóf- Frh. á 10. síffu. Þýzkir seblar úr umferð SAMKVÆMT tilkynningu frá Deutsche Bundesbank, Frankfurt hefur verið ákveðið að taka úr um ferð og innleysa eftirfarandi seðla frá og með 31. júlí 1965. 50 marka seðill þriðja útgáfa 100 marka seðill önnur útgáfa Seðlarnir eru gefnir út af Bank deuscher Lander og hafa útgáfu dag 9. 12. 1948. Eftir 31. júlí 1965 hætta þessir seðlar að vera iöglegur gjaldmið ill en þeir verða innleysanlegir til 31. desember 1965 hjá aðal. skrifstofu eða útibúum Deutsche Bundesbank. Seðlabanki íslands. Minningarorb: Sigurður Einarsson A MORGUN verður til moldar borinn Sigurður Einarsson verka- maður, Starhaga 14, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 6. þ. m., 83 ára að aldri. Sigurður fædd ist að Vindborði á Mýrum við Hornafjörð 19. janúar 1882. Hann var sonur hjónanna Hólmfríðar Bjarnadóttur og Einars Sigurðs- sonar, sem litlu síðar fluttu að Haukafelli í sömu sveit og bjuggu þar, unz þau fluttu austur á land um aldamótin, og nokkrum árum síðar fluttu þau vestur á Patreks- fjörð. Þau hjón áttu 8 börn, 6 sonu og 2 dætur, og bjuggu við fátækt á litlu býli, sem nú er fyrir nokkru komið í eyði. Sigurður heitinn var elztur bræðranna, og hann fór úr foreldrahúsum, þegar honum var vaxinn svo fiskur um hrygg, að hann taldi sér fært að spila á eigin spýtux'. Hann fór austur á fjörðu, en á þeim árum lá þangað leið þeirra, sem fundu að sér kreppt heima í Hornafirði. 23 ára að aldri kvæntist hann Margréti Benjamínsdóttur frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá, mætri og mikilhæfri konu. Þau hófu búskap í Vopnafirði og bjuggu þar til árs- ins 1920. Þá fluttu þau til Patreks fjarðar, en þangað voru þá for- eldrar hans og systkini komin. Þá hittust þeir bræðurnir 6 á ný og héldu þar hópinn um tvo áratugi. Þeir gengu undir heitinu Kambs- bræður og settu svip á þorpið um skeið fyrir framtak og dugnað við sjósókn ,og fórustu í verkalýðs- málmn. Þar stundaði Sigurður sjó mennsku með bræðrum sínum, en lagði jafnframt stund á önnur störf, svo sem trésmíðar og skó- smíði. Ekki er mén kunnugt um, að hann hafi stundað nám í þess- um greinum, en hann var hagur að eðlisgáfu og gekk með sannri alúð að hverju því starfi, sem hann tók sér fyrir hendur. A efri árum sínum, þegar þrek var tekið að dvína, vann hann við neta- hnýtingar heima hjá sér, og þafi voru ekki margar stundir, sem honum féll verk úr hendi fram til hins síðasta. Þau hjónin eignuðust 3 dætur, og andaðist ein þeirra í æsku. Fjöl skyldubönd voru sterk og innileg. Árið 1949 fluttu þau hjónin til Reykjavikur, þar sem þau bæði Framhald á 10. síffu. Sigurffur Einarsson Hugsið við og við um það, hvert stefnt er að lokum Algengasta skýring djúpsál- arfræðinganna isvo sem Freud ista) á slíkum draum sem þess- um, myndi vera eitthvað á þá leið, að dreymandanum væri undir niðri illa við heimilisfólk ið á bænum, og hugsanir hans í svefninum bii'tust því með tákni dauðans, flaggi í hálfa stöng. Slik tilgáta er ekki út í MANN NOKKURN dreymdi draum, sem kom inn hjá hon- um kvíða. Honum fannst hann vera staddur heima í sinni gömlu sveit, og horfði heim á bæinn, þar sem einn æskuvin- ur hans átti heima. Þar gnæfði fánastöng yfir húsið, og á henni var flagg í hálfa stöng. Getur það hugsast, að þetta sé fyrir- boðl þess, að einhver. deyi inn an skamms á bænum? Er það annað en gömul hjátrú, að draumar séu fyrirboðar óorð- inna hluta? „Draumar enx hugsanir mannsins í svefninum," sagði vitur maðun. En með því er gátan ekki leyst, því að af henni leiðir aðra spurningu: Hvaðan koma manninum hugs anir hans, hvort sem eru í vöku eða svefni? Án þess að farið sé út í einstök atriði, sem hér koma til greina, má segja. að hugsanir séu ýmist vaktar af skynjúnum eða áhrifum utan að eða þær komi upp úr vitund mannsins sjálfs vegna ein- hverra innri orsaka. Draumlíf- ið er margþætt. Suma drauma má, svo sem kunnugt er, rekja til likamlegra áhrifa á dreym- andann, en þó verður draumur inn í heild sinni aldrei skýrður út frá því einu saman. Snert- ing „ýtir við“ sofandi manni, en draumurinn getur samt tek- ið á sig hinar ólikustu niyndir. Ég tel sannað mál, að fjarhrif geti átt sér stað bæði í vöku og svefni, og draumurinn getur þannig orðið til fyrir hugar- áhrif frá öðrum — sennilega bæði lífs og liðnum. bláinn, og því myndi ég ráð- leggja manninum, sem hér á hlut að máli, að rannsaka huga sinn og jafnvel þótt hann finni ekki hjá sér reiði eða illvilja i garð fólksins á bænum, ætti hann að æfa sig í að hugsa vel um það, biðja fýrir því, og gera því gott, er hann fær tækifæri til slíks. Ég fyrir mitt leyti álit, að draumar geti boðað óorðna hluti, þó að oft sé ljótur draum ur fyrir litlu efni. Ekkert er augljósara en það, að unnt er að sjá fyrir óorðna atburði. Það gerir hver einasti maður daglega, án þess að veita því vitneskju. Þá fyrst vandast mál ið, þegar vitneskjan kemur á einhvern dularfullan hátt, þar sem þekking og vitsmunir ná ekki til að skýra orsakasam- bandið. Gerum nú ráð fyrir, að slík vitneskja komist með ein- lxverjum hætti inn í huga sof- andi manns, þá getur draumur- inn verið fyrix-boði, þó að hann botni ekki vitund í því, hvaðan honum kemur grunurinn um það, sem fram kann að koma. Þá er vert að gera sér grein fyrir því, að það er engan veg- inn víst, að það, sem draumur- inn boðar, hljóti undir öllum kringumstæðum að eiga sér. stað. Segjum, að i draumnum eigi að felast aðvörun, þó að óljós sé. Raunar veit ég, að slík aðvöi-un nægir ekki til þess, að hægt sé að fara að segja heim- ilisfólkinu frá drautnnum og biðja það að fara gætilega, svo að draumurinn komi ekki fram. En í draumnum kynni að geta falizt önnur aðvörun — til mannsins, sem dreymir. Eldi'i kynslóðir lögðu mikið upp vir því, að fólk hugsaði um dauð- ann, — sinn eigin dauða— og gerði sér grein fyrir. því að líf- ið er ekki óendanlegt hér á jörð. Ég hef grun um. að mað- urinn, sem dreymdi fánann í hálfa stöng, telji sig hafa um nóg annað að hugsa en eilífðar málin. Ef til vill er draumurinn þannig til orðinn, að þegar hugsunin um dauðann skýtur upp kollinum, hafi hann til hneigingu til að vísa dauðanum eitthvað annað en til sjálfs sín. Ef til vill er gamli æskuvinur- inn dáinn honum, — og því finnst honum undir niðri, að merki dauðans eigi þar frekar heima en yfir sjálfum honum. Ég held því, að hann gerði rétt ast í því að taka drauminn sem áminningu tim það.að einhvei'H tíma verður flaggað í hálfa stöng yfir öllu lífi hér á jörð, og því sé vert að leyfa sér við og við að hugsa um það, hvert stefnt er að lokum. Ef óhugui*- inn, sem draumnum fylgdi, stafar af því, að maðurinn hafi undir niðri beyg af dauðanumj væri þá ekki eðlilegt að reyna að eyða þeim beyg með því att lifa sig betur inn í trúna á upp- risuna og ódauðleikann, — og leita samfélags við höfund lífs- ins? Jakob Jónsson, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júlí 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.