Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 16
Aff vita svolítið mitma og: ‘ skilja svolítið meira — mik ■ il blessun væri það fyrir 1 mannkynið- . , J - \CMW Það er erfitt að vera ung ur sagrði kallinn og var að verja mig. — Já, sérstak lega þegar maður er sköll óttur skaut kellan þá inn í. SAFNAÐARFOLK. —Sæk ið betur kirkjusköla á sunnu dögum. Kirkiian er eini skól inn, sem flytur reglulega há menningarfyrirlestra, í kristnum siffarétti, fyrir al menning, auk fagurrar tón listar, og undur fagurra sá'.ma, — Finnið yður prest við yöar hæfi. Fyliri skiln ingur fæst ekki fyrirliafnár Iaust, ekki er nóg að sækja skólann sjaldan og óreglu lega, ekki dugar minna en stöðugt og regíulegt nám, ár eftir ár, o gþó mun „löng. mannsævi ekki duga til aff verffa fullnuma. Augi. í Mbl. STÆRSTA SKRIFSTOFA Flugfé- lags íslands utan Reykjavíkur er í Kaupmannahöfn, enda er það sú borg erlendis sem flestar áætlun- arferðir eru flognar til og nokkurs konar endastöð í utanlandsflugi félagsins, en til Kaupmannahafn- ar er flogið bæði um Glasgow og Oslo. Og enn er Kaupmannahöfn sú borg erlendis sem íslendingar hafa mest samskipti við og segja má að langflestir þeirra íslend- inga, sem til útlanda fara, komi við í Kaupmannahöfn og er það ekki eingöngu vegna þess að þang að liggja flestar ferðir heldur finnst okkur alltaf notalegt að koma til þeirrar borgar sem eitt sinn var höfuðborg íslands og enn eimir eitthvað eftir af því að okk- ur finnst Höfn tilheyra okkur að einhverju leyti, enda varla til sú gata í eldri hverfum borgarinnar, að hún sé ekki að einhverju leyti tengd sögu íslendinga. Og enn í dag gengur íslendingur varla svo um Strikið á verzlúnartíma að hann sjái ekki fleiri eða færri kunnugleg andlit og til eru veit ingahús sem örugglega má hitta íslendinga í á hverju kvöldi. Fqrstjóri skrifstofu Flugfélags íslands er Vilhjálmur Guðmunds son og hefur hann gegnt þessu starfi í hálft annað ár. Áður starf aði liann fyrir félagið í Osló. Al- þýðublaðið hafði tal af homnn í sl. viku til að spyrja um starfsemi félagsins í Danmörku og hvernig væri að starfa hjá íslenzku fyrir- tæki í Danmörku. —■1 Þetta er mjög skemmtilegt starf þó að oft sé mikið að gera, því starfsemin liér eykst ár frá ári og hefur aldrei verið jafn mikil og nú í sumar og er mér óhætt að segja að hún hafi aukizt um að minnsta kosti 25%. frá fyrra ári. Nú eru flognar ellefu ferðir í viku milli Reykjavíkur og-Kaupmanna- hafnar. í sjö þeirra er komið við í Glasgow og í þrem er komið við í Noregi og nú nýlega var bætt við beinni ferð án viðkomu milli Reykjavíkur og Kaupmannahafn- ar. Yfir sumarmánuðina þegar ferðamannastraumurinn er hvað mestur fljúga vélarnar fullar í liverri ferð, og á skrifstofunni hér seljum við farmiða fyrir þúsundir danskra króna vikulega. Annars er- sjálf farmiðasalan ekki aðalstarf okkar, því mikið af henni gengur gegn um ferðaskrifstofur, heldur önnumst við alls konar upplýsing- arstarfsemi og reynum að kynna ísland og Flugfélagið eins og við getum út á við. Við notum beinar auglýsingar mikið en þó auglýs- um við örstutt bil á hverju vori i blöðum og þá gerum við það rösk- lega, því það er um að gera að draga sem flesta erlenda ferða- menn til íslands á sumrin. — Flestir farþeganna sem ferð- ast með okkur eru íslendingar enda aukast utanlandsferðir þeirra ár frá ári, næstir koma Danir hvað farþegafjölda snertir, annars er fólk af fjölmörgum þjóðemum sem flýgur með Flugfélagi í'-lends Til dæmis nota fjölmargir Skotar áætlunarferðir okkar milli Glas- gow og Kaupmannaliafnar og fer sá straumur sívaxandi og þótt fleiri flugfélög hafi áætlunarferð- ir milli þessara borga kjósa lang- flestir að ferðast þessa leið með Flugfélaginu. — Nú vinna 14 manns hjá Flug- félagi íslands í Kaupmannahöfn og er það samt of fámennt um mesta annatímann á sumrin en aftui- á móti nægilegt á veturna þegar dregur úr farþegaflutning- um. — Skrifstofa okkar er á einum ákjósanlegasta stað í Kaupmanna- höfn, eða beint á móti aðaljárn- þrautarstöðinni við mjög fjölfarna götu og er reiknað með að um 250 þús. manns gangi hér fram hjá daglega. Enda er hægt að spyrja hvaða Kaupmannahafnar- búa sem er um, hvar Icelandair hafi aðsetur, þeir geta allir vísað til vegar hingað. — Við höfum hér vinsamlegt samstarf við SAS og hefur það fé- lag aðalumboð fyrir Flugfélag ís- lands í Kaupmannahöfn og veita þeir okkur alls konar fyrirgreiðslu, en hinu gleymum við ekki heldur að við erum keppinautar og fljúg j um jafnvel á nokkrum sömu flug ! leiðum. — Sumarfrí? Auðvitað fer ég heim til íslands í sumarfríinu, OÓ fr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.