Alþýðublaðið - 16.07.1965, Page 3

Alþýðublaðið - 16.07.1965, Page 3
Nkrymah boðið tii N-Vietnam London, 15. júlí (NTB — Reuter) HO CHI MINH, forseti Norður- Vietnam, hefur boðið Kwame Nkrumah, forseta Ghana, að koma í einkaheimsókn til Hanoi eða senda sérlegan fulltrúa, að því er áreiðanlegar heimildir í London herma. Nkrumah forseti á sæti í friðarnefnd brezka samveldisins, sem reynir að miðla málum í Viet nam-deilunni og Harold Wilson forsætisráðherra er formaður fyrir. En diplómatar í London benda á að dr. Nkrumah hafi fengið per- sónulegt heimboð sem forseti Ghana en ekki sem meðlimur frið arnefndarinnar. Ekki er vitað hvernig dr. Nkrumah tekur í heimboð Ho Chi Minhs, sem var sent í bréfi til Ghanaforseta nýlega. Norður- ' Vietnam, Kína og Sovétríkin hafa ' áður tekið fram, að ekki verði tek- ið á móti friðarnefndinni því að hún er undir forsæti Wilsons, og er stuðningur hans við stefnu Banda- ríkjanna sögð ástæðan. Harold Wilson forsætisráðherra sagði í dag, að Norður-Vietnam stjórn væri þeirrar skoðunar, að sigur í viðureigninni við Suður- vietnamiskar og bandarískar her- sveitir væri í nánd og þess vegna væri tilgangslaust að yfirgefa víg- völlinn og setjast að samninga borffi. Þetta var afstaða sú, sem Norð- ur-Vietnammenn gerðu Harold Davies, sérlegum fulltrúa Wilsons grein fyrir þegar hann var í Hanoi til að fá þá til að veita friðarnefnd brezka samveldisins áheyrn. Wilson sagði í Neðri málstof- Framh. á 14 sííh’ Kæmu sér vel á tunglinu segja geimfararnir um islensku hestana Reykjavík, — ÓTJ. BANDARÍSKU tunglfaraefnin skemmtu sér í gær í útreiffatúr um um Sandskeiðiff og einnig brugffu þeir sér í svifflug- Þeir voru þarna staddir í boði Loftleiffa sem fara iffulega svona smáferffir meff boffsgesti Þó iað piltarnir séu ýmsu vanir í loftinu, höfffu fæstir þeirra stigiff upp í svifflugu áffur, og fyrstu „fórnardýrinu“ fylgdu ótal heilræffi frá hlæjandi fé- lögum. Og þegar svifflugan steig hratt til himins undir stjórn Leifs Jónssonar heyrðust frá mörgum upphrópanir eins og: „Look iat her go“ „Poor Roger“ og , Not as noi .y as an Atlas is she?“ Ekki voru vindarnir mjög hliðhollir þennan dag, svo að erfitt var að ná mikilli hæð. Var því aðeins flogið í tvo stóra hringi með hvern, og síðan lent- Flestir hafa líklega búizt við að slíkir kappar létu sér fátt um finnast að hafa ekki kraft meira tæki en svifflugu í hönd unum, en það var öðru nær. — Þetta var stórkostlega gaman, sagði Roger Chaffe,sem aldrei hefur áður stigið upp í svifflugu. Maður fær alveg undursamlega tilfinningu fyrir fluginu sem alls ekki finnst í öðrum vélum, sízt af öllu þot um með mörg þúsund hesta hreyflum. Ég held að ég verði Framhald á 14. Skálholtshátíð á sunnudagmn Skálholt' hátíð verður haldin næstkomandi sunnudag, 18- þessa ! mánaðar. Hátíðahöldin munu hefjast kl. 9 árdegis, en þá verð ur klukkum hringt og haldin morg 55 skip með 38.850 mál Reykjavík — KB. NOKKUÐ heldur áfram að reit ast af síld á miðunum fyrir Aust urlandi. Síðast liðna nótt fengu 55 skip samtals 38.850 mál og tunnur á svipgðum slóðum og áð ur, 50 mílur suðaustur af Gerpi. í dag hefur veiði verið mjög lítil, aðeins eitt skip hafði tilkynnt um afla, þegar blaðið átti tal við sild arleitina á Dalatanga um kvöld- verðarleytið. Ljómandi veður var þá á miðunum, en að undanförnu hefur veiði verið helzt á kvöldin og nóttunni. Leitarskip halda stöð ugt áfram að leita síldar, en enn hefur lítið fundizt nema þarna sem flotinn er nú að veiðum. unbæn. Kl. 11 fer fram messa í Skálholtskirkju og mun biskup inn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson predika og þjóna fyrir altari, en séra Guðmundur Óli Ólaf son dómkirkjuprestur í Skál holti aðstoða. Skálholtskó'inn syngur við guðsþjónustuna, en org anleikari verður Guðjón Guðjóns son stud.tiieol. Trompetleikararnir Stefán Stephensen, Sæbjörn Jóns son og Eyjólfur Melsteð munu einnig koma fram. Kl- 2 síðdegis mun dr- Póll ísólfsson leika einleik á orgel, Jóhann S. Hannes,ron skólameist a'i að Lsugarvatni flytja ræðu og ávarp mun flytja Magnús Víg lundarson ræðsmaður. Þá mun dr. Páll ísólfsson aftur leika ein leik á orgel. Kl. 5 síðdegis verður aftur me-s að, og mun séra Sigurður Pálsson prófastur í Hraungerði þá predika og þjóna fyrir altari. Skálholtskór inn syngur og organisti verður sem fyrr Guðjón Guðjónsson stud. theol. S-’mkomunni lýkur kl- 9 síðdeg is með kvöldbæn, sem séra Guð mundur Óli Ólafsson flytur. Ferð til Skálholts frá Reykja vík verður kl. 8.30, og verður lagt af stað frá BSÍ. Geimfararnir setjast upp í svifflugu á Sandskeiffi. Ljósm.: Jóhann Vilberg. Hækkanimar ekki í neinum tengslum við samningana Reykjavík — EG. ÞAÐ kom skýrt og greinilega fram á fundi borgarstjórnar í kvöld, aff væntanlegar hækkanir | á fargjöldum Strætisvagna Reykja víkur og gjaldskrá Hitaveitunnar j Togari tekinn í landhelgi Reykjavík — KB. BREZKUR togari, Corina Fleed vvood 173, var í gærmorgun tekinn að ólöglegum veiðum út af Vest fjörðum, og hélt varðskip með •hann til hafnar og kom til ísa- fjarðar síðdegis í gær, en þar verð ur mál skipstjórans tekið fyrir. Aðrar upplýsingar en þessar, svo sem um nánari staðsetningu tog- arans og hve langt innan við fisk veiðitakmörkin hann var — en það mun hafa verið ein sjómíla að sögn Ríkisútvarpsins — fékkst landhelgisgæzlan ekki til að veita blaðinu, þegar hún tilkynnti um þessa togaratöku. „Það kemur í ljós við réttarhöldin", voru svör talsmanns gæzlunnar, þegar um þetta og annað í sambandi við tök una var spurt. Annað varðskip kom brezkum togara til aðstoðar út af Suðaust urlandi í fyrradag. Var sá með sjúkan mann innanborðs oe flutti varðskipið hann til hafnar, þar sem hann var lagður á sjúkrahús. standa ekki í neinu sambandi viff nýgerffa kjarasamninga eins og haldiff hefur verið fram í Þjóðvilj anum undanfarna daga. Hækkanir þessar eru tilkomnar vegna launa og söluskattshækkana frá því í desember áriff 1963 og fram á þetta ár og hefffu orffiff aff koma hvort sem kauphækkanir hefffu orðiff nú í sumar effa ekki. Þaff kom einnig fram á þessum fundi, aff fulltrúum verkalýffsfé laganna viff samningagerff í vor, sem og fulltrúum atvinnurekenda, var kunnugt um aff þessar hækk anir væru væntanlegar. Hækkanirnar, sem hér er um að ræða eru þær, að fargjöld með strætisvögnunum munu hækka í fimm krónur fyrir fullorðna og gjald fyrir hvert tonn af heitu vatni hækkar úr kr. 5,34 í kr. 6,31 og mælaleiga hækkar tilsvarandi. Borgarstjóri benti á, að gjald- skrár fyrlr þessi borgarfyrir- tæki hefðu ekki hækkað síðan í desember árið 1963. Síðan hefðu átt sér stað þrennskonar hækkan ir, sem áhrif hefðu haft á útgjöld þessara borgarfyrirtækja. í fyrsta lagi kauphækkun, 15%, undir lok desember 1963, svo 5% hækkun og hækkun oríofs úr 6% í 7% í júní 1964 og svo 6,6% kaup hækkun fastra borgarstarfsmanna frá og með í. okt. 1964. í öðru lagi hefði söluskattur verið 3% er fyrri gjaldskrár vorú settar, en hann er nú 7.5%. ! í þriðja lagi hefðu fyrirtækjun um bætzt útgjöld vegna laga um 1% launaskatt er samþykkt vorú á síðasta þingi. Framhald á 15. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júlí 1965 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.